Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 40
alljriútacL hj , attu það eftir þer I Sumartíminn áíslandi erdásamlegur. Græntgras og glettnir lækir skapa þaö umhverfi sem fuglam- ir syngja fyrir okkur í. En þetta allt og meira til skynjum viö ekki nema viö förum út og njótum þess. Og hvaöa aöferö er þá betri en hjóliö. En hvert er hægt að fara og aö hverju þarf aö huga þegar viö tökum fram hjólhestinn okkar? I nágrenni Reykjavíkur eru útivistarsvæði sem eru I hæfilegri fjarlægð fyrir hjólandi og svo er hægt að færa út kvíamar þegar styrkur færist í vetrarhvíld- an kropp- inn. Til þess að benda á sn iðugar leiöir veröur t v e i m u r möguleik- um stillt upp. 1. Elliðaárdalurinn - Heiðmörk Til að byrja með er hægt að fá ókeypis kort I Ráð- húsinu af Heiðmörk og útivistarsvæðum I Reykja- vík. Því næst væri vit að athuga hvort það þurfi ekki að pumpa I hjólbaröana og smyrja keðjuna. Ef hjólið virðist vanstillt þá væri ekki úr vegi aö láta yfirfara það á næsta hjólaverkstæöi. í fyrstu atrennu þarf aö komast upp í Elliðaár- dal. Fyrir borgarbúa í vestari hluta borgarinnar er best að fara stíginn sem byrjar hjá Ægissíðu, fer svo fyrir flugvöllinn hjá Nauthólsvík og upp Foss- vogsdalinn sem svo tengist með undirgöngum við Elliðaárdalinn. Borgarbúar í austurhlutanum búa allt í kringum dalinn svo aðgangur er tiltölulega greiður. Þegar komið er á stíginn I Elliðaárdalinn þarf einungis að fylgja honum upp aö brú sem er gegnt sundlauginni í Árbæ. Fara þar yfir og upp eftir veginum sem liggur fyrir neðan Reiöhöllina. Þaðan er Heiðmörkin innan seilingar og nokkrar leiöir færar. Það liggur stígur frá undirgöngum sem koma frá hestahverfinu upp hjá skógarlundi sem kemur inn á Heiömerkurveginn, skammt frá Rauðhólum. Ef farið er eftir veginum þá liggur OOftonmtrc* Hverfisgötu 50 ALMENNAR l/IÐGERÐIR - REIOHJOLAGRINDUR Reiðhjólaverkstæði S. 551 -5653 Reiðhjólaverslun S. 551-6577 Myndríti I Fax S. 551-5657 hann í kringum Heiðmörkina. Ef farið er norðan megin Elliðaárvatns er komið að hestahverfi sem heitir Heimsendi. Þaöan liggur vegur baka til inn í miöja Heiömörk og svo til hægri inn á línuveg sem kemur niður vestan megin (Hafnarfjarðarmegin) Heiðmerkur. Hér er upplagt að finna sér snotran staö til aö snæða nestiö sitt og njóta þess besta sem Heiömörkin hefur að bjóða í skjóli skógar. Þaöan er hægt að finna stíg fyrir neðan Vífilsstaði sem fer inn I Garöabæ I gegnum undirgöng hjá Reykjanesbrautinni. Ráölegt er að fylgja stígum Garðabæjar að undirgöngum sem eru gegnt Kópavogshælinu og svo stíg sem liggur yfir hæð- ina aö Nauthólsvíkinni. Þaðan er svo hægt að velja sér stlg heim á leið eins og þegar lagt var af stað. 2. Akranes - í seilingarfjarlægð frá borginni Hér er aö sjálfsögðu átt við þá tengingu sem Akra- borgin gefur okkur. Farið er að bryggjunni og eftir að hafa greitt fargjaldið er hjólað um borö og hjól- hestarnir bundnir við hliö skipsins með böndum ætluðum til þess. Hjólin fá frítt. Þegar komiö er upp að Akranesi eru nokkrir möguleikar fyrir hendi. Þau sprækustu geta hjólað hringinn I kringum Akrafjall en þau sem ætla styttra fara sunnan megin þar sem minni umferð er. Rass- ið ykkur samt á hundi einum sem kem- ur alltaf geltandi á eftir manni frá einum bænum. Hægt er að hjóla upp að Akra- fjalli aðfossisemerþarogfyrirþásem vilja bara rólegheit þá er byggðasafn á Akranesi og svo er hægt aö rúnta á kaffihúsamenninguna eins og margra er vani hér f Reykjavlk. 3. Aörir möguleikar Fleiri möguleikar eru fyrir hendi eins og svæðiö hjá Rauðavatni, Úlfarsfell og fyrir mjög stutta ferð: Öskjuhlíðin. Lengri feröir sem geta tekiö dag er Blá- fjallahringurinn, Hellisheiðin, Grafning- urinn og Krýsuvíkurleiðin og eru á bilinu 70-120 km. Mælt er með ráðgjöf hjá fs- lenska Fjallahjólaklúbbnum fyrir lengri ferðir og einnig er hægt að nálgast bók á íslensku sem gefin var út af ÍTR og heitir „Ferðir á fjallahjólum". Útbúnaður fyrir dagsferð: 1. Vatn eöa annar vökvi í lokuðum umbúöum. Hægt er að setja brúsagrind á hjólin og smella þar I brúsa sem tekur vatn. 2. Nesti, gott þegar brennslan fer aö segja til sín. 3. Peningar til að redda sér ef eitthvað kemur uppá. Andviröi sendiblls er ágætis viðmiðun ef hjólið bilar. 4. Verkfæri, gott er að hafa eftirfarandi verkfæri meðferðis: a. Pumpu sem passar á ventilinn þinn a. Bætur eða slöngu. c. Keöjuþvingu til að gera við keöjuna ef hún slitnar. 5. Landakort, því ekkert er skemmtilegra en að upplifa umhverfiö með yfirsýn, sbr. kennileiti og sögu þess. Góða ferð! Ragnhildur Helgadóttir "bUUhlt fHAWgAISfDtS GYCtf' //? tim/levami Mnntmrfre 1R

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.