Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 103
RITMENNT
ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
lands árið 1986 og árið 1987 var hún heiðruð af Konunglega
norslca vísindafélaginu. Kvenfélagasamband íslands kaus hana
heiðursfélaga árið 1990 og ári síðar var hún kjörin heiðursfélagi
í Sagnfræðingafélagi íslands fyrir „ómetanlegt framlag til
kvennafræða". Enn má nefna að árið 1980 kom út greinasafnið
Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, sem gefið var út í
tilefni sjötugsafmælis hennar. Það mun hafa verið í fyrsta skipti
sem slík bók var skrifuð til heiðurs konu á íslandi.
Anna lést 3. janúar 1996 eftir langa og gifturíka ævi en lífs-
starf hennar og nafn lifir áfram í gegnum Kvennasögusafn ís-
lands og ritverk hennar.
Kvennasögusafnið í Þjóðarbókhlöðu
Sem fyrr segir var Anna forstöðumaður safnsins og lengst af eini
starfsmaður þess. Þær Svanlaug Baldursdóttir og Else Mia Ein-
arsdóttir sinntu skráningu og öðru í þágu safnsins eins og færi
gafst með öðrum störfum. Styrkir fengust til reksturs safnsins
rneðal annars frá Þjóðhátíðarsjóði um nokkurt skeið, Seðlabanka
Islands og einnig frá hinu opinbera. Voru þeir notaðir til að
greiða kostnað við bóka- og tímaritakaup, kaup á spjaldskrár-
skápum, skjalaslcápum og fleiri tækjum sem til þurfti. Þegar frá
leið voru styrkirnir einnig nýttir til að ráða bókasafnsfræðinga
til starfa í lengri eða skemmri tíma til skráningar. Einnig má
nefna að kvennafrísnefndirnar, sem störfuðu fyrir kvennafrídag-
inn 24. október 1975, færðu Kvennasögusafninu elcki aðeins öll
vinnuplögg sín að gjöf í marsmánuði 1976, heldur einnig álitlega
fjárupphæð.
Árið 1987 var stofnaður Áhugahópur um varðveislu og fram-
gang Kvennasögusafns íslands. í Áhugahópnum störfuðu full-
trúar frá Kvenfélagasambandi íslands, Bókavarðafélagi íslands,
Áhugahópi um íslenslcar kvennarannsóknir, Félagi bókasafns-
fræðinga, Félagi bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og Kven-
réttindafélagi íslands, auk sérstaks fulltrúa Önnu Sigurðardótt-
ur. Öll höfðu þessi félög stutt Kvennasögusafnið og starfsemi
þess um margra ára skeið. Tilgangur hópsins var því að styðja
Kvennasögusafnið í hvívetna og huga að framtíðarskipan þess.
Áhugahópurinn sótti um fjárstyrk safninu til handa og þegar
hann fékkst árið 1989 fól Anna hópnum að annast ráðstöfun
97