Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 107
RITMENNT
ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
Júlíönu Jónsdóttur slcáJdlconu, en liún varð fyrst ísJensltra
ltvenna til að gefa út Jjóðabólt árið 1876. Fleiri tól<u til máls við
opnunina og minntust dr. Önnu og starfs hennar. Við sama tæld-
færi var opnuð sýning á gögnum og munum úr fórum Kvenna-
sögusafnsins og stóð hún fram í janúar.
Að lcvöldi opnunardagsins stóð Kvennasögusafnið fyrir lcvöld-
vöku í veitingastofu Landsbóltasafns þar sem flutt voru erindi
um konur og kvennarannsóltnir. Erindin fluttu þær Sigríður Th.
Erlendsdóttir, Helga Kress, Annadís Rúdólfsdóttir, Inga Huld
Hálconardóttir og Ragnhildur Ricliter. Aulc þess sungu lconur úr
Vox Feminae noldcur lög og Vilborg Dagbjartsdóttir flutti eigin
ljóð. Góð aðsólcn var að lcvöldvölcunni, sem þótti talcast með af-
brigðum vel. Er ráðgert að gera hana að árvissum viðburði.
Framtíðarstarf Kvennasögusafns íslands
Eins og gefur að slcilja hlýtur starfsemi Kvennasögusafnsins jafn-
an að velta á þeim fjármunum sem það hefur til ráðstöfunar. For-
stöðumaður, sem jafnframt er eini starfsmaður þess, sinnir
flokkun efnis og skráningu auk þess að svara fyrirspurnum sem
berast símleiðis, um tölvupóst og frá gestum sem koma í safnið.
Allmargir gestir hafa lagt þangað leið sína, bæði fyrir forvitn-
issalcir og í lieimildaleit en fyrstu fjóra mánuði ársins 1997
slcráðu 127 gestir nöfn sín í gestabólc safnsins.
Samlcvæmt stofnslcrá Kvennasögusafnsins og samningi við
Landsbólcasafn íslands - Háslcólabólcasafn eru marltmið þess að
safna og varðveita heimildir og gögn er varða sögu lcvenna og
gildir þá einu hvort um er að ræða útgefnar bæl<ur, óprentuð
handrit, bréf eða fundargerðir. Safnið sl<al auk þess sjá til þess að
umrædd gögn séu skráð og stuðla að því að skráðar séu heimild-
ir og gögn er varða sögu kvenna og varðveitt eru annars staðar.
Safnið skal einnig „greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra
kvenna og veita aðstoð við að afla heimilda og rniðla þekkingu
um sögu kvenna". í því felst meðal annars að gefa út fræðslu- og
heimildaskrár.
Kvennasögusafnið mun að sjálfsögðu róa að því öllum árum
að ná frarn markmiðum sínum, ekki aðeins hvað varðar söfnun,
skráningu og varðveislu, heldur einnig útgáfu og miðlun þekk-
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Stefanía María Pétursdóttir
formaður stjórnar Kvenna-
sögusafns íslands við opnun
þess 5. desember 1996.
101