Ritmennt - 01.01.1997, Page 94

Ritmennt - 01.01.1997, Page 94
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR RITMENNT var tekin saman skýrsla yfir starfsemi þess og þar kennir margra grasa. Á fundum hafði einkum verið fjallað um réttarstöðu og at- vinnuskilyrði kvenna, tryggingamál, skattamál, jafnréttismál al- mennt og fleira er snerti stöðu kvenna réttarfarslega og félags- lega. Félagið var í nánu sambandi við Kvenréttindafélag íslands og Samband austfirskra kvenna. Kvenréttindafélag Eskifjarðar hafði einnig afskipti af sveitarfélagsmálum þegar til umfjöllunar voru málefni kvenna og barna. Loks má nefna að í þessari skýrslu kemur fram að félagskonurnar ellefu, giftar konur og mæður, höfðu skrifað upp allan saumaskap sinn árið 1951 og með því viljað sýna verðmæti vinnu sinnar. Alls voru saumuð 458 stykki, þar af 296 á börn en 27 börn voru á framfæri þessara kvenna.18 Sigrún Sigurðardóttir segir að Anna hafi staðið fyrir þessu, enda var henni rnjög í mun að sýna að „konur legðu frarn mikið verðmæti í þjóðarbúið sem hvergi væri reiknað með". Árið 1957 fluttust Anna og Skúli með börn sín til Reykjavík- ur og hvarf þá allt líf úr Kvenréttindafélagi Eskifjarðar. Sigrún Sigurðardóttir segir: Þá kom í ljós að lífskraftur félagsins hafði komið frá Önnu - sá kraftur sem einkenndi störf hennar fyrr og síðar, áræði, atorka og þrautseigja sem gerðu henni oft kleift að sigrast á hindrunum skilningsleysis og tómlætis sem flestir aðrir hefðu gefist upp fyrir.19 Að eiga sér sögu Anna hreifst af málflutningi Melkorku, sem fyrr segir, og raunar kveikti ritið svo rækilega í henni að hún settist sjálf niður með penna og blað og hóf að skrifa greinar um konur og kvenréttindi. Greinar hennar birtust m.a. í Melkorku, 19. júní, Þjóóviljanum og Húsfreyjunni. En hvernig hafði hún tíma til alls þessa, hús- móðir með þrjú börn? Eins og konur hafa gert um aldir nýtti Anna hverja stund sem gafst til að sinna hugðarefnum sínum: Hún greip hverja stund á veturna - á sumrin var gestagangur - frá skyld- unum, raunverulegum og ímynduðum, eins og hún segir, til þess að 18 Kvennasögusafn íslands. AS 115, Kvenréttindafélag Eskifjarðar 5 ára, bls. 3. 19 Sigrún Sigurðardóttir: Anna Sigurðardóttir, bls. 37. 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.