Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 53
RITMENNT
NÚPUFELLSBÓK
skýra hvers vegna vantar upphaflegu upphafsstafina, vignetturn-
ar og tréskurðarmyndina.
Hvaða rök eru þá með og á móti árunum fyrir 1624? Athug-
un á öllum þeim sex eintökum sem varðveitt eru af Núpufells-
bók leiðir í ljós að það er eklci einungis annað eintakið í háskóla-
bókasafninu í Kaupmannahöfn (nr. 314) sem er með áritaðri dag-
setningu 1624, sem ákvarðað hefur teiminus ad quem, heldur er
dagsett áritun árið 1622 á öðru eintakinu í Konungsbókhlöðu í
Kaupmannahöfn (Ex. 1), því eintaki sem Jón Eiríksson ekki átti.
Einnig er áritun bókareiganda á eintaki háskólabókasafnsins í
Lundi, fyrst með ártalinu 1624 sem strikað er yfir og breytt í
1625 eða 1627, og síðan ný áritun með ártalinu 1630. Þetta er
spennandi! Það er ekki nóg með að áritunin á eintaki Konungs-
bókhlöðu færi teiminus ad quem frá 1624 til 1622, heldur er það
merkilegt að þrjú af hinum sex þeklctu eintökum af Núpufells-
bók séu með árituðu ártali skömmu eftir 1620. Bendir þetta
kannski til þess að bókin hafi verið prentuð um þetta leyti?
Fleiri atriði hníga í sömu átt. Hafi liðið um 40 ár milli lög-
bókanna 1578 og 1580 annars vegar og Núpufellsbókar hinsveg-
ar skýrir það hvers vegna hinir upphaflegu upphafsstafir eru ekki
til staðar og ekki heldur vignetturnar eða tréskurðarmyndin.
Hvernig stendur þá á því að Núpufellsbók er prentuð með
,gömlu og slitnu letri'. Það má kannslci spyrja hvort það sé víst
að letrið hafi verið slitið. Orð Árna Magnússonar ,... hún er með
óhreinum typis ...' fela nefnilega ekki í sér að bókin hafi verið
prentuð með slitnum stíl heldur óhreinum! Letur óhreinkast
einkum með tvennu móti: sé það illa hreinsað eftir notkun eða
hafi það legið ónotað um langt skeið. Lögbókarletrið hafði ekki
verið notað í meginmál síðan 1581, og Breiðabólstaðarletrið á
lögbókarformálanum elclci í meginmáli bóka síðan 1576. Það eitt
skýrir hvers vegna letrið er orðið ,óhreint' um 1620.
Enn eitt atriði styður tilgátuna um að Núpufellsbók hafi ver-
ið prentuð um 1620. Það er að þá er Jón Jónsson prentari látinn
fyrir nokkrum árum og Brandur sonur hans telcinn við. Jón, sem
ungur hafði numið prentlistina af föður sínum á Breiðabólstað,
sigldi til Kaupmannahafnar og var í eitt ár, 1576-77, í læri hjá
Andreas Gutterwitz háskólaprentara til að fullnuma sig í prent-
listinni. Bækur þær sem Jón prentaði bera þess merlci að fagmað-
, .íjr*
<«!»■»»/
n.i'!)Gýj&f
nv*r
fn $/%p'n,f r'! jr_T
ijijfi'tv : •>
tj.Í-rl.? ff*4 etU
■í-'.i.-A 3,,.>.i'c]jé
Clt | .1 r .
Þessa lógbok aa eg jon
eyolfsson I med Ríettu enn
einginn Annar, hana I hefur
mier feingit, Jon Gijslason I
Anno dominí. 1624 1625.
Þessa Log bok aa eg
Gudmundur I Þorarínsson
med Riettu Enn eingínn I
Annai og er wel ad henne
Kominn I þuj hanna hefur
feingit mier Jon eyo I lfsson
til fullar Eignnr og lief eg I
hana fullu Bital Ano 1630
- Áritað eintak háskólabóka-
safnsins í Lundi.
49