Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 16
ÖGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
1) ... at der af Islands fordebogskasse udbetales en Sum af 1200 Rbd.,
uden at denne erstattes ved Repartition paa Indvaanerne paa Island, til
Indkjöb for Islands Stiftsbibliothek af afdöde Biskop Steingrim Johnsens
efterladte Bog- og Manuskriptsamling [... að gjalda skuli úr jarðabókar-
sjóði 1200 ríkisdali, án niðurjöfnunar á landsbúa, til að kaupa handa
stiftisbókasafni íslands bóka- og handritasafn það, er Steingrímur sál.
Johnsen, biskup, hefur látið eftir sig ...]
2) at der ligeledes af bemeldte Kasse uden at erstattes ved Repartit-
ion paa Indvaanerne udbetales en Sum af indtil 300 Rbd. til den fornöd-
ne Udvidelse og Indretning af Stiftsbibliothelcet til Opbevaring af den
indlcjöbte Samling [að einnig slculi greiða úr nefndum sjóði, án niður-
jöfnunar á íbúana, allt að 300 ríkisdölum til nauðsynlegrar stækkunar
og útbúnaðar á stiftisbókhlöðunni fyrir hið keypta safn ...j1
Er stofndagur handritasafnsins miðaður við þennan konungs-
úrskurð og talinn 5. júní 1846.
Jón Jacobson landsbólcavörður kemst þannig að orði um þessi
kaup í minningarriti sínu um starfsemi Landsbóleasafns fyrstu
hundrað árin:
Hér var þá lagður grundvöllurinn að handritalegum sagnafróðleik
bókasafnsins með hinum merku ættartöluritum Steingríms biskups og
öðrum merkum handritum, sá grundvöllur, sem upp af hefur vaxið hið
tiltölulega stóra og merkilega handritasafn Landsbókasafnsins, því
stærra og merldlegra, þegar tekið er tillit til þess, hve sviðið landið var
áður orðið að þessum gróðri eftir alla leit Árna Magnússonar og annarra
safnara og allan handritamoksturinn til útlanda.2
Þess er að geta að áður en kom til stofnunar þessa handrita-
safns, eða eiginlega handrita- og skjalasafns, sem hluta af Lands-
bókasafni hafði einu sinni áður komið fram tillaga um að koma
á fót slíltu safni hérlendis. Árið 1813 reifaði Finnur Magnússon
fornfræðingur og síðar prófessor í Kaupmannahöfn þá hugmynd
í bréfi til yfirvalda, undir heitinu „Udkast til et Forslag. I angaa-
ende, Oprettelse af et Lands-Archiv for Island for at redde denne
af Litteraturen særdeles fortiende 0es endnu der tiloversblevne
Oldsager, lærde haandskrevne Værker og adsplittede Archivers
Levninger fra fuldlcommen Undergang eller Afhændelse til
1 Danski textinn er úr Lovsamling for Island, 13. bindi, bls. 464-65, en þýðing-
in, sem hér er höfð innan hornklofa, er eftir Jón Jacobson í riti hans, Lands-
bókasafn íslands 1818-1918, bls. 58.
2 Jón Jacobson. Landsbókasafn íslands 1818-1918, bls. 59.
12