Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 152
SHARP
RITMENNT
SHARP
Society for the History of Authorship, Reading and
Publishing
Þótt bóksaga sé gömul fræðigrein sem á sér djúpar rætur er elcki
laust við að greinin hafi á síðustu árum og áratugum gengið í
gegnum slíkar breytingar að líkja má við byltingu. Þegar litið er
til baka má um 1960 greina tvennt sem haft hefur afgerandi áhrif
á framþróunina: Annars vegar bólc Febvres og Martins, L’appari-
tion du livre, 1958, sem út kom í enskri þýðingu fyrst 18 árum
síðar undir nafninu The coming of the book, 1976, og hins vegar
bólc MacLuhans, The Gutenberg galaxy, 1964. í báðum þessum
bókum nálguðust höfundarnir bóksöguna með allt öðrum hætti
en fyrr hafði verið gert. I L’apparition du livre beindu höfund-
arnir sjónum sínum að þeim bókum sem hlutu útbreiðslu og
voru lesnar, og MacLuhan setti prentuðu bólcina í nýtt samhengi
við aðra fjölmiðla. Þetta var hvort tveggja gagnstætt því sem
hefðbundið var þegar bóksögumenn fjölluðu mest og ýtarlegast
um stórverkin dýru og fágætu, eða þegar bóksagan var næsta
einangrað fyrirbæri, óháð og óbundin öðrum fjölmiðlum. Verk
Febvres og Martins og MacLuhans hafa haft áhrif á fjölda fræði-
manna. Einn þeirra er Darnton sem í The business of enlighten-
ment, 1979, fylgir frönsku alfræðibókinni á seinni hluta 18.
aldar frá ritun, gegnum prentsmiðjuna, um hendur sölumanna
alla leið til lesenda. Annar er Eisenstein sem vekur athygli á því
í The printing press as an agent of change, 1979, hve mikil áhrif-
in urðu á samfélagið þegar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvanir
breiddust út um heiminn með prentuðum bókum.
Til þess að skapa sameiginlegan vettvang og tengja saman alla
þá sem áhuga höfðu á hinni nýju bóksögu eða einstökum þáttum
hennar var The Society for the History of Authorship, Reading
and Publishing (SHARP) stofnað 1991. Markmiði sínu hyggst
félagið ná m.a. með útgáfu fréttabréfs og árlegum ráðstefnum.
Fréttabréfið SHARP-News hóf göngu sína 1992 og kemur út 3-4
sinnum á ári. Þar eru kynntar nýjar bækur á sviði bóksögu,
greint frá ráðstefnum og fyrirlestrum, lýst nýjum námskeiðum
og námsbrautum í bóksögu á háskólastigi o.fl. Árlega er gefin út
skrá um félagsmenn með póstfangi og áhugasviði viðkomandi
146