Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 34
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
bækur og Reykjavíkurbréf kvenna, sem sumt tengist atvinnu-
átaki stúdenta. Er sú skráning tölvuvædd í anda nútíma starfs-
hátta. Þá hefur fengist styrkur til að ganga frá handritum og bréf-
um Halldórs Laxness. Er von til þess að allar þessar skrár verði
síðar til í einhvers konar útgáfum, það er í prentuðu eða tölvu-
tæku formi.
Eins og gefur að skilja hefur rnargt verið gefið út eða nýtt á
einhvern hátt til útgáfu af því efni sem varðveitt er í handrita-
deild, bæði af einstaklingum og bókaforlögum eða annars konar
útgefendum, svo sem Sögufélaginu, Rímnafélaginu og Árna-
stofnun nú á síðustu árum. Landsbókasafn hefur þó aldrei sjálft
staðið fyrir handritaútgáfum, þótt starfsfólk deildarinnar hafi
meðal annarra lagt þar hönd að verki, fyrr en nú að út hefur
komið ljósprentun Passíusálmanna, eins og áður er frá greint hér
fyrir framan.
Enn má minna á að starfsfólk handritadeildar hefur birt fjöl-
margar greinar um fræðileg efni, eklci síst í tengslum við störf
sín í deildinni. Er þær meðal annars að finna í ársriti safnsins,
sem út hefur komið frá árinu 1944.
Loks er þess að geta að á þessu ári er hafinn undirbúningur
Landsbókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar hér á landi að
því að koma fornu efni á stafrænt form til birtingar á Alnetinu.
Er þar meðal annars um að ræða handrit að Islendingasögum.
Hefur Andrew W. Mellon sjóðurinn í Bandaríkjunum orðið við
umsókn safnsins um milcinn styrk til þessa verlcefnis gegn mót-
framlagi íslensku ríkisstjórnarinnar og einkafyrirtækja sem og
Rannsóknarráðs Islands. Hefur telcist samvinna við Fiske safnið
í Cornell háskóla um þetta mál.
Húsnæði og deildarskipan
Handritasafninu var í upphafi komið fyrir í húsakynnum Lands-
bókasafns á Dómkirkjuloftinu, fylgdi því síðan yfir í Alþingis-
húsið árið 1881 og loks í Safnahúsið við Hverfisgötu síðla árs
1908, en þar var aðallestrarsalurinn formlega opnaður í lok
marsmánaðar 1909. Var safninu valinn varðveislustaður í norð-
austurgeymslu á þriðju hæð. Á síðari heimsstyrjaldarárunum
voru handritin vistuð að Flúðum í Hrunamannahreppi í Árnes-
30