Vera - 01.07.1989, Page 27

Vera - 01.07.1989, Page 27
að taka þátt í hinum opinbera heirni. Þær hafi fengið viðurkenningu sem einstaklingar en ekki fengið hlut- deild í völdunum. Hvort sem vestrænar konur eru á réttri Ieið eða ekki þá hafa íslenskar konur, sem kyn, sóst eftir hlutdeild í opinberu pólitísku valdi. Þetta gerð- ist þegar konur buðu fram kvenna- lista til borgarstjórnar árið 1982. Þar með breyttu þær út af þeirri venju kvennahreyfingarinnar að taka ekki þátt í að viðhalda kerfi sem kúgar. Nú var markmiðið að færa eitthvað af menningu kvenna inn í karlaheiminn í þeirri von að geta breytt samélag- inu. Og um leið voru konur, sem kyn, komnar í valdabaráttu við þá sem hafa opinber völd. Því að sækjast eft- ir áhrifum til að geta breytt samfélag- inu er aö sækjast eftir völdum. Þetta hafa konur gert án þess að ræða mik- ið um völd eða hvernig eigi að fara með völdin sem þeim hlotnast. Flest- ar eru þó sammála um að nauðsyn- legt sé að dreifa völdunum svo að < sem flestar konur komist að. Vald- dreifing er lykilatriði í allri hug- myndafræði í kvennapólitík því hún er eina leiðin til að tengja saman menningu og hugmyndafræði kvenna og hinn harða karlaheim, og hún er líka ein aðal réttlætingin fyrir því að fara inn í þetta kerfi sem sjálf- krafa kúgar konur. Þegar Kvennalistinn komst inn á Kvennalistakonur halda uppá 19. júní 1985 meö vegfarendum. Ljósmynd: Einar Ólafsson. þing öðlaðist hann völd til að hafa áhrif og jafnvel til að breyta lögum. Sem pólitíkst afl hefur hann völd og sumar konur í Kvennalistanum voru allt í einu komnar í valdastöður. Og vissulega virðist valdið vefjast fyrir konum því ennþá er nokkuð óljóst hvernig á að dreifa því. Stundum er valddreifingin túlkuð þannig að allar konur eigi að vera eins og allar konur eigi að geta það sarna t.d. þegar ætlast er til að allar konur eigi að koma fram í fjölmiðlum og tala fyrir hönd Kvennalistans. Annað dæmi er þegar ætlast er til að allar konur geti rök- stutt skoðanir sínar á félagsfundum á jafn áhrifamikinn hátt. í þessum til- fellum gleymist að konur eru ekki all- ar eins og suniir hlutir liggja betur fyrir einni en annarri. Stundum er valddreifingin túlkuð þannig að þeg- ar mikið er að gera þá á að valddreifa en þess í milli þarf ekki að valddreifa. Það er ekkert skrítið að pólitískt vald og valddreifing vefjist fyrir konum því konur tilheyra kvennaheimi, sem ekki er eins valdskiptur og opinber heimur karlanna, en síðan eru þær aldar upp í valdskiptu þjóðfélagi. Fjölskyldur þeirra og heimili eru mis- mundandi áhrifamikil og heimilin endurspegla þjóðfélagið sem þau eru í. Konur tilheyra þessu samfélagi og taka þátt í að viðhalda því. Valdahlut- föllin í samfélaginu byggjast á stétt- um og alþingismenn eru mjög ofar- lega í valdasamfélaginu. Menntafólk hefur líka mikil áhrif því menntun veitir völd. Rollo May bendir á að það sé tilhneiging menntafólks að afneita völdum. Það vilji oft ekki viður- kenna þau áhrif sem menntun hefur. Hann segir að menntafólk hafi völd, sérstaka tegund valds sem er öðruvísi en vald stjórnmálamannsins, kaup- sýslumannsins eða hermannsins. Völd menntafóiks felast m.a. í því að nútíma samfélag þarfnast rnennta- fólks, bæði til að stuðla að framþróun og til að ráðleggja (1972:102-104). I kvennapólitík er lögð áhersla á kynið, á það sem sameinar konur. Anna G. Jónsdóttir, sagði í erindi sínu á Kvennarannsóknaráðstefnunni 1985 að: , Jafnframt því sem við beinum athyglinni að þeim öflum sent hafa komið afstað og viðhalda misjöfn- um völdum kynjanna verðum við að vera vakandifyrirþvíhvemig líf kvenna og karla lítur út í mismun- andi samfélagshóþum. Sjálfur kjarni málsins og undirstöðuatriði íhinum frœðilegu hugtökum eru þó kynin tvö, konur og karlar óháð stéttum Síðan segir hún: ,,Þegar við vinnum tneð kenn- ingu utn stöðu kynjantia verðum við að gera ráð fyrir að stéttir kotni þar við sögu; sömtdeiðis verður að koma skýrt fram í kenningu um stéttir að kynferði skiþti tnáli." Anna G. Jónsdóttir segir með þessu, að þó svo við séum að leggja áherslu á kynin þá verðum við að taka stéttir til greina. Þó svo margt sameini konur eru þær eftir sem áður ólíkar innbyrðis. Bæði hafa þær mis- munandi mikil persónuleg völd og einnig eru þær mismunandi valda- miklar strax við fæðingu eftir þvf í hvaða stétt þær fæðast. Valddreifing getur aldrei eytt mun- inum á milli kvenna en kannski getur valddreifing leyft hverri konu að njóta sín. En hvernig á þá að dreifa valdi? Er valddreifing það að allar konur taki allar ákvarðanir samtímis, eins og gert er á félagsfundum Kvennalistans eða þegar þarf að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir í Kvennalistanum? Eða er valddreifing að skiptast á að vera í valdastöðu og þar með skiptast á að taka ákvarðan- ir? Stundum getur verið svifaseint og jafnvel ómögulegt að dreifa valdi þannig að allar konur taki allar ákvarðanir samtímis. Og ennþá hefur ekki reynt mikið á valddreifingu sam- kvæmt seinni skilgreiningunni. Engin kona vill viðurkenna að hún sækist eftir völdurn því það er of karl- legt. Samt eru konur sem kyn, sem hópur, að sækjast eftir formlegum pólitískum völdum í þeirri von að geta breytt samfélaginu til hins betra. Þær konur sem eru fulltrúar Kvenna- listans inni í kerfinu eru valdameiri en aðrar konur í Kvennalistanum. Þær eru áhrifameiri og njóta ákveð- innar virðingar í samfélaginu. Þetta er eitt af því sem fylgir því að fara inn í valdskipt kerfi og búa í valdskiptu þjóðfélagi. Og spurningin er hvort þetta sé ekki líka allt í lagi á meðan konur eru meðvitaðar um það og notfæra sér það til að ná settu mark- miði, ná því markmiði sem kvenna- hreyfingin ætlar sér. Við tölum um kvenlega eiginleika og karllega eiginleika. Karlar eru sagðir leyna tilfinningum sfnum, vera árás- argjarnir, sjálfstæðir, hlutlausir, ráð- andi, virkir, töff, harðir og vera fyrir samkeppni. Konur er sagðar blíðar, tillitssamar, umhyggjusamar, þögular og viðkvæmar. Við höfurn viður- kennt að konur og karlar eru ekki eins og við byggjum okkar hug- myndafræði á því að kynin séu mót- uð á ólíkan hátt. Við tölum um að konur ætli að færa eitthvað af þessurn jákvæðu eiginleikum inn í kerfið inn í karlaheiminn. Við segjum ,,ef konur væru við völd þá væri ekki svona mikið um stríð“. Nú erurn við komn- ar inn í kerfið og þar gilda önnur lög- mál. Til að komast áfram þar gengur ekki að vera blíður, tillitssamur eða umhyggjusamur. Þar gilda aðrar regl- ur og þær höfum við tekið upp að einhverju leyti til að hlustað sé á okk- 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.