Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 118
t’ORSTEINN ÞORSTEINSSON
RITMENNT
um rétti má kalla Morris upphafsmann markvísrar hönnunar í
bókagerð og skal hér reynt að endursegja kenningar hans. Eftir-
farandi atriði eru honum einkum hugleikin: gerð letursins, orða-
og línubil í lesmáli, niðurskipan efnis á síðu og sjónræn eining
opnunnar.
Hugmyndum Morrisar um letur hafa verið gerð nolckur skil
hér að ofan. Stafirnir eiga að vera tiltölulega jafnir að gildleika,
forðast á þann mikla mun grannra og breiðra drátta sem ein-
kennir nýantíkvu svonefnda sem langalgengust var á 19. öld.
Leturflöturinn á að vera dökkur og áferð hans sem jöfnust.
Ekki á að gleióletra orð til auðkenningar einsog altíða var á þess-
um tíma. Orðabil skal vera jafnt eftir föngum og ekki meira en
þarf til að aðgreina orð; annars hríslast hvítar ár og lækir niður
síðuna og spilla heildarsvip hennar. Línubil á einnig að vera í
lágmarki.
Staða leturflatar á síðu skiptir meginmáli. Opnan er sú eining
bókar sem blasir við olclcur þegar við opnum hana. Það er því
rangt sem algengast var um þessar mundir að setja leturflötinn
því sem næst á miðja síðu. Þá er því lílcast sem lesmálið sé að
renna niður af síðunni eða út til hliðanna. Innri spássían á að
vera minnst, efri spássía nokkru stærri, ytri spássía enn stærri og
neðri spássía stærst. Og hlutföllin í Kelmscott-bókunum eru
yfirleitt þau að innri spássíurnar mynda einingu, eru saman-
lagðar noklcurnveginn jafn breiðar og ytri spássía, og neðri
spássía um helmingi breiðari en sú efri. Þetta eru enda þau hlut-
föll sem hinir fyrstu prentarar höfðu í heiðri og góðir skrifarar á
undan þeim.
Skraut er ekki nauðsynlegt í bók. Morris leggur á það ríka
áherslu að skrautlaus bók geti verið fögur ef bygging hennar er
góð. En ef slcraut er notað er meginatriði að það falli vel að texta
og mynd og að ,litur' síðunnar sé jafn.
Að lokum á bókin svo eftir föngum að vera gerð úr góðum,
handunnum efnum.
Þessi byggingarlist er mjög greinileg í þeim Kelmscott-bókum
sem geymdar eru í Þjóðarbókhlöðu. (Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn á fimm bækur frá Kelmscott, í tólf hindum
alls. Tvær þeirra gaf Morris sjálfur og áritaði en hinar eru úr safni
Benedikts S. Þórarinssonar.) Það sem einkennir þær þó rnjög - og
meira en ætla mætti af ,kenningunum' - er skrautið: forstafir,
112