Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 78
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
RITMENNT
meira mannfalli án þess að hrun samfélags-
hátta hafi fylgt í kjölfarið.55
Fáar íslenskar samtímaheimildir eru til
um Svarta dauða en þær helstu hafa verið
nýttar við gerð Nýja annáls og Gottskálks-
annáls. Nýi annáll er sennilega að stofni til
skýrsla frá miðri 15. öld sem hefur verið sett
saman af Birni Þorleifssyni hirðstjóra eða
ættmönnum hans. Höfundur hefur haft að-
gang að miklu skjalasafni varðandi Skál-
holt, ýmis önnur kirkjuleg gögn og líklega
reisubók Björns Einarssonar. í annálnum
kemur fram að líklega hefur verið til skrá
yfir látna í Kirkjubæ og er þetta vísbending
um að hugsanlega hafi slíkar skrár verið
víða hér á landi. Ógerlegt er að segja um
hvað hafi staðið í hinni upprunalegu gerð
Nýja annáls og hverju hafi verið bætt við
síðar. Líklegt má þó telja að þegar það hand-
rit sem nú er til af Nýja annál var gert á síð-
ari hluta 16. aldar hafi einhverju efni verið
bætt við að undirlagi eiganda þess, Þórðar
Guðmundssonar lögmanns. Frásagnir ann-
arra annála um pláguna eru fáskrúðugar og
bæta litlu við það sem ráða má af fornbréf-
um og Nýja annál.
í annálagreinunum tólf sem séra Jón Ara-
son í Vatnsfirði hafði skrifað í handritið AM
702 4to og í afskrift séra Sigurðar Jónssonar
af Vatnsfjarðarannál elsta frá 1655, Lbs 157
4to, koma fram upplýsingar sem fræðimenn
hafa talið að væru frá ókunnri samtíma-
heimild. Þetta byggist m.a. á því aö talið var
öruggt að hvorki Jreir né aðrir annálahöf-
undar hefðu þekkt Nýja annál. Vitað er að
Nýi annáll var í Skálholti um 1650 og þar
var hann ásamt öðrum annálum skrifaður
upp af Jóni Erlendssyni í Villingaholti og bú-
inn til sérstakur annáll, eða annála sam-
steypa, sem Árni Magnússon lcallaði Ann-
ála harmoníu. Sýnt hefur verið fram á að
þær upplýsingar, sem leoma fram í áður-
nefndum heimildum, eiga ættir að rekja til
Nýja annáls eða einhvers lconar afskriftar af
honum. Líklegast er þó að þær séu úr Ann-
ála harmoníu Jóns Erlendssonar en hún hef-
ur verið gerð eftir að Jón Arason gerði frum-
drög að annál sínum Vatnsfjarðarannál
elsta, Lbs 347 4to. Það skýrir mismuninn á
handritunum Lbs 347 4to og Lbs 157 4to.
Annála harmonía Jóns Erlendssonar sem
Árni Magnússon reif í tætlur árið 1725,
vegna þess hvað honum fannst margar vill-
ur í henni, er okkur glötuð sem og afskriftir
_af henni. Það er hins vegar mjög líklegt að
hún sé týndi hlekkurinn á milli Nýja annáls
og annálagreinanna tólf. Heimildagildi ann-
álagreinanna og afskriftar séra Sigurðar
varðandi Svarta dauða eru einskis verðar og
til þess eins að valda ruglingi.
Heimildaskrá
A. Óprentadar heimildir
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn:
Lbs 157 4to
Lbs 347 4to
/I. Prentaðar heimildir
Annálar 1400-1800. 1. b., 3. b. (Nýi annáll, Skarðsár-
annáll og Vatnsfjarðarannáll elsti). Hannes Þor-
steinsson gaf út og ritaði formála. Rv. 1922-38.
Áini Magnússons levned og skrifter, udgivet af
Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. II.
Kbh. 1930.
55 Jón Ólafur ísberg: Sóttir og samfélag, bls. 201.
74