Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 45

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 45
\ \ i rfoir Hver nennir að tala um húsverk? Hvað þá að setj- ast niöur og skrifa greinargerð um þvílík leiöindi? Vill maöur ekki vera yfir sllkt hafinn? Við konur tölum samt örugglega meira um skít- verk við vinkonur okkar en við viljum viðurkenna og eyöum mikilli orku og tíma í tuö um verkin á heim- ilínu. Flestar konur þjást af áðurnefndum húsverk vikulega. Hann lýsir sér þannig að maður veröur fyrst var við andþrengsli. Þegar rykrotturnar eru farnar að svífa um gólfin, og enginn á lengur hrein- ar nærbuxur til skiptanna, fer maöur að finna fyrir óþægilegum kláða um skrokkinn, og ef ekkert er að gert fá sumar útbrot. Þennan verk losna konur oftast viö með því að gera hreint sjálfar, og eru oft fúlar yfir því innst inni að þetta sé allt á þeirra könnu, eða rexa þangað til aðrir heimilisfastir deila þessum verk með henni. Og á eftir líður öllum betur. Ég þykist hafa talsveröa reynslu af heimilis- stússi af sambúð við tvo karlmenn (að vísu ekki báða í einu), og tvö yndisleg og heilbrigö börn. Ég viðurkenni að húsmæðuna þekki ég vel og hef velt henni talsvert fyrir mér. Stundum er ég jákvæð og Imynda mér að ég sé ! leikfimi þegar ég teygi mig, beygi og svitna yfir skúringunum. Stundum fyllist ég mæðu og erfið- astfinnstmérþeg- ar einhver rödd hvíslar að mér að heimilisverk séu sóun á orku sem hvergi reiknist manni til tekna, (nema e.t.v. í himnaríki), og að enginn taki eftir því hvort gólfin og klósettin séu þrifin reglulega. Og svo fær kona létt sjokk þegar hún uppgötvar að hún er farin að nöldra. Hún þekkir afturtón móöur sinnar í sínum eigin og veit að þannig ætlaði hún síst af öllu að verða... Heildarlausn hef ég enga á vandamálinu, eða húsverkjameðul. En hallast helst að ráði sem sagt er að reynist vel! umgengni við alkóhólista. Maður á ekki að skapa spennu eða rifrildi, það gerir bara illt verra og fær heimilisfólkið upp á móti manni. Sagt er að maður eigi aö ræöa málin rólegur og yf- irvegaður. Skýra útfyrir aðstandendum að allir eigi að vinna saman og sjá sóma sinn í þvi að ganga vel um. Ef það gengur ekki koma hér nokkur heilræði, sem ég hef safnað í sarpinn í gegnum tíðina, og gætu reynst vel í baráttunni við skítinn. 1) Ef þú ert þreytt á aö sinna ein hinni eilífu hringrás uppþvottarins má raða óhreina leirtauinu upp I hjónarúm, undir sæng elskhugans/eiginmannsins. 2) Hengja má jólaskraut í óhreina þvottinn sem dreift er um alla íbúðina til aö vekja athygli á að þarna eigi hann ekki heima. 3) Henda má út í ruslatunnu þvotti sem safnað er I hauga og ekki er skilgreindur sem hreinn eða óhreinn. Sömuleiðis leikföngum sem liggja í haugum á óæski- legum stöðum, dögum ogjafnvel vikum saman. 4) í mótmælaskyni má fara í verkfall þangaö til öll- um ofbýður svo aö þeir taka sig á. 5) Svo hjálpar mikið að reyna að brosa út í annað, eða jafnvel bæði og skella sér a kaffihús. Höfundur er skrifstofustýra, stundakennarl og husmoöir e e c . LfJ^mlífiðaS jáun'i .r:--; Vigdís Grímsdóttir rithöfundur: Tímanum... VHtffm Sími 563-1600

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.