Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 32
ÖGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Grímur M. Helgason
(1927-89).
Nanna Ólafsdóttir
(1915-92).
sendi erindi til alþingis um þetta mál árið 1913. Segir hann að
um þetta leyti hafi mátt kalla að handritasðfn Landsbókasafns
„væru lokuð jafnvel bókavörðum þess, hvað þá öllum almenn-
ingi."12 Fór nú loks að rofa til í þessu máli, og réðst Páll sjálfur
til verksins. Stofnrit að handritaskrám Landsbókasafns kom út í
þremur bindum á árunum 1918-37, þar sem allt handritaefnið
var skráð eða endurskráð og bókfært samkvæmt Wolfenbuttel-
skráningaraðferðinni. Safntákn handritanna var valið Lbs fyrir
handrit Landsbókasafns en stærstu sérsöfnin, sem haldið var að-
greindum, auðkennd þannig að safn Jóns Sigurðssonar var rnerkt
JS og söfn Bókmcnntafélagsins ÍB og ÍBR eftir því hvort þau voru
runnin frá Kaupmannahafnar- eða Reykjavíkurdeildinni. Við
handritalýsingarnar er bæði gerð grein fyrir ytri gerð og efni
hvers handrits, eins og rakið hefur verið hér á undan, en auk þess
fylgja efnislyldar í 23 flolckum og nafnaskrár. í nafnaskránum er
lögð aðaláhersla á að tengja nafn ritara handrits, þar á meðal
bréfritara, við starfsheiti og þann stað þar sem hver og einn bjó
lengst eða var við kenndur en ekki endilega við ritunarstaðinn.
Einnig kemur fram ferill hvers handrits, og er þar getið hvers og
eins sem afhent hefur handritaefni, gefið eða selt, eða kemur í
því sambandi á einhvern hátt við sögu. Loks er greint frá hand-
ritanotum, það er hvort þau hafa birst að einhverjum hluta eða í
heild á prenti. Er öll þessi skráning mjög tímafrekt nákvæmnis-
verk. Fyrsta viðbótarbindi eða aultabindi, eins og það er nefnt,
var gefið út 1947, og einnig samið af Páli Eggert Ólasyni. Annað
aulcabindi annaðist Lárus H. Blöndal, og var það prentað 1959.
Því fylgdi skrá um skinnblöð í safninu eftir Jakob Benediktsson.
Þriðja aultabindi sá Lárus einnig um, ásamt Grími M. Helgasyni,
og var það fullbúið 1970. Fjórða aukabindi, sem kom út á 150 ára
afmælisdegi handritadeildar - ef svo má að orði lcomast - 5. júní
1996, sá Grímur um, og eftir hans dag sá sem ritar þessi orð. Aðr-
ir, sem unnu að þessu bindi í lengri eða skemmri tíma, eru nú-
verandi starfsmenn deildarinnar, Eiríkur Þormóðsson, Kári
Bjarnason og Sjöfn Kristjánsdóttir, auk Nönnu Ólafsdóttur, en
hún lést fyrir nokkrum árum. Hefur allt starfsfólk deildarinnar
menntun í íslenskum fræðum, enda meðal annars nauðsynlegt
12 Páll Eggert Ólason. Formáli, í Skrá um handiitasöfn Landsbókasafns III,
bls. x.
28