Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 3
 Áfram , stelpur! Tímarit um konur og kvenfrelsi er undirtitill Veru en um þessar mundir eru 15 ár frá því blaðið varð til í gleði og bjartsýni eftir kosningar 1982 þegar Kvennaframboðið eignaðist tvo fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur. Og þar með fór boltinn að rúlla, stjórnmálahreyfing kvenna eignaðist málgagn og ári seinna einnig þingkonur. Frá upphafi átti Vera að fjalla um konur, líf þeirra og leit að kvenfrelsi, því frelsi sem færir konum réttinn til að njóta krafta sinna á eigin forsendum. Og hvað er það sem heftir frelsi kvenna? Um það hefur margt og mikið verið skrifað í Veru þessi 15 ár og oft hefur sú umræða brotið þagnarmúra og komið af stað nýjum hugsunum í samfélaginu. Minnt á rétt kvenna til að láta ekki misnota sig, þola ekki ofbeldi af hvaða tagi sem er, bera virð- ingu fyrir sjálfum sér, fá vinnu sína metna að verðleikum, vera þær sjálfar, vinna gegn virðingarleysi fyrir náttúrunni, kvenlíkamanum o.s.frv. í tilefni af 15 ára afmæli Veru er í þessu blaði rætt við fjórar af þeim konum sem unnu að því að gera blaðið að veruleika. Það voru ungar og bjartsýnar konur sem vildu breyta heiminum og hafa allar haldið áfram að vinna með konum og fyrir konur, þó þær hafi ekki fundið sér stað innan þeirrar kvennahreyfingar sem sinnt hefur stjórnmálum þessi ár. Það hefur viðmælandinn í aðal- viðtali blaðsins hins vegar gert, hún Guðrún Jónsdóttir líffræðing- ur sem hefur ekki snúið aftur til starfa við fagið sitt frá því hún tók sér stutt frí til að sinna aðaláhugamáli sínu, kvennapólitíkinni, árið 1985. Guðrún er nú starfskona þingflokks Kvennalistans og hún starfar í hópi Kvennalistakvenna sem vill kanna samstarf við önnur félagshyggjuöfl fyrir næstu þingkosningar. Þegar Vera varð til fyrir 15 árum var margt öðru vísi í íslensku samfélagi en nú er og full víst að umræða í blaðinu og málflutn- ingur Kvennalistans hafa breytt miklu. En þó margt hafi áunnist er enn mikil þörf á tímariti um konur og kvenfrelsi. Nýjar kynslóðir vaxa upp sem þurfa að heyra margt af því sem sagt hefur verið í því skyni að auka virðingu kvenna fyrir sjálfum sér. Einn liður í því að ná til nýrrar kynslóðar er ný útsetning á laginu Áfram stelp- ur, sem kveikti eld í hjörtum margra kvenna eftir kvennafrídaginn 1975. Á næstunni kemur út geisladiskur á vegum Veru með þessu lagi og fleiri perlum úr íslensku kvennarokki sl. 15 ár. Það er enn þörf á að segja: Áfram stelpur! £íh*beJ Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. plús RÍKIÐ OG REYKJAVÍKURBORG fyrir aö samþykkja heimild til feöra um aö taka tveggja vikna fæöingarorlof. ÞÓRHILDUR LÍNDAL umboösmaöur barna, fyrir skýrsluna Heggur sá er hlífa skyldi, þar sem fjallaö er um kynferöisbrot gagnvart börnum og ungmennum á faglegan hátt. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Þorsteinn Pálsson, fyrir að skipa þrjár nefndir til aö gera úrbætur í málum er varöa heimilisofbeldi og ofbeldi gagnvart konum. Nefnd á að huga aö meöferö heimilis- ofbeldis í dómskerfinu og gera tillögur um úrbætur. Önn- ur nefnd á aö huga aö meðferö mála vegna heimilisof- beldis og rannsókn þeirra hjá lögreglu og koma meö til- lögur til úrbóta. Þriöja nefndin á aö kanna hvort nauö- synlegt sé aö breyta löggjöf í því skyni að sporna viö of- beldi gegn konum og huga aö því hvernig efla megi starfsemi samtaka sem vinna aö forvarnamálum og hjálparúrræöum vegna heimilisofbeldis. Nefndin á aö leggja fram tillögur um forvarnir og hjálparúrræöi fyrir þolendur og þá sem fremja slík ofbeldisbrot, o.fl. Allar nefndirnar eiga að Ijúka störfum fyrir 1. apríl 1998. GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR og fleiri þingmenn fyrir aö leggja aftur fram frumvarp frá síöasta þingi um aö kynferðisleg áreitni veröi bönnuö á vinnustööum og í skólum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON OG SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR fyrir þingsályktunartillögu um aögeröir til aö draga úr of- beldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis. Áætlun þar um miðist viö aö takmarka hverskonar ofbeldi, misþyrming- ar, limlestingar og manndráp í myndefni sjónvarps- stööva, kvikmyndahúsa og á myndböndum, tölvuleikjum, leiktækjum og leikföngum sem byggjast á ofbeldi. Einnig ofbeidi á tölvunetum, sýndarveruleikatækjum, í bókum, blööum, tímaritum o.fl. mínus SAMFÉLAG OKKAR fyrir aö búa svo aö þegnum sínum aö upp sé aö rísa kynslóö sem er full af reiöi og grípur til ofbeldis- verka þess vegna. Fagmenn í fangelsismálum hafa lýst því aö afbrot hafi aukist mög hjá ungu fólki sem hefur hvorki lokiö skólanámi né fengiö vinnu. SÍMATORG MEÐ KYNLÍFSEFNI sem gerir þaö aö verkum aö klám er mun aögengilegra en áöur var. Mörg dæmi eru um aö gífurlegir fjármunir fari í símareikninga vegna þess aö karlmenn ánetjast þeirri ftkn aö fá kynlífsefniö beint í eyraö. Gæti ekki fýrir- tæki eins og Póstur og Sími hf. stuðlaö aö uppibyggilegri notkun á síma en þessari?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.