Vera - 01.10.1996, Blaðsíða 24
klá\\V
Páll
Mga
SIOI
nusson
sjonvai
rpssðóri
SYNAR:
Hvað er klám? Ég
held ekki að hægt sé
að skilgreina klám
með altækum hætti,
sem sé jafngildur fyrir
öll menningarsvæði,
né heldur alla einstak-
linga innan sama menn-
ingarsvæðis. Klám hlýtur
að vera einstaklingsbundin upplifun fyrir
hvern og einn, - það sem misbýður siðferð-
iskennd viðkomandi einstaklings þegar kyn-
ferðislegar athafnir eiga í hlut. Þannig held
ég að erfitt gæti reynst að finna tvo einstak-
linga, sem hefðu nákvæmiega sama skiln-
ing á því hvenær t.d. erótík hættir að vera
erótík og breytist í klám. Það sem er erótík
fyrir einn er klám fyrir annan. Þetta hefur líka
með tíðarandann að gera, - það sem t.d.
þótti ósiðsamlegtí kvikmyndum fyrirtuttugu
árum er nú að finna í barnamyndum og
misbýður engum.
Getur klám verið skaðlegt (og þá
fyrir hverja)? Ég satt að segja veit það
ekki. Sumar kenningar gera ráð fyrir að til-
tekið efni, sem flestir myndu sjálfsagt
flokka sem „klám“ geti haft jákvæð áhrif á
tiltekna einstaklinga í þá veru að minnka lík-
ur á að þeir fremji kynferðisafbrot. Sjálfsagt
mætti líka finna dæmi um hið gagnstæða.
En þar sem ekki er hægt að skilgreina hvað
klám er þá er heldur ekki hægt að svara því
afdráttarlaust hvort það sé skaðlegt.
Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti
kynjanna (og þá hvernig)? Nei, að
mínu viti hefur „klám“, hvernig svo sem
menn kjósa að skilgreina það, ekkert með
jafnrétti kynjanna að gera.
Á að banna klám? Nei, þaö sem ekki er
hægt að skilgreina er ekki hægt að banna.
He,3iiaurjónsdóttir,
kennan:
Hvað er klám? Al
Bþjóðlega heitið yfir
klám, pornography,
er komið úr grisku,
samsett úr oröun-
um porné og
graphos. Fyrra orð-
ið er heiti yfir lægst
settu hóruna f borg-
rikinu, þá sem allir
höfðu aðgang að. Síðara oröið merkir skrif.
Pornography merkir þá skrif um hórur. Þessi
frummerking hugtaksins er óbreytt enn í
dag. Þó að klámi sé komið á framfæri með
fleira móti nú en áður, er boðskapurinn sá
sami. Hóran/konan er einskis virði. Hún
hefur ekki mannlega verðleika.
Getur klám verið skaðlegt (og þá
fyrir hverja)? Svarið felst að nokkru leyti
í ofanrituðu. Marquis de Sade, höfundur
hugmyndafræðinnar, sem klámiðnaður nú-
tímans byggist á, fór ekki dult með skoðan-
ir sínar. Fyrir honum voru konur og litlar
stúlkurtil þess gerðar að svala fysnum karl-
manna. Hann var rithöfundur, en um leið
kynlífssvallari og ofbeldismaður. Hann
rændi barnungum konum (stundum keypti
hann þær, einkum gleðikonur), hélt þeim
föngnum í húsi sínu, pyntaði þær, nauðgaði
þeim og misþyrmdi og murkaði lífið úr
a.m.k. einni þeirra. Sögur hans eru I sama
dúr. Þær fjalla um það, sem hann taldi
venjulegt kynlífssvall, meira og minna í sam-
ræmi við náttúrulegar tilhneigingar og skap-
ferli karlmanna. Hegðun hans og hugsunar-
háttur minna hvort tveggja óhugnanlega
mikið á Detraux, hinn belgíska de Sade nú-
tímans. Verst er þó, að einnig nú, I lok 20
aldar, komst Detraux upp með illvirki sín T
skjóli „umburðarlyndis" háttsettra ráða-
manna, sem hylmdu yfir með honum. Það
gerðu líka valdamiklir menn fyrir 150 árum,
þegar de Sade var að misþyrma stúlkubörn-
um. Klám er fyrst og fremst hættulegt kon-
um og börnum, en að lokum gengur klámið
þó af allri siðmenningu dauðri. Þess vegna
er það hættulegt samfélagi manna. Það er
þjóðhættulegt.
Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti
kynjanna (og þá hvernig)?
Undirrót kláms er kvenhatur, þess vegna er
kvenfrelsi útilokað, þar sem klám og klám-
iðnaður blómstrar.
Á að banna klám? Að sjálfsögðu. Vest-
ræn siðmenning leyfir ekki morð, klám er of-
beldi, klám myrðir sálina. Klám á hiklaust að
banna. (Sjá ennfremur bók mína í nafni jafn-
réttis. 1988; 106 -129).
Arojn P. Karlsjson,
rn-------^-----
kin
leimspeKinemi:
Hvað er klám? Klám
telst lostug lýsing á
kynfærum, kynferðis-
legum stellingum,
athöfnum eða hugs-
unum hvort sem
það er í máli eða
myndum. Lýsingar
teljast lostugar ef sér-
stök áhersla er lögð á
hið lostavekjandi, eða þærfeli í sér eitthvað
afbrigðilegt eða ýkt og þ.a.l. hneykslanlegt
samkvæmt almennri siðvitund í kynferðis-
málum.
Getur klám verið skaðlegt (og þá
fyrir hverja)? Klám getur verið skaðlegt
fyrir þá sem ekki eru færir um að samþykkja
verknað, þ.e. fyrir þá sem eru ólögráða eða
eru neyddirtil þátttöku. Þetta á bæði við um
framleiðslu og skoðun á þess konar efni.
Barnaklám og ofbeldisfullt klám er skaðlegt
fyrir þá sem eru þátttakendur í því. Hins veg-
ar þegar um er að ræða samþykka og full-
veðja einstaklinga getur klám ekki talist
skaðlegt.
Stendur klám í vegi fyrir jafnrétti
kynjanna (og þá hvernig)? Öfgasinn-
aðirfemínistartelja aö klám standi í vegi fyr-
ir jafnrétti og telja einnig að klám sé niðrandi
fyrir konur þar sem það sýni þær sem nokk-
urs konar kynlífsþræla karlmanna. Af þess-
um ástæðum m.a. telja öfgasinnaðir
femínistar að konur séu sýndar sem veikara
kynið. Þó telja flestir að klám hafi engin áhrif
á kynjajafnrétti. Ef konur þyrftu á sérstakri
vernd að halda gegn klámi þá væri verið að
dæma þær óhæfar til þess að takast á við
skuldbindingar sínar. Ef klám væri bannað í
þeim tilgangi að vernda konur væri ekki að-
eins verið að stimpla þær sem ósjálfbjarga,
heldur einnig verið að taka frá þeim réttinn
til þess að ræöa sjálfar um og bjóða birginn
málefnum um klám og kynferði. Klám veldur
ekki kynjamisrétti, heldur er það menningin
sem stöðugt kaffærir konur með afbökuð-
um hugmyndum um kyneðli þeirra. Meö því
að reyna að „vernda" konurgegn klámi er ver-
ið að undirstrika að þær séu veikara kynið.