Vera - 01.07.1989, Síða 16

Vera - 01.07.1989, Síða 16
HEÐAN OG ÞAÐAN Valgeröur Kristjáns- dóttir og Björg Einars- dóttir á skrifstofu Bókrúnar. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir. Bókrún h.f. er útgáfufélag fimm kvenna og á um þessar mundir fimm ára afmæli. í tilefni af því hélt Bókrún upp á sérstaka af- mælisdaga í Nýhöfn við Hafnar- strætidagana 19.-21. júní. „Okkur þótti rétt að haida upp á afmælið og minna á okkur í leiðinni,” segir Björg Einarsdóttir sem átti hug- myndina að stofnun útgáfunnar. „Hugmyndin kviknaði er ég flutti þætti í útvarpi í tvo vetur, um ævi og störf íslenskra kvenna. Þegar líða tók á fyrri veturinn fór fólk að hafa samband við mig og biðja um að fá erindin hjá mér. Ég varð að svara því til að þessi er- indi væru samin til flutnings, ekki aflestar. Næst gerðist það að ég fékk áskorun frá Kvenfélaga- sambandi íslands um að gefa er- indin út á bók. Ef það átti að verða varð ég að endurrita erindin til út- gáfu. Mér var ekki sama hvernig að útgáfunni yrði staðið, ég vildi fá að ráða hvernig bækurnar yrðu úr garði gerðar. Ég var þá í sam- starfi við Valgerði Kristjónsdóttur að vinna að stéttartali ljósmæðra á íslandi í 220 ár, sem út kom 1984, og eftir það vorum við hvorug bundnar við fast verkefni. Ég orðaði því við hana hvort við ættum að stofna bókaútgáfu. Hún tók vel í það og auk hennar komu til liös við okkur tvær tengda- dætur mínar, Arnfríður Jónasdótt- ir og Bjarnfríður Guðmundsdóttir 16 og dóttir mín, María Haralds- dóttir. Við stofnuðum útgáfufélagið Bókrúnu á Lækjarbrekku þann 21.júní 1984 og gerðum það að hlutafélagi í október sama ár. Við byrjuðum á að gefa út þættina Úr œvi og starfi íslenskra kvenna og Kvenfélagasambandið bauðst til að senda út áskriftarlista til aðild- arfélaga sinna. Þannig skapaðist grundvöllur fyrir útgáfu fyrstu bókarinnar og þeirra tveggja binda sem eftir fylgdu.” Ljóðabækur hafa fram til þessa ekki verið ofarlega á blaði út- gefenda, en Bókrún hefur sinnt útgáfu ljóða eftir íslenskar konur af miklum myndarskap. Það er því engin tilviljun að þær ákváðu að halda upp á afmælið með því að gefa út þrjár ljóðabækur eftir ís- lenskar konur: Barég orö satnan, eftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Ferjunesi; Stjörnurnar í hendi Maríu, eftir Ragnhildi Ófeigs- dóttur og Bókina utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, sem gefin verður út í enskri þýðingu og ís- lenska útgáfan endurútgefin. Hvernig hefur sá hluti útgáfunnar gengið? „Við höfum heyrt að yfirleitt væru ljóðabækur gefnar út í mjög litlu upplagi, en okkar reynsla er sú að ljóðabækurnar hafa selst mun betur en spáð hafði verið,” segir Björg. „Ef til vill hefur okkur tekist að skapa okkur nafn í ljóðabókaútgáfu. Hins vegar hef ég tekið eftir því að ljóðabækur kvenna fá minni at- hygli og umfjöllun en aðrar ljóðabækur, hverju sem það sætir. En það þarf greinilega ekki að koma niður á sölunni. Bækurnar sem við gefum út eru hver með sínu sniði. Fyrri bókin sem Ragn- hildur Ófeigsdóttir gaf út hjá okk- ur, Andlit í bláum vötnum (1987), fékk góðar viðtökur sem bók ungs höfundar, okkur þykir mikill fengur að bók Oddnýjar Kristjánsdóttur, sem yrkir um daglegt líf og störf bóndakonu á bökkum Þjórsár í 55 ár. Stór hópur íslenskra kvenna hefur ort um daglegt líf sitt og störf, en þessi ljóð hafa allt of sjaldan komist á bók. Endurútgáfa ljóðabókar Steinunnar Eyjólfs- dóttur var löngu orðin tímabær, en sú hugmynd vaknaði jafnframt að þýða ljóð hennar, ekki síst fyrir rithöfundaþing sem hún mun sækja í Bandaríkjunum í júlí. Efni bókarinnar, harmur foreldris vegna látins barns er sammann- legur. Við vorum sérlega heppnar með þýðendur, þau Karl Guð- mundsson og Ragnhildi Ófeigs- dóttur.” Hvernig hefur það veriö að standa í bókaútgáfu í þessi fimm fyrstu ár? „Við höfum haft fyrir salti í grautinn, en þetta er ekki uppskera daglauna að kveldi,” segir Björg. „Það er okkar munaður að hafa getað leyft okk- ur að hafa það svo. Mér finnst mest gaman að við höfum getað selt ljóðabækur, þrátt fyrir allar hrakspár. Og í þessari útgáfu fær maður vissum metnaði fullnægt, bæði hvað varðar útlit bóka og efni. Frágangur bóka skiptir verulegu máli og allt of oft er kastað höndunum til hans. Það sem hefur einkunt komið mér á óvart er hversu skapandi og spennandi þetta starf er en einnig hvað bókaútgáfa er skattlögð ó- skaplega þungt. 55 af hundraði smásöluverðs bókar koma aldrei í hendur framleiðanda. Sölukerfi bóka er í rúst og þarf endurnýju- nar við." Að lokum sagði Björg: „Við verðum að fara að líta á bækur sem eðlilega neysluvöru en ekki skrautmuni uppi í hillu. Útgáfa á ekki að byggjast á einhverri ó- skapar spennu f jtrjár til fjórar vikur að vetri. Margar góðar bækur hafa goldið þessa. Mér þykir líka miður að tæknibyltingin í bókagerð liefur ekki enn skilað sér í lægra bókaverði. Það þarf að gerast ef bókin á að fá að lifa áfram.”

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.