Vera - 01.07.1989, Side 5

Vera - 01.07.1989, Side 5
nánast einar á móti öllum. Þetta er ósköp neikvætt allt saman. Þaö vantar þá mikiö upp á aö þiö táiö þann stuöning sem þiö þurfiö á aö halda? M: Við erum í c-flokki en á undan- förnum árum höfum við verið að keppa við þjóðir í b-flokki. Þetta eru hálfgerð atvinnumannalið og þau hafa auðvitað oftast unnið okkur. ís- lensku strákarnir eru hins vegar í a- flokki. Það er þó ekkert lögmál að karlaboltinn sé betri en kvennabolt- inn og í Noregi er kvennaboltinn t.d. betri. En þær fá lfka þann stuðning sem þarf. Við kepptum við þær árið 1984 og töpuðum með þrernur mörkum á þeirra heimavelli. Þá voru þær í c-flokki en síðan var bara allt Margrét Theodórs- dóttir og Guöríöur Guöjónsdóttir er hœttar í landsliöinu en hafa ekki gefiö handboltann alveg upp á bátinn. Ljós- mynd: Anna Fjóla Gísladóttir. sett á fullt og nú keppa þær til úrslita á Olympíuleikunum. Það er ýmislegt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. En fyrir utan œfingatímann, í hverju felst þá aöstöðumunurinn milli ykkar og strákanna? G: Hann felst t.d. í fríðindum og dag- peningum í keppnisferðum og því um líku. Það var gert mikið úr því síð- ast þegar við fórurn í c-keppnina að það væri búið að gera svo rnikið fyrir okkur. Við fengjum dagpeninga og allt. Við fengum 500 kr. í dagpeninga á dag og það átti að mæta vinnutapi! Þetta er eins og klukkutími í vinnu. Hvaö fá strákarnir í landsiiöinu í dagpeninga? G: Fyrir ólympíuleikana voru þeir með 60-70 þúsund krónur á rnánuði fyrir að æfa og héldu því meðan þeir voru úti. M: Og strákarnir sem verið var að þjálfa og vitað var að kæmust ekki með til Seul fengu 30 þúsund á mán- uði og utanlandsferð. En hvað meö þjálfara? M: Við fengum júgóslavneskan þjálf- ara í nóvember 1987. Það var nýja stjórnin í HSÍ undir forystu Jóns Hjaltalín sem réði hann og það má segja að það hafi ýmislegt lagast með þeirri stjórn. En nú er hún farin að draga í land. Kvennalandsliðið mun t.d. ekki taka þátt í heimsmeistara- keppni unglinga f ár af því að stjórnin er að spara. HSÍ skuldar svo mikið. Af hverju? G: Karlalandsliðið hefur verið þeirn ntjög dýrt. Þeir sendu lið í b-keppn- ina og á Ólympíuleikana, þeir hafa borgað leikmönnum og þjálfara þeirra laun og svo hafa þeir kostað alla jtessa gífurlegu fararstjórn sem fer alltaf með strákunum. Það eru sko engir fjórir eða fimm. Allt kostar þetta auðvitað gífurlega fjármuni. M: Þarna sést líka munurinn á strák- unum og okkur. Þegar við fórum síðast þurftum við að berjast fyrir jsví í sambandsstjórn HSÍ að fá að hafa með okkur þá konu sem hefur eiginlega verið tengiliður okkar við þjálfarann og er óskaplega mikilvæg fyrir liðið. Með tilkomu júgóslavn- eska þjálfarans varð gífurleg breyt- ing á aga og pressu á leikmönnum. Við slíkar aðstæður hefur veriö mjög nauðsynlegt að hafa þessa konu til að sinna stelpunum. En það átti sem sagt ekki að hleypa henni með. G: Mér finnst það nú líka sýna við- horf HSÍ til kvennalandsliðsins að gagnstætt reglum HSÍ, þar sem sagt er að landsliðsþjálfari megi ekki þjálfa önnur lið en landslið, þá heimila þeir honum að ráða sig sem þjálfara hjá meistaraflokki karla í Víking. Heyrst hefur að skýringin á þeirri heimild sé sú að HSÍ hafi ekki séð sér fært að borga honum laun og Víkingur yfirtaki a.rn.k. hluta þeirra. Hefur kvennalandsliðiö ekki forgang að honum sem þjálf- ara? G: Það á að hafa það en í raun kemur hvergi frarn í samningnum við Vík- ing að hann sé landsliðsþjálfari. Það var barist fyrir því að fá eitthvað slíkt inn í samninginn en það var ekkert á það hlustað. En það er auð- vitað ljóst að hann er ekki heill og óskiptur meö landsliðið. Þurfiö þiö aö sinna einhverri fjáröflun sjálfar? M: HSÍ borgar æfingahúsnæði og þjálfara fyrir okkur en það er fullt af alls konar fjáröflunarstarfsemi. Við söfnuðum t.d. fyrir öllum okkar ut- anlandsferðum hér áður fyrr. Ég var orðin 23 ára og búin að vera í lands- liðinu í sjö ár þegar ég hætti að safna fyrir hverri einustu ferð. Við rifum utan af húsum, hreinsuðum timbur, seldum rækjur og gáfurn út blöð. Landsliðsstelpurnar seldu fisk í sumar. G: Það verðurþó að segjast eins oger að eftir að Jón Hjaltalín kom inn í HSÍ kom smá skilningur á því að það væri ekki hægt að ná árangri ef við þyrft- um að vinna svona mikið með. Það var orðið aukaatriði að fara á æfingu því við vorurn alltaf með hugann við fjáröflun. Undanfarið höfum við ekki þurft að fjármagna ferðirnar nerna að litlu leyti og árið 1988 fór- um við t.d. í þrjár keppnisferðir og þurftum ekki að fjármagna þær. En nú eru hlutirnir að breytast aftur hjá HSÍ. Nú eru skýr fyrirmæli varðandi næsta keppnistfmabil um að hvert kvennalandslið verði að fjármagna sínar ferðir að fullu sjálft. En karlaliöin? G: Já, yngri karlalandsliðin verða að gera það líka en ekki a-landsliðið. Gildir þaö sem þiö eruö aö segja bara um handboltann? G: Nei, þetta gildir raunar um allar boltaíþróttirnar. Það kom t.d. til tals hjá knattspyrnudeild Vals f hitteð- fyrra að leggja niður kvennaliðið þó 5

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.