Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 18
Hassneysla hefur aukist mikið meöal unglinga og er greinilegt að nú eru unglingar yngri
en áður þegar þeir kynnast hassinu. Viðhorfið til hassins hefur breyst og viröist nú vera
svipað því sem það var á hippatímanum, þegar það var taliö allt að því hollt. Nútímaung-
lingarnir segja að það sé „ekkert svo hættulegt", en vímuefnaneysla þeirra hefst sem
fyrr á áfengisdrykkju.
Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því ný-
lega aö stúlkurværu! meirihluta þeirra sem koma
í meðferð á Tindum, meðferðarstöö ríkisins fyrir
unglinga. Stúlkunum hefur farið fjölgandi þar ár
frá ári, voru um þriðjungur árið 1993, 55% í fyrra
og frá áramótum hafa stúlkur verið 70% þeirra
sem dvelja á Tindum. VERA ræddi við nokkra aö-
ila sem starfa viö vímuefnameðferö fyrir unglinga
og þeir voru sammála um þaö aö stelpurnar byrj-
uöu fyrr á vímuefnaneyslunni en strákarnir vegna
þess hve bráöþroska þær væru. Fólk fer yfirleitt
aö neyta vímuefna í kringum kynþroskaaldurinn
og hann erfyrr á ferðinní hjá stelpum en strákum.
Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaöur Tinda tel-
ur að auk þess sé skýringin á því aö stelpur séu í
meirihluta á Tindum sú aö foreldrar taki fyrr í
taumana þegar um stelpur er aö ræöa því enn sé
þaö svo að þeir þoli strákunum meiri fjarvistir frá
heimilinu. Þaö sé einniggreinilegt aö foreldrar viö-
urkenni miklu fyrr en áöur aö barniö sé fariö aö
neyta vímuefna. Foreldrar fái nú meiri fræöslu um
vímuefni og vímuefnaneyslu en áður var og séu
því fljótari að átta sig á því aö barniö sé komiö í
neyslu, auk þess sem foreldrar séu nú hvattir til
að setja börnum sínum ákveðnar reglur um úti-
vist. Hún nefnir hortugheit viö foreldra og skróp úr
skóla sem vísbendingar um þaö að unglingurinn
sé farinn að neyta vímuefna en segir að strákarn-
ir viröist eiga auðveldara með aö halda sig við
skólann en stelpurnar eftir að neyslan er hafin.
Hún segir ennfremur að stelpur sem séu farnar
að neyta vímuefna eigi á hættu kynferðislega mis-
notkun, bæði af hálfujafnaldra sinna ogeldri karl-
manna.
Einelti algeng orsök
Sigrún segir aö ekki sé hægt að kenna heimilis-
aöstæðum sinna skjólstæðinga um vanda þeirra.
Um helmingur þeirra býr með báðum kynforeldr-
um sínum, þriöjungur býr með móður sinni og
stjúpföður en einungis 20% með einstæðri móð-
ur sinni. Hún segir aö foreldrarnir eigi þaö sam-
merkt að vera hörkuduglegt fólk sem taki á mál-
,Ég hef verið viðvarandi neð-
anjarðarkúltúr í Reykjavík og
verð var við það að fíkniefna-
heimurinn er orðinn grimmari
og götubörnum hefur fjölgað
gífurlega."
(Bubbi Morthens í Morgun-
póstinum 18. maí sl.)
inu og þori að sækja hjálp. Hún segir hins vegar
áberandí að þeir unglingar sem koma í meöferö
hafi veriö lagöir í einelti einhvern tíma á sinni
skólagöngu og einnig að búferlaflutningar viröist
vera 12-13 ára krökkum mjög erfiðir. Sigrún segir
þaö mikinn misskilning að ekki þýði aö senda
unglinga I meðferð, þaö hafi oft sýnt sig aö með-
ferö geti breytt heilmiklu fyrir 13-14 ára ungling.
I bæklingi sem SÁÁ sendi nýlega frá sér, og
ætlaöur er foreldrum, kemur fram að vímuefna-
neysla íslenskra unglinga sé aö aukast, enda hafi
framboö vímuefna líklega sjaldan verið meira. Þar
segir að neysla pilta á aldrinum 16-19 ára hafi
aukist mest, eða um 80% frá fyrri rannsóknum,
en SÁÁ vitnar í rannsóknir Rannsóknastofnunar
uppeldismála meöal grunn- og framhaldsskóla-
nema.
Flestir krakkar komast nokkurn veginn
óskaddaðir út úrvímuefnaneyslu unglingsáranna,
en sumir bera vlmuefnavandann með sér langt
fram eftir ævinni og stundum bindur hann endi á
líf þeirra. Þeir sem eru í sérstakri hættu þegar
kemur að áfengissýki eru, samkvæmt upplýsing-
um SÁÁ, í fyrsta lagi afkvæmi áfengissjúklinga, þá
unglingar sem eiga félaga sem drekka mikið og
loks unglingar sem byrja snemma aö nota áfengi.
Brotín sjálfsmynd
I könnun sem Ingibjörg Kaldalóns geröi nú í vet-
ur, kemur fram aö þeir unglingar sem lenda í
vímuefnavanda hafa lélega sjálfsmynd ogfinna
sér ekki tilgang meö lífinu. Þar kemur einnig
fram að skólakerfið bregst þessum unglingum,
því í stað þess að bregðast viö vanda þeirra á
jákvæöan og uppbyggilegan hátt þá eru þeir
reknir úr skólanum.
Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki f llfi ung-
linga og því kemur stór brestur í sjálfsmynd
þeirra þegar þeir eru reknir úr skóla. Það er því
spurning hvort ekki sé kominn tími til að skóla-
menn veröi sér úti um fræðslu til þess aö þeir
verði færir um að taka á vímuefnavanda ung-
linga þegar hann kemur upp. Einnig mætti
hugsa sér að nú, þegar íslendingar „neyðast"
til að hlýta evrópskum lögum sem banna
barnaþrælkun, veröi kennslustundunum fjölg-
að aöeins og einhverjum þeirra varið til að
fræða börn og unglinga um vímuefni og afleiö-
ingarnar af neyslu þeirra. Hér á landi er nú til
heilmikil þekking á þessum málum, m.a. hjá
SÁÁ og Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga.
Reynum nú aö byrgja brunninn áður en fleiri
börn detta ofan í hann.
Sonja B. Jónsdóttir