Vera - 01.07.1989, Blaðsíða 28
ur. Þetta sem við köllum kvenlega
eiginleika eru ekki meðfæddir líf-
fræðilegir eiginleikar okkar. Flest allt
bendirtil þess að þó svo við fæðum
af okkur börn eða förum flestar á túr
einu sinni í mánuði, þá fæðumst við
ekki með þessa eiginleika heldur lær-
um þá. Enda segjum við að þegar
karlar fari að taka meiri þátt í umönn-
un barna sinna þá breytist þeir og til-
einki sér líka þessa eiginleika. Það
sama hlýtur að gilda um konur sem
fara að taka þátt í leik karlanna; þær
ósjálfrátt tileinka sér eiginleikana
sem þarf til að komast áfram, þær
harðna í átökunum. Hanna nokkur
Mitchell (11968:191) sagði:
,,Hin blíða, umhyggjusama kona
lifir ekki af pólitíska baráttu eða
valdastöðu. Fyrr eða síðar stendur
hún sig að því að haga sér einsog
karl eða eins og yfirmaður.' ‘ (Stacey
og Price, 1981.183)
Vegna þessa og vegna þess hve
valddreifing þar sem allar konur taka
ákvörðun samtímis er erfið í fram-
kvæmd, er þá ekki valddreifing í
merkingunni að skiptast á eitt það
mikilvægasta í hugmyndafræði
kvenna? Því aðeins með því að skipt-
ast á getum við tryggt það að eigin-
leikar kvennamenningarinnar kom-
ist að.
Bergljót Baldursdóttir
Heimildir og tilvitnanir:
Oakley, A. 1974 The Sociology of House-
work. Oxford: Martin Robertson.
Anna G. Jónasdóttir, 1985. Kyn, völd og
pólitík. Erindi flutt á ráðstefnu um ís-
lenskar kvennarannsóknir 29. ágúst- 1.
september 1985 við Háskóla íslands.
Stacey, M., og Price, M. 1981. Woment,
Power, and Politics. London: Tavistock
Publications.
May, R. 1972. Power and Innocence.
Delta Book
Jaquette, J. 1976. Female Political Parti-
cipation in Latin America. í L.B. Iglitzin
og R. Ross (útg) Women in the World: A
Comparative Study. California and Ox-
ford: Clio Press.
Til áskrifenda
í hverfi 101
Viö útsendingu síóasta
tölublaös VERU fór
póstpoki í hverfi 101 á
flakk meö þeim
afleióingum aó nokkur
hópur í því hverfi fékk
ekki blaóió sitt fyrr en
seint og um síöir. Eru
þeir beönir velviröingar
á þessum mistökum sem
veröa aó skrifast á
reikning póst-
þjónustunnar.
Þ/ER BJARGA
BJÖRGUNARSVEITUNUM
Innan Slysavarna-
félags íslands er
fjöldi kvennadeilda
og hér kynnir Vera
félagiö Þórköflu
Slysavarnafélag íslands hefur starfað
að björgunarmálum á íslandi í rúm 60
ár. Flestir þekkja björgunarskýli
félagsins út um allt land og kannast
við Tilkynningaskylduna sem rekin
er af félaginu, auk alls þess björgunar-
starfs sem félagsmenn hafa unnið
bæði á sjó og landi. Það vita kannski
færri að innan Slysavarnafélags ís-
lands er fjöldi kvennadeilda sem
hafa það markmið að safna fé til
hinna ýmsu verkefna sem fylgja
björgunarstarfi. Fyrsta kvennadeildin
var stofnuð í Reykjavík 1930 en
deildirnar eru nú fjölmargar út um
allt land.
VERA heimsótti formann slysa-
varnadeildarinnar Þórkötiu í Grinda-
vík og bað hana að lýsa starfi deild-
arinnar og því sem að baki þess
liggur.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur starf-
að með Þórkötlu frá því deildin var
stofnuð 12. janúar 1977. Ég spyr
hana fyrst um tildrög þess að deildin
var stofnuð.
,,Hér var og er starfandi Slysavama-
félagsdeild þar sem bæði karlar og
konur eru félagar, en okkur fannst
samt ástæða til að stofna sér kvenna-
deild og hlaut sú hugmynd strax mjög
góðar undirtektir. Deildinni var valið
nafn landnámskonunnar Þórkötlu og
við ákváðum strax að okkar helsta
verkefni yrði að efla og auka tækja-
búnað Björgunarsveitarinnar Þor-
björns, sem unnið hefur mörg
björgunarafrek við hina klettóttu
strönd hér í nágrenni og víðar. Sveit-
in er nú mjög vel búin tækjum, á
öfluga bíla og góðan bát en næsta
verkefni verður líklega að kaupa
stærri og fullkomnari björgunarbát,”
sagði Jóhanna.
Félagskonur í Þórkötlu eru nú um
110, en að sögn Jóhönnu er mun
fámennari hópur virkur í starfinu,
margar láta nægja að greiöa félags-
gjaldið. Þrír almennir fundir hafa
verið haldnir á ári, en stjórnarfundir
eru haldnir mun oftar og lagði Jó-
hanna áherslu á hve stjórnarkonur
væru duglegar og áhugasamar. Sjó-
mannskonur eru fjölmennastar innan
félagsins enda standa slysavarnir
þeim nær en flestum öðrum. Jóhanna
benti þó á, að starf SVFÍ fælist ekki
eingöngu í slysavörnum á sjó, en
henni finnst margir standa í þeirri trú.
Félagið hefur lagt mikið af mörkum
til slysavarna á landi. „Við stóðum
t.d. að dreifingu á endurskinsmerkj-
um í öll hús hér í Grindavík í sam-
vinnu við SVFÍ og ég hef farið í
skólann og beðið um að átak verði
gert í umferðarfræðslu”. „Slysa-
varnadeildirnar eru heldur ekki ein-
göngu við sjávarsíðuna. Það eru
starfandi deildir í sveitahéruðum
uppi í landi.”
Til fróðleiks má geta þess að strax
árið 1937 var ráðinn starfsmaður að
SVFÍ, Jón Oddgeir Jónsson, sem
sinnti umferðarslysavörnum, eld-
vörnum, öryggismálum á vinnustöð-
um, fræðslu um skyndihjálp o.fl.
Finnst Jóhönnu of margir aðilar
starfa að slysavarnamálum hér á
landi? „Nei, ]íað vinna aldrei of marg-
ir að þeim málum, en mér finnst
þurfa að vera meiri eining á milli
þessara aðila. Maður verður var við
togstreitu þar sem metist er um hver
hafi átt drýgstan þátt í einhverri
björgun. Á því þarf að ráða bót því
það verður að vera eining í svona
málum, metingur eyðileggur svo
margt.”
Fjáröflunarleiðir Þórkötlu eru svip-
aðar og gerist hjá öðrum kvenna-
deildum. Fyrir nokkrum árum var
bingó deildarinnar mjög vinsælt um
öll Suðurnes, enda voru glæsilegir
vinningar í boði. Á þeim árum stóðu
konurnar einnig fyrir bögglaupp-
boðum sem einnig voru vinsæl. En
þessar leiðir hafa ekki verið farnar nú
í nokkur ár.
„Það var gífurleg vinna við þetta,”
sagði Jóhanna. „Við gengum í öll
fyrirtæki í bænum og jafnvel utan
hans og báðum þau að gefa muni eða
28