Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 43

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 43
 Hverjir hafa lagt Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráftunni mest gðf Sendu VERU línu eöa takl sitt á vqgarskál jafnréttis undanfarið? gn og ogagn? verjir hafa tekið VGl á ýmsum málum - hverjir 1113? u upp tólið og láttu skoðun þína í Ijós. / Ingibjörg Pálmadóttir er eina konan sem komst T ráðherrastól að þessu sinni. Enda ekki venjan að hafa fleiri konur í íslenskum rikis- stjórnum. Karlar eru valdir í rikisstjórnir vegna þess að þeir eru karl- ar. Konurnar verða hins vegar að vera hæfar. VERA óskar Ingibjörgu velfarnaðar og væntir góðs af starfi hennar sem heilbrigðisráðherra. Hin heilaga reiði: „í bókmenntaheiminum má finna reiði sem stafar af því að viðkomandi hefur ekki hlotið úthlutun úr sjóði. Það er hin eina heilaga reiði sem finnst á akri bókmenntanna." (Guðbergur Bergsson í Morgunpóstinum 18. maí sl.) Kvenréttindafélag íslands hélt ágætan fund um daginn um launamis- réttið. Þar var mikið talað um að það þyrfti „pólitískan vilja“ til að leið- rétta launamisrétti kynjanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir Kvennalista- kona varaði konur við þvT að lepja þá vitleysu upp úr DavTð Oddssyni að völdin skipti konur ekki máli. Hún benti réttilega á það að hinn pólitíski vilji verður ekki til nema konur komist til valda. Desmond Morris í Sjónvarpinu. Takk fyrir að veita okkur innsýn í þitt prívat og persónulega kynlíf, hugarheim og félagshegðun - skemmtunargildiö er ótvírætt! Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur lýst mikilli óánægju sinni með rýran hlut sinn í stöðuveitingum T stjórnarsamstarfinu. Sjálf- stæðiskonur fá baráttukveðjur frá VERU. Fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að kanna hvernig leiðrétta megi launamisrétti kynjanna. Annar plús bíöur afhendingar þegar hann verður búinn að koma leiðréttingunni í framkvæmd. / Desmond Morris. Ekki blanda okkur hinum og dýrunum inn T þessi prívatmál þín. Páll Pétursson fyrir að vilja viðhalda barnaþrælkun eins og gamall lénsherra aftan úr sótsvartri forneskjunni. Stjórnarflokkarnir tældu til sín atkvæði með fögrum fýrirheitum um aukin hlut kvenna I sínum röðum. Þau loforð voru að mestu gleymd þegar farið var að skipa í embættin. Sérstaklega hjá Sjálfstæðis- flokknum - þar voru þau bæði gleymd oggrafin. Er ekki of langt gengið að geyma stöður fyrir aflóga þingmenn á ann- an áratug? Sérstaklega fyrrverandi skólamenn? Er ekki nauðsynlegt að í skólastjórastöðum séu menn sem hafa fylgst með þróuninni í skólamálum? „Sjálfstæðu“ stelpur - hafið þið engar áhyggjur af því hvað strákarn- ir T flokknum eru hrifnir af ykkur? Páll Pétursson er víst líka á móti styttingu vinnuvikunnar. Þá þyrfti að fara að hækka launin! Og gera einhverjar breytingar á íslensku sam- félagi! Hvílík hneisa! Það gengur ekki! Já, einmitt svona. þetta er ímynd alþingis!

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.