Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 140
SIGURÐSSON
RITMENNT
og ég mundi finna hann eftir messu. Svo í messulokin kom hann
til oklcar, við stóðum við loftsdyrnar öðrumegin. Hann heilsaði
upp á olckur svo hægur og glaður eins og altaf, og þótti gaman að
hitta okkur, hann vildi endilega útvega okkur kaffi og fór með
okkur inn til Boga og lét okkur alla fá kaffi og kökur og sat hjá
olckur og spjallaði við olckur svo ljúfur og góðmannlegur eins og
var sérkenni hans. Svo fór hann út, því það átti að verða safnað-
arfundur í lcirkjunni eftir messu, og hann varð að vera þar við, og
bað mig svo að koma þangað og kveðja sig þegar ég færi.
Ég fór svo út í kirkju, bændurnir sátu þar allir, hann í innsta
bekknum. Okkur óraði ekki fyrir því þá, að 17 dögum seinna
yrði líkami hans dáinn, borinn út úr lcirkjunni og lagður niður í
garðinn. Ég spurði hvort hann vildi tala dálítið við mig úti í
kirkjudyrunum og gengum við svo þangað. Ég spurði hann hvort
hann gæti hjálpað mér um fyrir bílferðinni, og gaf hann mér tíu
krónur. Svo þakkaði ég honum fyrir glaður og kvaddi hann og
bað að heilsa heim. Hann rétti vingjarnlegu höndina sína, sem ég
aldrei gleymi og sagði: „Vertu nú sæll Dóri minn."
Við kvöddumst í lcirkjudyrunum. Og ég sá hann aldrei framar.
Finnst þér þetta elclci vera fallegt, mamma? Ég hefi svo fjarslca-
lega oft hugsað um þetta síðan.
Elsku mamma mín! Þú mátt nú til að skrifa mér það allra
fyrsta, því ég hef ekki frétt nolckurn slcapaðan hlut af yklcur í
hálfan þriðja mánuð, og veit ekki einu sinni hvort þið eruð lif-
andi eða elcki. Og þú verður að segja mér allar helztu fréttir, af
smáu og stóru sem við ber heima, hvernig heyskapurinn og
heimturnar gangi, hvernig tíóin sé, og hvernig þú hafir komist út
af því öllu með bús-áhyggjurnar og hvernig ylckur líði og hvern-
ig Laxi hafi það. - Þú þarft náttúrlega eklci að skrifa eins langt og
ég, sem er altaf síslcrifandi allan guðs langan daginn og get skrif-
að veröldina á enda og dreymir svo um skriftir á nóttunni. Bara
að segja mér það mesta og skrifa eins og þú mátt vera að. Og,
góða, sendu mér eitthvað af peningum það allra fyrsta svo ég geti
staðið í slcilum við Scheuermann og lceypt mér frakka, - ef þú
hefur noklcur ráð með það.
Þú veizt að ég hef allan hug á að hjálpa mér sjálfur, og ég legg
töluvert á mig við skriftir mínar, og vona að það verði mér og
ylckur til liðs, þegar það er fullgert.