Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 10

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 10
Kolrassa krókríöandi. Sigrún, Bíbí, Anna Magga, Eiíza meö fiöluna og Kalli trommari í baksýn. DÚKKULÍSUR 1982' I98Ó Skilja eftir sig 1 og 1/2 breiðskífu. Dúkkulísurnar voru stofnaðar á Egilsstöðum haustið 1982 af „þarlendum“ skólasystrum sem höfðu reyndar verið að spá í að stofna hljómsveit alveg frá því einhvern tímann í grunnskóla. Vinur þeirra og hjálparhella, Karl Erlingsson, varð sá hvati að þær Iétu til skarar skríða. Grýlurnar bafa ekki haft nein áhrif.? „Ja, kannski að því leyti að þeim gekk vel“, segir Guðbjörg Pálsdóttir, stödd í Reykjavík 18. október, eins og allar Dúkkulísur sem átt hafa heimangengt til að mæta í þrítugsafmæli Erlu söngkonu sem búsett er í höfuðborginni. Hún segir okkur í stuttu máli frá stofnendum Dúkkulísa og núverandi stöðu þeirra meðan hún bíður eft- ir að komast að í snyrtingu hjá vinkonu sinni á eftir Erlu bassaleikara: „Dúkkulísurnar voru fimm manna hljómsveit strax í upphafi: Erla Ingadóttir spilaði á bassa, ég á tromm- ur, Hildur Viggósdóttir á hljómborð, Þórunn Víðisdóttir á gítar. Erla Ragnarsdóttir var í skóla í Reykjavík þegar við byrjuðum, en það var alltaf ákveðið að hún yrði söngkonan í hljómsveitinni þannig að nokkrar leystu hana af þangað til hún gat byrjað. Svo fréttum við af Grétu og hún gerðist gítarleikari okkar sumarið 1983. Arið 1984 tókum við þátt í Músiktilraunum - og unnum.“ Hvers vegna hœttuð þið? „Ætli það hafi ekki verið almenn þreyta. Við vorum líka í skóla og tókum stúdentspróf 1986, þannig að þá urðu tímamót hjá flestum, langskólanám og svoleiðis - nýtt líf. En við höfum haldið sam- bandi hver við aðra, reyndar mismiklu eftir tímabilum, en samt...Já, og svo hittumst við í sumar og spiluðum á 50 ára afmæli Egilsstaða við ótrúlega mikil fagnaðarlæti. Ég vona að við spilum saman aftur einhvern tímann síðar.“ Og við fáum að vita að Hild- ur Viggós er kennari, eins og flestar Dúkku- lísur. Hún býr í Danmörku ásamt eigin- manni og tveimur sonum, 4 og 8 ára. Harpa, sem tók við af Hildi sem hljómborðsleikari í Dúkkulísum, býr á Akureyri með sinni familíu, á son og dóttur, tæplega eins og 3 ára. Erla bassaleikari er dagmamma á Egils- stöðum, á sjálf 2 og 7 ára stelpur og 4 ára strák. Nafna hennar söngkonan er sagn- fræðingur og kennir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún á tvær stelpur, 3 og 7 ára. Sjálf er Guðbjörg kennari á Egilsstöðum og á 3 ára son. GRÉTA Sigurjónsdóttir gítarleikari náði að starfa með tveimur kvennahljómsveitum áður en hún gekk í Dúkkulísurnar. Hún var í skóla á Eiðum og æfði þar með mikilli leynd eftir iokun skólans fyrir bekkjar- skemmtun í hljómsveitinni Orghestrur. Þetta var einhvern tímann veturinn 1981 - 1982. Næsta vetur voru það Gvendólínurnar og þessar sveitir voru með frumsamið efni. Það var því ekki nema von að Dúkkulísurnar fréttu af Grétu, þannig að hún sameinaðist þeim. Þeirra fyrsti frami var að lenda í öðru sæti í hljómsveitakeppni í Atlavík - svo komu Músiktilraunir og í kjölfarið á sigrin- um plötusamningur við Skífuna: „Þetta gerðist allt mjög hratt eftir Músiktilraunir og varð mikil keyrsla - plata, hljómleikar, böll. Við urðum útkeyrðar á stuttum tíma og pen- ingalega var þetta mjög erfitt. Við þurftum að leggja peninga í allslags græjur en inn- koman var ekki eins mikil“. Gréta hefur spilað með nokkrum hljómsveitum síðan Dúkkulísur hættu, t.d. með Guðbjörgu Dúkkulísutrommara í Ökklabandinu og auk þess í Bergmáli, harmonikkubandi og sem trúbadúr: „Þá hef ég tekið lög t.d. frá Alanis Morissette, Susanne Vega, Chrissie Hynde og Svart/hvítu hetjuna mína“, segir Gréta en hún samdi einmitt það lag og texta fyrir Dúkkulísurnar. Gréta útskrifaðist úr heimspekinámi í HI 1995 og gerðist grunnskólakennari við Brúarárskóla en auk þess tónlistarkennari; kenndi á rafmagns- gítar, bassa og trommur - nóg að gera þann tíma. Nú er Gréta með gítarinn í Revkjavík og stundar nám við Tónlistarskóla FIH. KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI 1992 / fullu fjöri - afköst: 2 og 1/2 geisladiskur, 1 fyrir erlendan markað og sá 4. fulli á leiðinni. Kolrassa krókríðandi á sex ára afmæli 28. nóvember á þessu herrans ári, 1997, og er þar með orðin langlífasta kvennahljómsveit landsins. Sér ekkert fyrir endann á hennar ferli því liðsmenn virðast á einu máli um að seiglast áfram. I þessum skrifuðum orðum er hljómsveitin að fara öðru sinni til Lundúna á þessu ári að spila á hljómleikum í Covent garden og Kentish town. Auk þess stendur fyrir dyrum að búa til myndband fyrir nýtt lag sveitarinnar - Crash. Já, kvennahljóm- sveit skrifa ég, en 1/5 er þó karlkyns - trommarinn Karl en hann hefur nú sést í kjól eins og trommarinn í Sveindísi forðum. „Við stofnuðum Kolrössu hátíðlega rétt fyrir hljómleika á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja“, segir Elíza söngkona. Hinar í „við-inu“ voru Sigrún gítarleikari, Bíbí bassaleikari og Birgitta trommari Vilbergs- dóttir. Þær stúlkur höfðu reyndar áður spilað saman í hljómsveitinni Mönnum. Vorið 1992 tók Kolrassa krókríðandi þátt í Músiktilraunum og vann - 10 árum á eftir Dúkkulísum var þeim sagt, en er ekki alveg staðfest hér vegna lélegs tímaskyns allra viðkomandi. Hins vegar er áþreifanlegur sexlaga diskurinn Drápa sem sveitin hljóð- ritaði fyrir verðlaunaféð - og gott meira eigið silfur að vísu. Allar þær sem stofnuðu Kolrössu krókríðandi eru enn í sveitinni, utan Birgitta sem starfar á bókasafni í fæðingarbæ sveitarinnar, Keflavík. 1 stað Birgittu fór Kópavogsbúinn Karl að tromma með Kolrössu árið 1993. Upp úr því fór sveitin að hugsa um að bæta við gítarleikara og í gegnum Emiliönu Torrini mætti Anna 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.