Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 42

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 42
Hrjáðjr stnðsmenn Þaö er undarlegt hvað maður upplifir bandarískar kvikmyndir stund- um sterkt þegar maður sér myndir frá öðrum löndum. Eitt sinn stríósmenn eða Oncc Were Warriors er ein slík, hún kemur frá Nýja- Sjálandi og fjallar um líf frumbyggja í stórborg, fólks sem býr við at- vinnuleysi, drykkjuskap, ofbeldi og fátækt i hrjúfum veruleika og Ijótum húsakynnum. Þegar maður horfir á þessa mynd fer maður ósjálfrátt að hugsa um það að svona mynd gætu amerikanar aldrei gert — hér er engin Hollywood-hálfvelgja á ferðinni heldur óvenju kraftmikil kvikmyndagerð. Myndin byrjar á því að leiða okkur inn í skemmtanalíf fólksins sem býr við þessar aðstæður, áður en allt fer úr böndum. Beth er maórísk kona, þ.e. kona af kynstofni hinna stoltu frumbyggja sem hafa glat- aðreisn sinni í sambýlinu við hvíta manninn. Hún hefurveriðgiftJake í átján ár og er enn hrifin af honum, enda maðurinn sjarmerandi og sexý þegar hann vill það við hafa. Hana dreymir um betra Iff fyrir sig og börnin en hluti af því er að komast í eigið húsnæði og væntanlega vistlegra. Rena Owen fer með hlutverk Beth og er frábær í hlutverki hennar - maður efast aldrei um að líf hennar sé nákvæmlega svona. Jake er hins vegar ekki að velta sér upp úr smáatriðunum, hann er „últra- matsjó" gæi sem á sitt annað heimili á barnum og tekur liðið með sér heim eftir lokun. Temuera Morrison er mjöggóðurí hlutverki hans og minnti mig stundum á Robert DeNiro þegar hann er upp á sitt besta í svipuðum hlutverkum. Beth tekur manni sínum og gestunum fagnandi þegar hann snýr heim af barnum, það er sungið og „vangað", en tónlistin I myndinni og öll hljóðvinnsla er mjög góð. Það er Ijóst að þetta er fólk sem skemmtir sér oft og mik- ið. Fljótlega kemur í Ijós að drykkjuveislumar enda oftar en ekki með ósköpum. Börnin eru vön því og þjappa sér saman skjálfandi á meðan pabbi gengur í skrokk á mömmu. Gest- irnir læðast út þegar of- beldið hefst, enginn kemur Beth til hjálpar. Rena Owen er frábær í hlut- verki Beth ogþað er Temu- era Morrison líka í hlutverki hins ofbeldisfulla eigin- manns hennar. Hún fær nóg þegar hún gerir sér grein fyrir því að hegðun foreldranna er farin að skaða börnin alvarlega og hættir að taka þátt í gleðskapn- um. Þá er það hins vegar of seint og kemur ekki í veg fyrir hörmuleg- an atburð. Þessi mynd lýsir vel sambandi sem einkennist af alkóhólisma, of- beldi og kúgun. Og hún sýnir líka hvernig konur geta búið viö slíkt - þar til einhver fer yfir strikið. Hún lýsir einnig vel viðbrögðum annarra við sllku sambandi, það er litið á það sem einkamál hjónanna að líf- tóran sé nærri lamin úr konunni. Hún sýnir ennfremur að þrátt fyrir allt er það konan sem er sterkari aðilinn í sambandinu - það er lítið eftir af kraftakarlinum þegar konan yfirgefur hann í lokin. Svo lítið að áhorfandinn getur jafnvel fengið samúð með honum. Þessi mynd er gerð eftir fyrstu skáldsögu Alan Duffs sem var gef- in út 1990 og seldist í tíu sinnum stærra upplagi en flestar ný-sjá- lenskar bækur. Höfundurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna maóría sem ofbeldisfulla drykkjumenn en það hefur ekki komið I veg fyrir að bókin hefur unnið til nokkurra verðlauna og kvikmyndin hefur unnið til fjölda verðlauna. Riwia Brown skrifaði kvikmyndahandritið en hún hefur unnið við leikhús maóría um árabil. Þetta er fyrsta kvik- mynd maóríska leikstjórans Lee Tamahori sem segir að það hafi ver- ið sérstaklega ögrandi að gera þessa mynd vegna þess að enginn vildi að þau gerðu mynd um þetta efni. Það sem mætti setja út á myndina er það að með því að staðsetja ofbeldið í lágstéttarfjölskyld- unni sé hugurinn leiddur burtfrá því að ofbeldið á sér víða samastað, hjá háum jafnt sem lágum, ríkum og fátækum. Þessi mynd er sýnd í Regnboganum um þessar mundir. Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.