Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 94
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
var tekin saman skýrsla yfir starfsemi þess og þar kennir margra
grasa. Á fundum hafði einkum verið fjallað um réttarstöðu og at-
vinnuskilyrði kvenna, tryggingamál, skattamál, jafnréttismál al-
mennt og fleira er snerti stöðu kvenna réttarfarslega og félags-
lega. Félagið var í nánu sambandi við Kvenréttindafélag íslands
og Samband austfirskra kvenna. Kvenréttindafélag Eskifjarðar
hafði einnig afskipti af sveitarfélagsmálum þegar til umfjöllunar
voru málefni kvenna og barna. Loks má nefna að í þessari
skýrslu kemur fram að félagskonurnar ellefu, giftar konur og
mæður, höfðu skrifað upp allan saumaskap sinn árið 1951 og
með því viljað sýna verðmæti vinnu sinnar. Alls voru saumuð
458 stykki, þar af 296 á börn en 27 börn voru á framfæri þessara
kvenna.18 Sigrún Sigurðardóttir segir að Anna hafi staðið fyrir
þessu, enda var henni rnjög í mun að sýna að „konur legðu frarn
mikið verðmæti í þjóðarbúið sem hvergi væri reiknað með".
Árið 1957 fluttust Anna og Skúli með börn sín til Reykjavík-
ur og hvarf þá allt líf úr Kvenréttindafélagi Eskifjarðar. Sigrún
Sigurðardóttir segir:
Þá kom í ljós að lífskraftur félagsins hafði komið frá Önnu - sá kraftur
sem einkenndi störf hennar fyrr og síðar, áræði, atorka og þrautseigja
sem gerðu henni oft kleift að sigrast á hindrunum skilningsleysis og
tómlætis sem flestir aðrir hefðu gefist upp fyrir.19
Að eiga sér sögu
Anna hreifst af málflutningi Melkorku, sem fyrr segir, og raunar
kveikti ritið svo rækilega í henni að hún settist sjálf niður með
penna og blað og hóf að skrifa greinar um konur og kvenréttindi.
Greinar hennar birtust m.a. í Melkorku, 19. júní, Þjóóviljanum
og Húsfreyjunni. En hvernig hafði hún tíma til alls þessa, hús-
móðir með þrjú börn? Eins og konur hafa gert um aldir nýtti
Anna hverja stund sem gafst til að sinna hugðarefnum sínum:
Hún greip hverja stund á veturna - á sumrin var gestagangur - frá skyld-
unum, raunverulegum og ímynduðum, eins og hún segir, til þess að
18 Kvennasögusafn íslands. AS 115, Kvenréttindafélag Eskifjarðar 5 ára, bls. 3.
19 Sigrún Sigurðardóttir: Anna Sigurðardóttir, bls. 37.
88