Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 30

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 30
þá gerjun sem á sér stað meðal stjórnarandstöðu- flokkanna og vinni að því að forgangsraðað verði upp á nýtt. Liður í því er fundur sem konur í stjórnarand- stöðuflokkunum munu standa sameiginlega að á Hótel Borg þann 5. nóvember. Þar gefst konum, sem ekki hafa fundið sér stað í flokkunum, tækifæri til að vera með í að móta framtíðarstjórnmálin. Ef okkur tekst að skapa sterkt afl þar sem kynjuð hugsun verð- ur ríkjandi þarf Kvennalistinn ekki lengur að vera á vaktinni. Þar með er ekki sagt að kvennahreyfingin geti farið í frí - langt í frá.“ Telurðu að hœgt verði að taka ákvörðun um sam- eiginlegt franiboð á landsfundinum í nóvember? „Það mun koma í ljós. Við erum inni í miðju ferli umræðu um þessa leið og enginn veit hvernig fer. Eg starfa með hópi Kvennalistakvenna sem vill athuga samstarf við hina flokkana og sá hópur er stór. Ég veit að stór hluti hreyfingarinnar stendur á bak við okkur í þessu starfi og vill að við athugum vel hvaða árangri við gætum náð í samstarfi. Slíkt framboð yrði að bera þess glögg merki að Kvennalistinn tekur þátt í því. Mér finnst mjög spennandi tímar framundan í stjórn- málum og vil taka þátt í því að stokka upp flokka- kerfið. Það er löngu orðið tímabært, flokksbönd eru að verða úrelt.“ Guðrún líkir því sem er að gerast í stjórnmálum við það sem hefur verið að gerast í verslun á undanförn- um áratugum þar sem búðirnar á horninu og sérvöru- verslanirnar hafa verið lagðar niður og stórmarkaðir komið í þeirra stað. „Stórmarkaðir hafa ekki sama sjarma og litlu búð- irnar en þeir eru miklu hagkvæmari. Öllu úir og grú- ir saman en vöruverðið verður lægra. I dag er ekki til stjórnmálaflokkur þar sem allir meðlimir hafa sömu skoðun á öllum málurn. Þess vegna held ég að flokka- kerfið muni líða undir lok og í staðinn komi svona stórmarkaðir. Þar gilda í raun sömu hugmyndir en þar verður hægt að vinna í hópum sem myndaðir verða í kringum einstök mál og málaflokka, t.d. kven- frelsismál, umhverfismál eða utanríkismál. Mér finnst þetta spennandi og vil vinna að því að við tryggjum okkur gott hillupláss fyrir kvenfrelsismálin. Þetta er nauðsynlegur liður í þeirri uppstokkun sem er óhjá- kvæmileg í íslenskum stjórnmálum og ég vil að við verðum með í henni. Reykjavíkurlistinn hefur sýnt að það er mikil þörf fyrir hugmyndir Kvennalistans en þar njóta Kvennalistakonur mikillar virðingar.“ Þegar Guðrún er spurð um væntanlegan leiðtoga fyrir slíkan stórmarkað segir hún að hugmyndafræði Kvennalistans hafi alltaf byggt á valddreifingu og sér finnist allt tal um foringja lítið spennandi. Hún legg- ur þó áherslu á að konur verði í helmingi öruggra sæta á lista. „Ég geri mér þó ljóst að ef við förum í samstarf getum við ekki ráðið öllu.“ í lokin minnumst við rétt á jafnréttisráðstefnuna „Konur og karlar tala saman,“ sem Guðrún tók þátt í að skipuleggja í Lettlandi. „Þetta var mjög lærdóms- ríkt og skemmtilegt verkefni. Staðreyndin er sú að staða kvenna í Eystrasaltsríkjunum hefur versnað eft- ir að Sovétríkin liðu undir lok. Það kennir okkur að við megum aldrei fara af vaktinni. Það er síður en svo sjálfgefið að staða kvenna fari batnandi með tíman- um. Það að konur skuli t.d. ekki lengur mega vígjast sem prestar í Lettlandi, ætti að verða okkur víti til varnaðar og hvatning til að sofna ekki á verðinum.“ „Já, ég tel að hún sé forsenda þess að við náum samhljómi með hinum flokkunum. Mér finnst þetta vera leiðin að því að ná jafnri stöðu kynjanna. Það er staðreynd að staða kynj- anna er ólík og það þarf að taka tillit til þess á öllum svið- um. Við verðum að ná sam- stöðu með konunum í hinum flokkunum um að rísa upp og tryggja okkar réttmæta hlut í framtíðarstjórnmálum á Is- landi. Ég hef trú á því að það geti gerst. Hugmyndafræði Kvennalistans er fersk og hún á hljómgrunn í hinum flokkunum. Margrét Frí- mannsdóttir hefur t.d. sagt að hún væri ekki formað- ur Alþýðubandalagsins ef Kvennalistinn hefði ekki verið til. Ég finn auðvitað að fólk er í viðræðum um samstarf á mismunandi forsendum. Sumir sjá t.d. fyr- ir sér einn stóran krataflokk en ég er ekki á leið inn í slíkan flokk. Ég vil taka þátt í því, með þeim sem það vilja, að skapa nýtt afl í stjórnmálum þar sem kven- frelsishugmyndir verða í heiðri hafðar.“ Telurðu að tími Kvennalistans sem sjálfstæðrar stjórnmálabreyfingar sé liðinn? „Ef við náum að skapa nýtt verkfæri með öðrum, er hann það. Ef okkur tekst það ekki er enn brýnni þörf fyrir Kvennalista en áður. Enn eru tæp tvö ár eft- ir af þessu kjörtímabili og ég mun starfa af fullum heilindum fyrir þingflokkinn sem vinnur eftir stefnu- skrá sem ég er mjög ánægð með. Ég vil að konur nýti Frá jafnréttisráðstefnunni í Lettlandi, f.v. Steinunn V. Óskarsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir, Guðrún, Elsa Þorkelsdóttir og Guöný Guðbjörnsdóttir.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.