Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 74
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
RITMENNT
hinn fyrra hlutinn, og er á þann máta materian
klofinn i sundr. Ratio est: Sitt stod i hvörium
annal, enn compilator gaf sier eigi stunder til ad
hyggia ad hvad saman heyrdi qvod ad materiam.
Og er þetta eigi opus viri accurati.
Ekki tekur betra við eftir 1300 en þá
„continuerast sömu vitia compilatoris" og
ritarinn hefur víða „rangt skrifad upp ur
þeim gömlu Exemplaribus, og þat stundum
svo rangt, ad þat varierar sensum. Nockur
nomina propria eru hier og aflagislega rangt
skrifud."40 Eftir 1394, þ.e. þegar Flateyjar-
annál þrýtur, var Annála harmonían afskrift
af Nýja annál til enda með lítilsháttar frá-
vikum að sögn Árna.41
Nú var því haldið fram að þær upplýsing-
ar sem koma fram í annálagreinunum séu
ættaðar frá Nýja annál annaðhvort beint eða
sem líklegra er frá afskrift. Þá kemur varla
annað til greina en Annála harmonía Jóns
Erlendssonar í Villingaholti eða hugsanlega
áðurnefndar afskriftir. Eins og áður hefur
komið fram leiddi sú vissa Hannesar Þor-
steinssonar og Jóns Helgasonar að hvorki
Jón Arason né aðrir annálahöfundar hefðu
þekkt Nýja annál til þess að talið hefur ver-
ið að séra Jón hafi haft undir höndum heim-
ild frá því um 1400. Telja má fullvíst að svo
hafi ekki verið jafnvel þótt annálagreinarn-
ar séu eklci í öllu samhljóða Nýja annál. Frá-
vikin frá Nýja annál henda á millilið og þá
er Harmonía séra Jóns Erlendssonar líklcg-
ust. Hér eru birtar fjórar af annálagreinun-
um tólf, þ.e. þær sem fjalla um Svarta
dauða.42
1402. Þennann vetur var Vijgfus ffarsson hird-
stiöre af Jslande. Vrdu menn vijda bráddauder.
Var sien cometa i nordre. Mikil sött vmm pll
lönd, hafde hun þá geingid vm sudurlpndinn,
vmm Danmork Svijaryke og Noreg, gieclc þá
plágann sem mest nordur i landit med ákafligu
mannfalle.
1403. Kom herra Vilchin vt og Vijgfus Jfarsson,
med samre magt eda meire. Vrdu marger firer-
burder og stördraumar. Kom j Hualfiörd Einar
Heriölffsson, var á þui skipe sött mikel, slö þeg-
ar söttinne á landzfolked, med mannfalle. And-
(adist) S. Ole Svarthöfdason og vij sveinar hanz j
Botnsdal, þegar hann reid frá skipcnu.
1404. Mannfall vm allt Jsland. And(adist) S.
Hauskulldur Jonsson hann var rádzmadur j
Skálhollte. And(adist) S. Þordur og S. Steinmöd-
ur, og S. Halldör, þeir riedu Hölabisltupzdæme,
og allt lærdra manna, nema vij prestar og iij
diáknar, er hier med Bröder ad Þingeyrum.
1405. Mannfall hid sama vard vm allt land. lifdu
prestar vj j Hölabiskupsdæme, enn eige aller 1 j
Skalh(ollts) B(isl<ups)dæme. Vetur so gödur, ad
vijda geingu naut siálfala vte. Tok af sött alla ept-
er páska.
Jón Helgason hefur rannsakað annála-
greinarnar nánar og borið þær saman við
aðrar heimildir.43 Hann bendir réttilega á
hvernig ártölin grautast til í annálagreinun-
um og sum atriði séu ekki í röklegu sam-
hengi. Samkvæmt annálagreinunum gengur
plágan norðan lands árið 1402 en hún kem-
ur ekki til landsins fyrr en árið eftir. Jón
Helgason telur að hún hafi átt að fylgja
þeirri grein, þ.e. árinu 1403, en bendir á að
skv. heitbréfinu frá Grenjaðarstöðum (í.f.
III, bls. 680) þá hafi plágan verið komin
norður í land á jólum 1402. Tímasetningin
40 Gustav Storm, Islandske annalei indtil 1578, bls.
lxii.
41 Sama rit, bls. lxiii-lxiv.
42 Tekið eftir Jóni Helgasyni: Tólf annálagreinar frá
myrkum árum, bls. 405-407.
43 Jón Helgason: Tólf annálagreinar frá myrlrum
árum, bls. 399—418, einkum bls. 404-409.
70