Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 12
niöurlæging sem gerði konur svona reiðar. í dag eru það hinsvegar karlmennimir sem verða fyrir þessari niðurlægingu frá konum og mér finnst ekki ólíklegt að það líði ekki á löngu þar til þeir þyrja að svara til þaka, að þeir móti hreyfingu með það markmið að þrjóta konur niður. Og þeim gæti tekist það, því valdið er enn í þeirra höndum. Of mikil reiði Það er svo erfitt að vera alltaf reiður að berj- ast. Það er ekki hægt að taka öllu svona al- varlega, það verður að vera svolítið gaman líka. Ég hef upplifað þá tíma þegar við fórum í buxur og bommsur og neituöum að brosa. Við gengum jafnvel svo langt að leita kyn- ferðissambanda hver hjá annarri þó flestar okkar hafi leitað aftur til karlmanna. Ég hef séð stefnumar koma og fara og aftur byrja konur að setja á sig varalit og verða kvenleg- ar á nýjan leik, eins og við erum í raun og ég hugsa sem svo: nú jæja, við vorum hvort sem er alltof bókstaflegar T reiði okkar. Bar- áttan átti kannski allan tímann að vera um að setja karlmenn í pils en ekki okkur í bux- ur. Sú staðreynd að það var háð hörð bar- átta til þess að fá að ganga í buxum sýnir að við bárum alltof mikla virðingu fyrir karl- mönnum, við vildum það sem þeir höfðu en ekki fá að vera það sem við vorum, með sæmd og heiðri. Eg er enn dauöhrædd við aö segja upphátt: konur eru svona og karlar hinseg- in, því ég var svo tamin af femínistum aö tala aldrei um muninn, hann væri ekki til staðar. Eðlismunur kynjanna Það er hinsveg- ar nokkuð nýtt I feminismanum að viðurkenna muninn sem er á kynjunum. Ég er enn dauð- hrædd við að segja upphátt: konur eru svona og karlar hinsegin, því ég var svo tamin af feministum að tala aldrei um muninn, hann væri ekki til staðar. Jafn- vel þó við gætum augljóslega séð að stúlk- ur höguðu sér öðruvísi en drengir, mátti aldrei orða það öðruvtsi en að það væri allt uppeldinu að kenna. Við áttum að gefa dætrum okkar byssur, en svo urðu þær óvin- sælar. Við áttum að gefa sonum okkar af- þurrkunarkústa, en ég gaf aldrei mínum kústa, enda var rykið aldrei þurrkað af. En þeir komust þó á leggfullfærir um að sjá um sig sjálfir, þeir gátu eldaö og þvegið. En sumir karlmenn eru svo heppnir að finna konu sem gerir þetta allt fyrir þá möglunar- laust og auðvitað mótmæla þeir því ekki, ekki frekar en kona sem finnur karlmann sem gerir allt fyrir hana. Málið er að börn læra það sem fyrir þeim er haft og það er mjög auðvelt að eyðileggja góðan efnivið. Ég trúi því að eðli kynjanna sé óllkt. En það voru tímar sem ég mátti bara alls ekki segja það. Það var þegar við hugsuðum sem svo: karl- menn mála sig ekki í framan svo hví skyldum við gera það, þeir reyna ekki að gera sig fal- lega svo hví skyldum við? En í dag reyna karl- menn að líta vel út — um leið og konur hættu því, byrjuðu þeir. Þeireru svo miklu siðfágaðri í dag en þegar ég var ung. Heimilið orrustuvöllur Fólk áttar sig ekki á því hvað margt hefur breyst. Flestir sjá fyrir sér himinhátt fjall sem á eftir að klífa en ég segi að við erum komn- ar upp 2/3 fjallsins. Þannig að takmarkið sem við áttum okkur fyrir 20 árum ætti ekki að vera það sama og í dag. Þriðjungurinn sem eftir er, er að karlmenn átti sig á því að þeir eru feður og þá mun þjóðfélagið þreyt- ast í miklu mannlegra og vænna samfélag, fyrir alla meðlimi þess. Ég held ég sé að reyna að segja: hættið að vera svona reiðar. Það gerir lífið svo leið- inlegt að vera alltaf að leita uppi óréttlæti, sem er ekki eins mikið og margir hverjir halda, auk þess sem það er rangt að vera reiður á sama hátt og við vorum fyrir 20 árum. Það er orðið erfitt fyrir ungar konur að vera í tilfinningalegu sambandi við karl- menn, þær eru svo hræddar um að það sé verið að kúga þær. Heimilið er orðið að orr- ustuvelli, þar sem barist er um hvað sé rétt eða rangt, hver sé ósanngjarn gagnvart hverjum og þær pakka niður og fara. Þær eru t eilífri vörn því þeim finnst þær verða fyr- ir árásum vegna kyns síns, þegar það er alls ekki málið, í flest öllum tilvikum. Þær eru einfaldlega hræddar viö að viðurkenna kyn sitt og eðli þess. Það er vegna þessa sem hjónabönd bresta. En það kemur að því að karlmenn átta sig á því að þeir eru feður og mér finnst það þegar hafa gerst. Á mínum yngri árum var það niðurlæging fyrir karl- manninn og skömm fyrir konuna, ef það sást til hans með börnin. Klofinn persónuleiki Ég er hætt að skrifa um jafnréttismál. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegast að spinna upp sögur og í dag á ég mér önnur áhyggjuefni. Það eru svo margir að skrifa um jafnréttismál í dag, ég þarf þess ekki lengur. Ég gerði það þegar enginn annar var að því en nú get ég skilið þennan málefnaflokk eft- ir til að sjá um sig sjálfan. Núna er ég að Þannig að takmarkið sen' við áttum okkur fyrir 20 árum ætti ekki að vera það sama og í dag. skrifa bók sem heitir Splitting og er um konu í losti. Hún stendur í erfiðum skilnaði svo persóna hennar klofnar. Hún heyrir raddir í höfðinu sem verða æ meiri og sterkari, svo hún hættir að vita hvar hún var kvöldinu áður, því ein persónan fór með hana út. Ég sjálf á mér svona raddir í höfðinu. Ég vakna á morgnana með allavega þrjár, ein þeirra reynir að koma mér á lappir en hinar vilja að ég sofi áfram. Sú skynsamasta vinnur venju- lega og ég fer að fataskápnum. Þar eru þrjár raddir að segja mérí hverju ég á að vera, ein þeirra vinnur því hinar gleymdu að fara með fötin í hreinsun. Ósjálfrátt gef ég þessum röddum nöfn og skrifa bók sem heitir Splitting. Venjulega skrifa ég þó ekki út frá mínum eigin reynsluheimi, en þó ég afneiti því geri ég það oft ómeðvitað. Það kemur stundum fyrir þegar ég lít í bók, sem ég hef skrifað fyrir mörgum árum, að ég hugsa: guð minn góður, var það þetta sem var að gerast? Og oft á tíðum var það svo. Fræga Fay Ég lít ekki á mig sem framakonu sem hefur haft áhrif á samtímann, þvert á móti. Ég var alin upp sem dæmigerð bresk lágstéttar- kona sem gerir sem henni er sagt. Ef ein- hver segir við mig: skilaðu þessu eða þessu fyrir næsta þriðjudag, þá hlýði ég því orða- laust. í heildina litið er ég laus við allan metnað annan en þann að borga skuldir mínar, hræðilega háar upphæðir. Á ein- hvern dularfullan hátt held ég áfram að skulda. Það skiptir ekki máli hversu mikið ég vinn mér inn, ég skulda alltaf hlutfalls- lega jafn mikið. ÞvT eldri sem ég verð, því betur kemst ég að því að ég verð bara að vinna og vinna meira. Ég sé enga möguleika á því að eyða ellidögunum einhvers staðar elegant, á sólríkri strönd. Ég held meira að segja að ég myndi ekki vilja það. Ég kann hvergi betur við mig en akkúrat hér f miðri, ömurlegri, regnsömu Lundúnarborg. Ég stefndi aldrei að því að verða fræg, frægöin kom sem afleiðing, ekki orsök. Hún hefur aldrei haft áhrif á mig, ekki svo ég viti allavega. Auðvitað er æðislegt að fá besta borðið á veitingahúsum en frægðin getur líka átt sér slæmar hliðar. Hún eyðileggur gjarnan sambönd mín við karlmenn. Þeirra eðli og náttúra er að vera meiri en konan, því miður. Á einhvern óskiljanlegan hátt vilja þeir alltaf skaffa betur, vera meiri en konan sem þeir eru giftir. Sorglegt, ekki satt? Kolfinna Baldvinsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.