Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 104
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
hans. Þótt fjármál Kvennasögusafnsins væru mikilvægur hluti
starfs Ahugahópsins var þó annað mál mikilvægara.
Allt frá stofnun Kvennasögusafnsins hafði það verið draumur
aðstandenda þess að sá dagur rynni að safnið fengi inni í skjala-
eða bókasafni á vegum ríkisins og kvennasaga og kvennafræði
yrðu þannig viðurkenndur hluti þjóðarsögunnar. í reglugerð
safnsins frá 1975 stendur raunar: „Verði safninu, að mati stofn-
enda eða arftalca þeirra í starfi, tryggð framtíðarvist og starfsskil-
yrði á vegum Þjóðarbókhlöðu eða annars ríkisbókasafns eða
slcjalasafns, má fella safnið inn í það safn sem sérdeild með sínu
sérheiti." Þjóðin hafði árið áður gefið sjálfri sér myndarlegt bóka-
safnshús, Þjóðarbókhlöðuna, sem hýsa átti Landsbólcasafn og
Háskólabókasafn. Þar átti safnið heima að mati Önnu, „í Þjóðar-
bókhlöðunni, sem á að geyma sögu og bókmenntir allrar þjóðar-
innar, allra Islendinga", eins og hún sagði í Veru árið 1985.32
í bréfi til fjárveitinganefndar Alþingis árið 1977 henti Anna á
að tryggja þyrfti Kvennasögusafni íslands framtíðarvist í safni á
vegum ríkisins og jafnframt að fá því „fastan sess á fjárlögum Al-
þingis". Tveimur árum síðar, í apríl 1979, bauð Anna Finnboga
Guðmundssyni landsbókaverði í heimsókn í Kvennasögusafnið
til að kynna sér það og ræða framtíðarhorfur þess. Ástæðan var
m.a. sú að byrjað var að „grafa fyrir grunni Þjóðarbókhlöðu".
Landsbókavörður þekktist boðið og kom í safnið 17. maí en í
dagbók safnsins er ekkert að finna um afrakstur fundarins.33
Árið 1981 virðist í fyrsta skipti farið formlega fram á það við
menntamálaráðherra, sem þá var Ingvar Gíslason, að safninu
yrði tryggður framtíðarstaður „og starfsskilyrði í Þjóðarbókhlöð-
unni, og verði þá smámsaman bætt fyrir það hversu saga ís-
lenskra kvenna hefir verið vanrækt allt fram á þennan dag". Árið
1983 var samskonar erindi sent til menntamálaráðherra, Ragn-
hildar Helgadóttur, sem aftur leitaði álits Finnboga Guðmunds-
sonar landsbókavarðar. Hann vildi fá nánari upplýsingar um
stefnu, markmið og starfsemi Kvennasögusafnsins, fengi það
inni í Þjóðarbókhlöðu - fyrr væri ekki hægt að taka ákvörðun
um framtíð þess. í ársbyrjun 1984 sendi Anna ýmsar upplýsing-
32 Magdalena Schram: Kvennasögusafnið 10 ára, bls. 5.
33 Kvennasögusafn íslands. Bréf Önnu Sigurðardóttur til fjárveitinganefndar
Alþingis 18. október 1977. Bréf til Finnboga Guðmundssonar landsbókavarð-
ar 5. apríl 1979. Dagbók Kvennasögusafnsins 17. maí 1979.
98