Vera - 01.07.1989, Page 31

Vera - 01.07.1989, Page 31
konan sem heitir Jytte Loehr kom sér fyrir með striga sinn, liti og tól í aðal- salnum og þar færði hún hughrif sín á þrjú léreft. í lok ráðstefnunnar kynnti hún okkur túlkun myndanna þriggja, sem viö höfðurn fylgst með þegar þær urðu til (en að sjálfsögðu voru ekki fullfrágengnar): intuisjon (innsæi), fleksibilitet (sveigjanleiki) og aksjon (framtak, hreyfing). Að loknum löngum og ströngum vinnudögum nutum við listar kvenna. Annie Marie Helger skemmti okkur fyrra kvöldið með hárfínu gríni eftir nær tveggja tíma törn. Hún brá sér í gerfi hinna ýmsu kvenímynda og náði vel til þessa marglita hóps. Síðasta hönd lögö á undirbúninginn. Undirbúnings- hópurinn á fundi á Scanticon föstudags- morguninn 19. maí. Laugardagskvöldið 20. maí var fullt tungl. Þá var dansað úti í eftirmið- dagssólinni, og eftir að hópvinnu lauk og rökkrið hafði lagst yfir land- ið, var kveikt á kyndlum við anddyri gamla herragarðsins. í birtunni frá þeim las Kirsten Hofstatter okkur sögu nornanna á Helsingjaeyri, torg- sölukvennanna sem voru brenndar á báli fyrr á öldum, fyrir nornaskapinn. En andinn brennur ekki og torg- sölukonurnar á Heisingjaeyri ganga aftur og aftur og alltaf ógna þær karl- veldinu með að því er virðist saklausu hátterni sínu. Þær standa á eigin fót- um, standa fyrir sínu og það virðist vera nóg ógnun. Chris Poole, flautuleikari túlkaði síðan baráttu, tilfinningar og þjáningu nornanna á bálinu með óviðjafnan- legum flautuleik sínu, í nætursval- anum, undir fulla tunglinu, milli logandi kyndlanna. Kvöldið áður höfðu tár mín runnið af einlægri kátínu vegna spaugsemi Anne Marie Helgeer, þetta kvöld kölluðu listakonurnar fram tár sem streymdu af dýpri hughrifum. Þegar unnið er frá morgni til kvölds, á mörgum ólíkum tungumál- um með fólki sem þú þekkir ekki, þá er orkuforðinn fljótur að eyöast upp. Orkuverkstæði — energi-workshop —er nýjasta ráðstefnutrikkið, og megi það fljótt ná íslands ströndum. í herbergi einu var farið í huglæg- ar ferðir meö hjálp tónlistar og leið- sagnar Birgit Lynge, musikolog. Þar var hægt að panta tíma og fara í hleðslu þegar einstaklingurinn eða hópurinn var kominn á síðasta snún- ing. Birgit er ímynd kvenleikans og stafaði frá henni þvflíkri orku, að hálftími á orkuverkstæðinu hennar þar sem hún veitti leiðsögn urn und- irstöðuaðriði orkustrauma og orku- forða og fór með okkur urn geiminn og höfin, var á við margra tíma svefn. Hún lagði rnikla áherslu á þá sérstöku orku sem býr í móðurlífi kvenna, en sem viö allt of oft bælum og afneit- um. Sú orka er þó án efa að leysast úr læðingi nú á öld vatnsberans. Nú kann einhver að spyrja hvað hafi svo verið rætt á þessari merkis- ráðstefnu. Skipti það kannski engu máli, var þetta bara skemmtun og lúxus? Jú það skipti miklu máli, en kannski hefði það ekki gert það ef við hefðum ekki gefið okkur tíma til að njóta líka. Stundum getur eitt lítið lag unt torgsölukonu á bálinu haft meiri áhrif en hálftíma fyrirlestur. Að ég tali nú ekki urn ef fyrirlestrarnir sent þú hlustar á og umræðurnar í hópun- um er í raun það sama og boðskapur listagyðjunnar, sem hún miðlar með tónum, tali og niyndum. Hvað var þá umræðuefnið, hvert var markmiðið? Það var virkjun kvenna. Virkjun kvenna er eitt af þeim úrræðum sem oftast er gripið til þegar þarf að breyta eða hafa áhrif á vinnumark- aðinn og skipulag þjóðfélagsins. Virkjun vinnuafls kvenna er þekkt fyrirbæri þegar vel árar og/eða vinnukraft vantar, eins og t.d. í stríði eða í sfld. Virkjun móðurlífs kvenna er notað þegar þarf að fjölga þjóðunum, eins og t.d. eftir stríð og þegar þarf að fækka tímabundið á vinnumarkaðnum. Virkjun fram- kvæmdaorku kvenna hefur verið notuð þegar þarf að byggja upp og framkvæma, virkjun þekkingar kvenna er nýtt til að ekki þurfi að kosta miklu til fræðslu og menntunar nýs starfsfólks eða ungviðis og virkj- un hugmyndaafls kvenna er notuð þegar annað hugmyndaafl dugar ekki til að halda skútunum á floti. Til- tölulega nýtt fyrirbæri (á okkar tímatali) er skipulögð og meðvituð virkjun kvenna á eigin ágætum, þekk- ingu, vinnuafli, orku, hugmyndum og móðurlífi og ekki síst samhengið þar á milli. Nýja kvennahreyfingin sem er þrátt fyrir allt komin hvað lengst hér á Norðurlöndum, og sem er reyndar ekki nein ein hreyfing heldur margir ólíkir angar með ólík markmið, á þetta sameiginlegt, þessa virkjun á sjálfri sér. Fyrsta norræna ráðstefnan um konur og rekstur fyrirtækja sann- aði þetta rækilega. Þarna voru saman kornnar konur með ólíkan bakgrunn, af ólíkum þjóðernum, með ólíkar stjórnmálaskoðanir og vildu velja ólíkar leiðir að virkjuninni en allar vildu þær virkja konur. Tengja sarnan alla þessa flóknu þætti sem oft virð- ast svo mótsagnakenndir: sjálfstæðar framkvæmdir og barneignir, hug- myndaflug og vinna. Okkur hefur 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.