Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 23
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS 150 ÁRA
inum séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði og hefur að geyma
kveðskap, víða með nótum, eftir séra Olaf Jónsson á Söndum í
Dýrafirði.
Handntaarfleifð síðari tíma
Fjöldi pappírshandrita jókst eftir því sem nær dró nútímanum og
margfaldaðist á 18. og enn frekar á 19. öld. Er í liandritadeild að
finna langmest af rituðum arfi þessara alda, eins og komið hefur
fram hér á undan, þegar undan eru skilin embættisskjöl. Bæði
var að bréfsefni varð sífellt ódýrara og auðfengnara og mjög fátt
var prentað af veraldlegu bókmennta- og sagnaefni eða enn öðru
efni, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli, svo að mikil
þörf var fyrir hvers lconar uppskriftir. Auk eldra efnis bættust
enn við handrit fjölmargra skálda eða rithöfunda og alls konar
fræðimanna, þjóðsögur og sagnir, sem og enn önnur einkagögn
fóllcs af öllum stéttum, svo sem ræðusöfn presta, æviminningar
og ættartölur, dagbælcur, sendibréf og gjörðabækur félaga eða
samtaka, sem verið var að koma á fót, einkum á síðari hluta
þessa tímahils, að ónefndum nótnahandritum tónskálda, allt frá
brautryðjandanum Sveinbirni Sveinbjörnssyni til annarra af
yngri kynslóðinni.
Árið 1902 eignaðist Landsbókasafn handrit Flateyjar fram-
farastiftunar, að meginstofni rit og uppslcriftir Gísla Konráðsson-
ar fræðimanns. Á hann reyndar stærstan hlut einstakra manna í
handritadeild. Næstur Gísla kemur Sighvatur Grímsson Borg-
firðingur er sá um útgáfu á sjálfsævisögu hans. Þar er þannig lýst
þránni „til fróðleiks og skrifta":
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Síða úr kvæðabók séra Ólafs
Jónssonar á Söndum í Dýra-
firði í uppskrift séra Hjalta
Þorsteinssonar í Vatnsfirði frá
1693. (ÍB 70 4to)
Gísli fýstist mjög að læra að skrifa; bjó hann sér til blek úr steinkol-
um, sem hann neri í vatni á tindisk og hafði í fjárhúsum, er hann skyldi
vinsa garðló og bera moð; kom svo, að Gísli nam að lesa skrift og pára
noklcuð, en mjög hélt móðir hans þeim [það er Gísla og bróður hans] til
tóvinnu, og vann Gísli hana jafnan nauðugur. En af því móður hans
þótti mjög gaman að sögum og rímum, þá freistaði Gísli að útvega þær
og frelsaði sig með því við tóvinnuna, þótt hann væri raddstirður.
Stafagjörð sína lagaði Gísli eftir ýmsu, er hann sá og í náði. Allóskipu-
legt var pár hans í fyrstu, og miklu rneiri var námfýsn hans og iðni við
það en næmi.8
8 Gísli Konráðsson. Æfisaga, bls. 27-28.
19