Vera - 01.07.1989, Síða 13

Vera - 01.07.1989, Síða 13
málanna. Ég get þó sagt það fyrir mig að þegar ég hef verið að rannsaka brot gegn börnum, þá hefur starfsfólk Félagsmálastofnunar verið mér mjög velviljað og notað flest tækifæri til að miðla mér af reynslu sinni og þekkingu. Mér hefur skilist aö þiö hafiö einhverjar leiðbeiningar um meöferö þessara móla? Leiðbeiningar! Þær eru bara eins og tossalisti. Þó aö þú hœttir nú í 1. deild þá ert þú áfram í RLR. Er hugsanlegt aö hœgt sé aö leita til þín meö kynferöisafbrot ef kona óskar sérstaklega eftir því aö vera yfirheyrð af konu? Eg starfa núna í lang erilsömustu deild rannsóknarlögreglunnar og ég get ekki hlaupið úr þeim málum þó ósk berist frá 1. deild. Eini aðgang- urinn sem þeir hafa að mér er þegar ég er á bakvakt en þá tekur maður náttúrlega öll mál sem berast. En ég er bara á bakvakt 2 kvöld í mánuði og áttundu hverja helgi þannig að lfkurnar á því að kona sé á bakvakt eru afskaplega litlar. Ég er ekki í RLR á öðrum kjörum eða skilyrðum en aðrir og ætla mér að vera í fríi þegar ég er í fríi. Þaö viröast einhverjir vankantar á því aö fá konur til starfa hjá RLR. Sérö þú einhverja lausn á því? Dóra Hlín Ingólfsdóttlr, rannsóknarlögreglu- kona. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir. Ef það væri farið markvisst í að fá konur í þessi störf þá held ég að það væri auðvelt. Það hafa mjög margar hæfar konur hætt í almennu lög- reglunni en ekkert verið reynt að fá þær til starfa í RLR. Það eru 30 starfandi lögreglukonur á landinu í dag og ég hef ekki trú á öðru en að það væri hægt að fá margar þeirra til starfa hjá RLR. Það er ekkert sem vantar nema viljann til að hafa þarna rniklu fleiri konur og skilninginn á því að þörf sé fyrir þær. Að auki má segja að það gæti ákveðinnar tor- tryggni hjá RLR gagnvart konum sem eru með mótaðar skoðanir og afstöðu til hlutanna. Það sama gildir ekki um karla. 13

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.