Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 14
sjjaspell J0&í:&kA um Dr. Guörún Jónsdóttir: Fjölskyldan er oftast nær öll kúguö ogyfir- ráö karlmannsins yfir fjölskyldumeölimum óskoruö. Dr. Guörún Jónsdóttir félagsráðgjafi er ein þeirra sem opnaöi umræöuna um siflaspell á íslandi og ein af stofnendum Stígamóta. Hún segir aö al- gengustu og erfiðustu afleiöingar sifjaspella séu sektarkennd, léleg sjálfsmynd, erfiöleikarí kynlífi og depurö eöa þunglyndi. Fjölmargir þolendur sifjaspella reyna ítrekaö aö stytta sér aldur. Sum- um tekst þaö. „Karlar sem misnota börn sín nota gjarnan þá afsökun aö konur þeirra vilji ekki „leyfa þeim aö sofa hjá sér“,“ segir Guörún, „eins ogfram kemur í bernskuminningunni hér að framan. Mér finnst frá- sögnin hljóma eins og þaö sé staðreynd aö þetta hafi gerst vegna þess aö mamma vildi ekki sofa hjá pabba. Viö vitum hins vegar aö þeir karlmenn sem beita börn sín kynferðislegu of- beldi eru virkir í venjulegu kynlífi. Þeir eru ekki aö sækjast eftir kyn- feröislegri fullnægingu heldur tilfinningunni um al- gjört vald. Þessir menn hafa oft tögl og hagldir í fjölskyldunni og eru í litlum tilfinningalegum tengslum viö börn sín. Þaö er því fremur sjaldgæft aö tengsl barnsins viö fööur- inn hafi verið kærleiksrík áöur en sifjaspellin hófust. Þaö er þó líka til aö traust barnsins sé misnotaö, eins og lýst er í Bernskuminningu. Hvort heldur er þá er kynferðisofbeldið fyrst og fremst tæki til aö finna til valds síns, meö því aö kúga og lítillækka aöra manneskju. Ég tel aö rót- ina aö þessu ofbeldi sé aö finna í samfélagslegu valdi karlmanna yfir konum." Guörún segir aö eftir aö sifjaspell séu komin I gang fjarlægist barniö móöur sína því þá standi „leyndarmálið" á milli þeirra og trufli samskiptin. Slöan beinist reiöi barnsins gjarnan aö móöurinni sem þvl finnst aö eigi aö vita af ódæðinu og koma I veg fyrir þaö. „Barniö beinir reiöi sinni aö móöursinni vegna þess aö þaö er miklu auöveldara aö vera reiö út I rr leyndarmál okkar mömmu, hún er ekki eins valdamikil og pabbi. Litla stúlkan bælir þvl niður hatriö á föðurnum en beinir reiöinni einnig inn á viö, aö sjálfri sér, fyrir aö vera svo vanmáttug aö geta ekki stöðvaö þetta. Barniö tekur ábyrgöina á þvl sem gerist og telur sér trú um aö þaö hafi gert eitthvað af sér og eigi þetta því skilið. En svo er aö sjálfsögöu ekki, þaö er veriö aö brjóta á barninu. En eins og ég sagöi áöan er fjölskyldan oftast nær öll kúguö og yfirráö karlmannsins yfir fjölskyldumeölimum óskoruö. Þær hugmyndir að mæöur hljóti aö vita af sifjaspellunum endurspegla einungis hugmynd- ina um hina alsjáandi móöur sem allt umvefji. Það er algjör undantekning að móöir, sem veit af sifja- spellum, láti þau afskiptalaus. En I þeim tilfellum býr hún aö jafnaði viö svo mikla andlega kúgun aö hún er bæöi búin aö missa lífsþróttinn og lífsviljann.“ Það er dauðaþögn I salnum. Fimmtíu konur og einn karimaður sitja grafkyrr og bæra ekki á sér. Ljósin kvikna og enn hreyfist enginn. Ekkert skark I stólum, ekkert hvísl, ekkert hljóð — nema þaö sem greina má þegar grátiö er í hljóði. Og hér gráta marg- Loks birtist leikkonan aftur, komin úr hlutverkunum og býöur til samveru hjá Stígamótum, en þær konur sem sáu þessa sýn- ingu eru flestar I sjálfshjálparhópum Stígamóta. Enn segir enginn neitt, leikkonan reynir að létta á spennunni, og loks hristir ein af áhorfendum af sér drungann og segir: „Jú takk, en fyrst skulum við klappa." Viö sáum leikritiö „Þá mun enginn skuggi vera til", en þaö sýnir reynslu lítillar stúlku sem þýr viö kynferöislegt ofbeldi af hendi fööur síns. Leikritiö er eftir Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og Björgu Gísladóttur, en þær eru báöar þolendur sifjaspella. Þaö er þvl ekkert „kannski-er-þetta-hugsanlega-svona“-leikrit sem viö sjáum, þetta er ískaldur veruleikinn. Og hann er sárari en orö fá lýst. Það var ekki aðeins óþægilegt heldur beinllnis erfitt aö fylgjast meö þvl sem geröist. Ég hélt ég væri aö kafna. Kolbrún Erna er I hlutverki konu sem heldur út I lífið meö þessa óhugnanlegu reynslu á bakinu. Hún leikur bæöi hlutverk konunnar, sem reynir aö takast á viö þessa reynslu og öölast lífsgleöina á ný, og hlutverk litlu stúlkunnar sem skoðar sprung- urnar I loftinu á meöan sá sem á aö gæta hennar misþyrmir henni. Kolbrún sveiflast milli þessara tveggja hlutverka af ótrúlegri leikni, litla stúlkan, sem á „leyndarmáliö" meö pabba sínum, er svo sannfærandi að manni líöur illa. Stærri glæp en slíka misþyrmingu á börnum er erfitt aö hugsa sér en þó sleppa misyndismennirnir oftast án refsingar og ef til þeirra næst eru dómarnir ótrúlega vægir. Litla stúlkan I Bernskuminningunni hér aö framan slapp betur en litla stúlkan I leikriti Kolbrúnar og Bjargar, en hún fékk engu aö síður smjörþefinn af þvl sem fylgir sifjaspellum: sambandi dótturinnar viö móöurina er spillt og litla stúlkan fyllist sektar- kennd yfir því sem ekki var henni aö kenna. Aö sögn Kolbrúnar Ernu er nú verið aö þýöa einþáttunginn á sænsku og veröur hann fluttur á norrænni ráöstefnu um kyn- ferðislegt ofbeldi sem haldin veröur I Munaöarnesi I haust. Kolbrún Erna á von á því aö I kjölfariö veröi hann sýndur á öörum Norðurlöndum. Þaö er ekkert „ kannski- er-þetta-hugsanlega- svona“-leikrit sem við sjáum, þetta er ískaldur veruleikinn. sbj

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.