Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Il UM ÚRSLIT ALÞINGISKOSNINGANNA 1 9 9 5 ^ O fcipfiðl Kvemicilretniii í ÞORGERÐUR EINARSDOTTIR félagsfræðingur brodkhirinn liæftur að stínga 1. Kvennalistinn hefur haft mjög mikil áhrif og í raun breytt vígstööu íslenskra kvenna. Hann var fersk rödd, einkum í byrjun og olli feiknar- legum taugatitringi. Málaflokkar kvenfrelsis og 1. Hverjar telur þú helstu ástæður fyrir tapi Kvennalistans í síðustu alþingiskosningum? 2. Hvaða þýðingu held- urðu að niðurstaðan hafi fyrir kvennapólitík og kvennapólitíska baráttu í framtíðinni? Niðurstaða alþingiskosninganna á dögunum hefur orðið kvenfrelsisfólki mikið umhugsun- arefni. Gömlu karlaflokkarnír reyndu að gefa þá mynd af sér í kosningabaráttunni að nú fengju konurnar að vera með en efndir stjórnarflokkanna á þeim loforðum hafa ekki orðið til þess að draga úr áhyggjum fólks um stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Vangaveltur Kristínar Ástgeirsdóttur um hugsanlegar skýringar á fylgistapi Kvennalistans í síðasta tölublaði VERU vöktu mikla athygli og voru margir ósáttir við það að borgarstjórinn væri dreginn inn í þá umræðu. Hvað sem því líður er greinilegt að kvenfrelsisfólk verður nú að stokka spilin upp á nýtt og leita leiða sem líklegar eru til að afla málstaðnum fylgis. VERA vill leggja sitt af mörkum í þá umræðu sem nauðsynleg er og í þessu tölublaði leggur hún þvi tvær mikilvægar spumingar fyrir fólk sem þekkt er fyrír áhuga sinn á réttindum kvenna: jafnréttis komust á dagskrá, konur annarra flokka fengu meðbyr og hlutur kvenna í stjórn- málum og á þingi jókst. Öllu þessu hefur Kvennalistinn áorkaö án þess að hafa setiö í ríkisstjóm. Núna eru þessi áhrif hins vegar að þverra. Það viðurkennir Kvennalistinn sjálfur meö áhuga sínum og áherslu á ríkisstjórnar- þátttöku. í þeim skilaboðum felst að Kvenna- listinn telji möguleika sérframboös tæmda nema ríkisstjórnarþátttaka komi til. Ég er sam- mála því að auðvitaö eigi konur að sækjast eft- ir völdum, þótt Sjálfstæöum konum og Davíð Oddssyni finnist þaö aukaatriði. Það er lýðræð- iskrafa ogí raun óháð skoöunum kvenna. Fyrir kvennahreyfingu er hins vegar spurning meö hvaöa formerkjum það er gert. Áhersla Kvennalistans I kosningabaráttunni á ríkis- stjórnarþátttöku var skiljanleg en ekki að sama skapi gæfuleg að mínu mati. Talið um Sjálf- stæðisflokkinn sem „spennandi valkost" vakti furðu. Ekki bara í Ijósi þess að Kvennalistinn hefur iöulega skipaö sérfélagshyggjumegin við miðju í málefnum kvenna (afstaða til velferöar- kerfisins o.fl.); heldur einnig vegna þess aö Kvennalistakonur gagnrýndu Jóhönnu Sigurð- ardóttur fyrir aö hafa spilaö frítt spil og firrt sig ábyrgð á kvenfjandsamlegri hægristjóm. Hefði það ekki einmitt orðið hlutskipti Kvennalistans í stjórn með Sjálfstæöisflokknum? Fleira gerði Kvennalistann hopandi í kosningabaráttunni: Reykjanesanginn umgekkst lýðræðið og eigin útskiptareglu af nokkurri léttúð. Gremjan yfir að baráttumálum Kvennalistans hafi verið stolið náöi hámarki sínu í þverstæðukenndum slagorðum eins og „varist eftirlíkingar". Kvennahreyfing 1 þeirri vamarstöðu sem Kvennalist- inn er kominn í er ekki líkleg til að velgia karlveldinu undir uggum. Broddurinn er hættur að stinga. 2. Þótt íslensk kvennahreyfing hafi fundið sér farveg sem framboðshreyfing er það að sjálf- sögðu ekki eina leiöin til aö vinna að kven- frelsi. Spurningin er hvernig hreyfing kvenna megi á ný veröa beinskeytt og róttæk. Það hefði verið róttækara af Kvennalistanum aö fallast á samfylkingu í kosningunum í vor en að bjóöa fram sér. En á því prófi féllu allir félags- hyggjuflokkarnir. Kvennalistanum fannst svo „flókið" aö samfylkja, var eitthvaö aö vinna saman um? Þetta var hinsvegar aldrei áleitin spurning þegar átti að hoppa í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Ef Kvennalistinn vill áfram vera framboðshreyfing held ég að næstu skref séu samfylking félagshyggjuaflanna. í slíku starfi gæti kvennahreyfingin auðveldlega orðið leiðandi afl. Það gæti líka leyst nýja krafta úr læðingi sem e.t.v. fyndu sér annað birtingar- form eins og víða gerist annars staðar. Þar á ég viö netverk kvenna af ýmsu tagi, þrýsti- og umræðuhópa sem kryföu tiltekin málefni og létu til sín taka. Máttur orðræðunnar og skil- greiningarvaldið hefur reynst karlveldinu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.