Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 16
frmkvöðullinn KOSNINGARÉTTURINN 80 ÁRA EÐA HVAÐ? Islenskir.^k sams' jafnan kosningarétt EFTIR AUÐI STYRKÁRSDÓTTUR Kvenréttindafélag íslands hefur haldiö upp á 19. júní ár hvert síöan árið 1916, og önnur kvennasamtök hafa á síðari árum einnig gert sér og öörum dagamun. Tilefnið er einfalt: Þann dag áriö 1915 skrifuöu undir nýja stjórn- arskrá danski konungurinn og fulltrúi íslands. Þeirri stjórnarskrá fýlgdu ákvæði um kosninga- rétt kvenna til Alþingis. Frá og með þeim degi hafa íslenskar konur haft rétt til aö taka þátt í þingkosningum og velja landstjórnina. Fyrir þessum lögum höfðu fslenskar konur barist ötullega allt frá árinu 1894 þegar Hið ís- lenska kvenfélag gekkst fyrir undirskriftasöfn- un með áskorun til þingmanna um aö sam- þykkja frumvörp um réttindi kvenna. Mörg nöfn koma í hugann þegar þessara frumkvöðla er minnst. Aö öllum öðrum ólöstuðum ber fyrst að nefna Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem stofn- aöi heilt félag kringum baráttuna fyrir kosn- ingaréttinum, Kvenréttindafélag íslands. Bríet komst í kynni við slík félög þegar hún var á ferðalagi um Norðurlöndin sumarið 1904 og fór aö huga aö slíkri félagsstofnun hér þegar erlendar kvenréttindakonur, þ.á m. hin ske- legga Carrie Chapman Catt, lögðu að henni meö slíkt. Bríet kemst sennilega næst því aö geta kallast „cosmopolitan" íslenskra kven- réttindakvenna, kona sem fylgdist meö hrær- ingum erlendis og var í sambandi við helstu stjórnmála- og félagsmálakonur heims. Þá ber að nefna Þorbjörgu Sveinsdóttur og Ólafíu Jó- hannsdóttur, forgöngukonur Hins íslenska kvenfélags. Um þessar konur og fleiri má lesa í stórbók Sigríöar Th. Erlendsdóttur, Veröld sem ég vil, en hana eiga öll íslensk meybörn að fá aö tannfé. 19. júní hefur haft og á að hafa þá merkingu hjá íslenskum konum að þann dag sýnum við samtakamátt okkar um leið og við þökkum samtakamátt formæðra. Okkur var nefnilega ekki „gefinn" kosningaréttur, hann féll ekki af himnum ofan og hann var heldur ekki gjöf frá vinsamlegum þingmönnum. Hann var endalok langrar baráttu sem margar konur fórnuðu miklu fyrir, þ.á m. mannorði sínu. Kvennabar- átta hefur nefnilega alltaf farið heldur illa með mannorðið. Þó var fögnuður kvenna þann 19. júní 1915 beiskju blandinn. íslenskir þingmenn fundu nefnilega upp á sérkennilegum „búhnykk" svo notað sé orðalag Bríetar. Aðeins fertugar kon- ur og eldri unnu þennan rétt 1915. Hvergi í heimínum var farið svo sérviskulega að. Að- eins á íslandi. Hvernig stóð á því? Líklegasta svarið er að íslenskir þingmenn voru hræddir við vald kvenna. Hræddir við aö missa það vald sem þeir höfðu í hendur hópi sem í Reykjavík hafði sýnt hvað í honum bjó meö því að bjóða fram til bæjarstjórnar og ná þar fulltrúum. Einn af stjórnmálaforingjum ís- lendinga þessara tíma, Jón Magnússon (fyrsti forsætisráðherra íslendinga m.m.), sagði á þingi aö konur gætu hugsanlega skoöaö sig sem einn flokk ef þær fengju allar kosninga- réttinn í einu. Þessu yrði á einhvern hátt að stemma stigu við. Jón Jónsson í Múla átti hugmyndina aö þessari lausn, sem reynd- ist þáverandi ráöamönnum drjúg. Meiningin var aö ald- ursákvæöiö missti gildi sitt smám saman þannig að 15 ár tæki að jafna kosningarétt karla og kvenna. Hefði það gengið eftir hefði jafnrétti í þess- um efnum ekki fengist fyrr en árið 1930. Bjargvættir íslenskra kvenna I þessu efni voru Danir. í sambandslagasamn- ingunum árið 1918 lögðu þeir fram þá kröfu aö réttindi íslenskra og danskra þegna yröu jöfn. Af því leiddi að íslenskir ráðamenn urðu að sneypast til að jafna kosningarétt karla og kvenna. Ekki var allt vont sem frá Dönum kom. íslenskar konur ættu kannski þegar allt kemur til alls frekar að halda upp á sambandslaga- samninginn, sem var undirritaöur 30. nóvem- ber 1918 í kóngsins Kaupmannahöfn. Þessum degi tengist einnig annar atburöur kvennabaráttunni ogíslensku þjóðlífi. Hinn 19. júní 1916 stofnuðu konur Landspítalasjóð, söfnuðu þar miklu fé og var sú merka bygging tekin f notkun árið 1930. Meðfram og sam- hliða sendu þær Ingibjörgu H. Bjarnason á þing 1922 til þess m.a. aö sjá til þess að spítalinn risi einhvern tíma af grunni. Spítali þessi var reistur sem minnisvarði um kosningarétt kvenna. Hin látlausa en formfagra gamla bygg- ing Landsþítalans er því annaö og meira en líknandi hús sjúkum og þjáðum. Hún var lengi vel stærsti minnisvaröi landsins eða þar til Hallgrímskirkja reis af grunni. En hver man eft- ir því í dag? Heimildir: Sigríöur Th. Erlendsdóttir: Veröld sem ég vil. KvenréWndafélag íslands, 1993. Sigríöur Th. ErlendsdóWr: „Hérhófu verk afdreng- skap ísiands dætur..." Morgunblaöiö, 24. nóvem- ber 1990. Auöur StyrkársdóWr: Barátta um vald. Háskólaút- gáfan, 1994. Ingibjörg H. Bjarnason Bríet Bjarnhéðinsd.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.