Ritmennt - 01.01.1997, Page 78

Ritmennt - 01.01.1997, Page 78
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG RITMENNT meira mannfalli án þess að hrun samfélags- hátta hafi fylgt í kjölfarið.55 Fáar íslenskar samtímaheimildir eru til um Svarta dauða en þær helstu hafa verið nýttar við gerð Nýja annáls og Gottskálks- annáls. Nýi annáll er sennilega að stofni til skýrsla frá miðri 15. öld sem hefur verið sett saman af Birni Þorleifssyni hirðstjóra eða ættmönnum hans. Höfundur hefur haft að- gang að miklu skjalasafni varðandi Skál- holt, ýmis önnur kirkjuleg gögn og líklega reisubók Björns Einarssonar. í annálnum kemur fram að líklega hefur verið til skrá yfir látna í Kirkjubæ og er þetta vísbending um að hugsanlega hafi slíkar skrár verið víða hér á landi. Ógerlegt er að segja um hvað hafi staðið í hinni upprunalegu gerð Nýja annáls og hverju hafi verið bætt við síðar. Líklegt má þó telja að þegar það hand- rit sem nú er til af Nýja annál var gert á síð- ari hluta 16. aldar hafi einhverju efni verið bætt við að undirlagi eiganda þess, Þórðar Guðmundssonar lögmanns. Frásagnir ann- arra annála um pláguna eru fáskrúðugar og bæta litlu við það sem ráða má af fornbréf- um og Nýja annál. í annálagreinunum tólf sem séra Jón Ara- son í Vatnsfirði hafði skrifað í handritið AM 702 4to og í afskrift séra Sigurðar Jónssonar af Vatnsfjarðarannál elsta frá 1655, Lbs 157 4to, koma fram upplýsingar sem fræðimenn hafa talið að væru frá ókunnri samtíma- heimild. Þetta byggist m.a. á því aö talið var öruggt að hvorki Jreir né aðrir annálahöf- undar hefðu þekkt Nýja annál. Vitað er að Nýi annáll var í Skálholti um 1650 og þar var hann ásamt öðrum annálum skrifaður upp af Jóni Erlendssyni í Villingaholti og bú- inn til sérstakur annáll, eða annála sam- steypa, sem Árni Magnússon lcallaði Ann- ála harmoníu. Sýnt hefur verið fram á að þær upplýsingar, sem leoma fram í áður- nefndum heimildum, eiga ættir að rekja til Nýja annáls eða einhvers lconar afskriftar af honum. Líklegast er þó að þær séu úr Ann- ála harmoníu Jóns Erlendssonar en hún hef- ur verið gerð eftir að Jón Arason gerði frum- drög að annál sínum Vatnsfjarðarannál elsta, Lbs 347 4to. Það skýrir mismuninn á handritunum Lbs 347 4to og Lbs 157 4to. Annála harmonía Jóns Erlendssonar sem Árni Magnússon reif í tætlur árið 1725, vegna þess hvað honum fannst margar vill- ur í henni, er okkur glötuð sem og afskriftir _af henni. Það er hins vegar mjög líklegt að hún sé týndi hlekkurinn á milli Nýja annáls og annálagreinanna tólf. Heimildagildi ann- álagreinanna og afskriftar séra Sigurðar varðandi Svarta dauða eru einskis verðar og til þess eins að valda ruglingi. Heimildaskrá A. Óprentadar heimildir Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn: Lbs 157 4to Lbs 347 4to /I. Prentaðar heimildir Annálar 1400-1800. 1. b., 3. b. (Nýi annáll, Skarðsár- annáll og Vatnsfjarðarannáll elsti). Hannes Þor- steinsson gaf út og ritaði formála. Rv. 1922-38. Áini Magnússons levned og skrifter, udgivet af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. II. Kbh. 1930. 55 Jón Ólafur ísberg: Sóttir og samfélag, bls. 201. 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.