Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 26

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 26
n er jeminisminn J kominntilað vem? - Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, starfsmaöur á Skrifstofu jafnréttismála, skrifar um feminisma á krossgötum Þótt finna megi þess merki víða í sögunni aö konur hafi veriö með uppsteyt gegn þeim að- stæðum sem þær búa við veröur skipulögö kvennabarátta ekki til fyrr en með vaxandi borgarsamfélagi. Allar götur síðan hafa fem- inistar á Vesturlöndum veriö helstu gagn- rýnendur ríkjandi heimsmyndar og stjórn- skipulags. í grófum dráttum er hægt aö segja aö þessi gagnrýni beinist annars veg- ar að því hvernig konum er kerfisbundið gert erfitt fyrir að nýta sér full borgaraleg réttindi til jafns viö karla. Hins vegar hafa konur löngum verið skeptískar á hina hlutlægu vís- indalegu hugsun sem hefur ráðið ríkjum á Vesturlöndum undanfarin árhundruð og hefur meira en nokkuð annaö mótað þann veruleika sem við búum við. Konur hafa bent á að þær séu viðföng vísindalegra rannsókna en hafi ekki að sama skapi tekið þátt í að móta þær, og því hafi vísindamenn, sem flestir eru karlmenn, tilhneigingu til þess að líta á sálarlíf og líkamsstarfssemi kvenna sem frávik frá hinu eðlilega. Feminisminn og stjómmálin í grófum dráttum er hægt aö segja að gagn- rýni feminista á ríkjandi hugmyndafræöi hafi fram eftir öldinni rúmast á vettvangi hefö- bundinnar stjórnmálabaráttu. Feministar sem aðhylltust marxisma litu svo á aö und- irrót kúgunar kvenna mætti rekja til samfé- lagsgerðarinnar og einungis með öreigabylt- ingunni yrðu konur jafningjar karla. „Líberal feministar" líta hins vegar svo á að ójafn staða kynjanna sé til komin vegna misskiln- ings eða mistaka, það sé einungis tíma- sþursmál hvenær uþþgötvað verði að hæfi- leikar og dugur kvenna sé ómissandi við uppþyggingu samfélagsins. Konur þurfi bara aö koma sér á framfæri og fá tækifæri til þess að sanna sig. Öflug kvennabarátta sjöunda áratugarins skilaði konum sífellt fágaðri kenningum um undirrót kvennakúgunar og hvað þyrfti að gera til þess að brjóta hana á bak aftur. Á þessu tímabili voru kenningar „sósíal fem- inista" og „róttækra feminista" að mótast en þessir tveir meginstraumar hafa síðan verið mjög áberandi bæði í kvennafræðum og í pólitískri baráttu kvenna á Vesturlönd- um. „Sósíal feministar" leggja út frá skipt- ingu samfélagsins upp í einka og opinbert svið og störf og stöðu kynjanna inni á heim- ilinu annars vegar og á vinnumarkaðnum hins vegar, meðan „róttækir feministar" leggja megináherslu á konuna sem kynveru. Á þessum tíma voru konur á Vesturlöndum eðlilega mjög uppteknar af frelsi kvenna til þess að ráða yfir eigin líkama, frjálsum fóst- ureyðingum og aðgengi að getnaðarvörnum. „Róttækir feministar" beina spjótum sínum m.a. að klámiðnaðinum og segja að orsakir kynferðislegs ofbeldis gegn konum og börn- um megi rekja til þess hversu brenglaða mynd klámiönaðurinn dragi upp af því hvern- ig ástarlífi konur vilja lifa. Of þröngur kenningarrammi Inntakiö í gagnrýni vestrænna feminista hef-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.