Ritmennt - 01.01.1997, Page 152

Ritmennt - 01.01.1997, Page 152
SHARP RITMENNT SHARP Society for the History of Authorship, Reading and Publishing Þótt bóksaga sé gömul fræðigrein sem á sér djúpar rætur er elcki laust við að greinin hafi á síðustu árum og áratugum gengið í gegnum slíkar breytingar að líkja má við byltingu. Þegar litið er til baka má um 1960 greina tvennt sem haft hefur afgerandi áhrif á framþróunina: Annars vegar bólc Febvres og Martins, L’appari- tion du livre, 1958, sem út kom í enskri þýðingu fyrst 18 árum síðar undir nafninu The coming of the book, 1976, og hins vegar bólc MacLuhans, The Gutenberg galaxy, 1964. í báðum þessum bókum nálguðust höfundarnir bóksöguna með allt öðrum hætti en fyrr hafði verið gert. I L’apparition du livre beindu höfund- arnir sjónum sínum að þeim bókum sem hlutu útbreiðslu og voru lesnar, og MacLuhan setti prentuðu bólcina í nýtt samhengi við aðra fjölmiðla. Þetta var hvort tveggja gagnstætt því sem hefðbundið var þegar bóksögumenn fjölluðu mest og ýtarlegast um stórverkin dýru og fágætu, eða þegar bóksagan var næsta einangrað fyrirbæri, óháð og óbundin öðrum fjölmiðlum. Verk Febvres og Martins og MacLuhans hafa haft áhrif á fjölda fræði- manna. Einn þeirra er Darnton sem í The business of enlighten- ment, 1979, fylgir frönsku alfræðibókinni á seinni hluta 18. aldar frá ritun, gegnum prentsmiðjuna, um hendur sölumanna alla leið til lesenda. Annar er Eisenstein sem vekur athygli á því í The printing press as an agent of change, 1979, hve mikil áhrif- in urðu á samfélagið þegar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvanir breiddust út um heiminn með prentuðum bókum. Til þess að skapa sameiginlegan vettvang og tengja saman alla þá sem áhuga höfðu á hinni nýju bóksögu eða einstökum þáttum hennar var The Society for the History of Authorship, Reading and Publishing (SHARP) stofnað 1991. Markmiði sínu hyggst félagið ná m.a. með útgáfu fréttabréfs og árlegum ráðstefnum. Fréttabréfið SHARP-News hóf göngu sína 1992 og kemur út 3-4 sinnum á ári. Þar eru kynntar nýjar bækur á sviði bóksögu, greint frá ráðstefnum og fyrirlestrum, lýst nýjum námskeiðum og námsbrautum í bóksögu á háskólastigi o.fl. Árlega er gefin út skrá um félagsmenn með póstfangi og áhugasviði viðkomandi 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.