Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 14
ármálaheiminum Peningar í banka eru bara vara Kristín Sigurðardóttir, í bankaráði Seðlabankans S Aþeim tíma sem Kristín tók sæti í bankaráði Landsbankans starf- aði hún hjá Kaupþingi og var skipun hennar því harðlega gagnrýnd. „Það var sagt að það passaði ekki að ég væri í annarri peninga- stofnun. Auðvitað var það ekki beinlínis orð- að þannig, heldur var það eiginlega merking- in. Landsbankinn var þá að vísu hvorki með verðbréfasölu né verðbréfasjóð. Hann átti Landsbréf sem er alveg sér fyrirtæki með sína sérstöku stjórn.“ Var gerð krafa um að þú vikir úr banka- ráði? Ekki á fyrstu stigum en það var hamrað á því að þetta gengi ekki. Síðan var farið að tala um að ég yrði annað hvort að víkja eða hætta sem deildarstjóri hjá Kaupþingi. Eg sagði upp starfinu mínu þar og tók að mér framkvæmdastjórastöðu hjá Félagi vinnu- vélaeigenda. Þar var ég í sex ár og sá um þungaskattsmál fyrir þá,“ segir Kristín sem nú starfar sem sérfræðingur í þungaskatti hjá Ríkisskattstjóra. Meðal þeirra embætta sem Kristín gegndi á meðan hún starfaði fyrir Félag vinnuvéla- eigenda var stjórnarseta í Samtökum lands- flutningamanna. „I þessum samtökum eru átta félög sem öll eru með útgerð bifreiða sem einn meginþátt síns reksturs. Ég var í stjórn samtakanna frá stofnun og þar til ég hætti hjá Félagi vinnuvélaeigenda, þar af var ég formaður í tvö ár, auk þess sat ég fyrir hönd Félags vinnuvélaeigenda í sambands- stjórn VSI.“ Kristín hefur nú starfað hjá Ríkisskatt- stjóra í eitt ár og eitt og annað hefur breyst í fjármálaumhverfinu frá því hún fyrst tók sæti í bankaráði. Að því er sögur herma er nú aftur komin upp keimlík staða í Landsbank- anum en þó mun verra dæmi í Búnaðarbank- anum. Þetta hefur verið lítillega gagnrýnt en ekki vakið upp neitt fjölmiðlafár. Þessi staða hefur ekki heldur verið rannsökuð á þingi. í mínu tilfelli var skrifstofustjóra þingsins, Friðriki Ólafssyni, gert að meta mitt mál og skila skýrslu um það. Niðurstaða hans var að þetta færi ekki saman. Málinu var líka vísað til bankaeftirlitsins sem skilaði sínu áliti tveimur dögum síðar. Þeirra niðurstaða var sú að þetta væri allt í lagi, þar sem ég væri við innheimtu í mínu starfi og skaraðist það ekki við setu í bankaráði. Bankaeftirlitið ákvað að ég gæti vikið af fundi ef til þess kæmi. Þegar ég lít til baka sé ég að á fjórum árum hefði ég í mesta lagi þurft að víkja af fundi einu sinni vegna þess að málefni Landsbréfa voru ekki inni á borði hjá banka- ráði.“ Heldurðu að málið sé litið mildari augum vegna þess að karlmenn eiga nú í blutí „Já, sennilega gilda nú eitthvað miklu af- slappaðri reglur fyrir þá. Gagnvart okkur eru þær heldur stífari." Var þér gert að segja upp starfi þínu hjá Kaupþingi? „Nei, ég tók ákvörðun um það sjálf áður en til þess kom. Eg var fyrsta konan í banka- ráði Landsbankans og mönnum brá illa við að kona kæmi þar inn í fyrsta sinn í 106 ára sögu bankans. Eg var hins vegar staðráðin í að standa við það sem ég hafði tekið að mér. Það reyndist ekki erfitt, þar sem allir tóku mér einstaklega vel. Þegar inn í bankann var komið og málin gengin yfir þá var mér tekið af einstakri velvild og hlýju. Sérstaklega fann ég sterkan stuðning frá konum innan bankans. Þarna kynntist ég mörgu góðu fólki sem ég sakna að hafa ekki lengur regluleg samskipti við.“ Kristín hefur nú setið í bankaráði Seðla- bankans í þrjú ár og á eftir eitt ár af kjör- tímabili sínu þar. Hún er einnig fyrsta konan sem situr í því ráði... í hversu langri sögu? „Seðlabankinn vex út úr Landsbankanum um 1960. Fyrst var hann angi, síðan skúffa, svo deild, þangað til alveg var skilið á milli.“ En hefur ein kona í bankaráði Seðlabank- ans völd og áhrif? „Já. Ég er á því að konur hugsi dálítið öðruvísi en karlar og þótt við getum mjög auðveldlega sett okkur inn í hugarheim þeirra, verður ekki það sama sagt um þá. Þeir virðast hvorki geta það né vilja. Þess vegna álít ég nauðsynlegt að við eigum okk- ar fulltrúa þar. Við erum aldar upp við að skilja þeirra hugarheim; það er að segja, við erum tvítyngdar. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að konur og karlar tala sitthvort tungumálið og því gengur okkur oft betur að ná til þeirra sem við tölum við. Þar að auki er sjónarhorn kvenna frábrugðið sjónarhorni karla, þótt það fari eftir því um hvað verið er að fjalla. Síðan held ég að sé verulegur mun- Kristín Sigurðardóttir á sæti í bankaráði Seðlabankans. Áður var hún fulltrúi Kvennalistans í banka- ráði Landsbankans í fjögur ár. Full' trúar í því ráði eru skipaðir af inn- anþingslista og á stjórn þrjá full- trúa en stjórnarandstaða tvo og vaf Kristín fulltrúi hennar. ur á áherslum, jafnvel þótt þær séu alltaf ein- staklingsbundnar.“ Hverjar hafa verið þínar áherslur í þeim tveimur bankaráðum sem þú hefur setið z? „Ég hef áhuga á þjónustu og starfsmanna- stefnu - inn á við og út á við. En að öðru leyti er þetta rekstur á fyrirtæki og peningar í banka eru bara vara.“ Hverjar eru helstu breytingar sem þú hefur séð gerast í bankaráði Seðlabankans og Landsbankans? „I bankaráði Seðlabankans gengust menn inn á þá hugmynd að setja á fót jafnréttis- nefnd innan bankans og það var samþykkt jafnréttisáætlun fyrir bankann. Að öðru leyti er þetta skref fyrir skref, til dæmis í því að gera bankann aðgengilegri og gögn vel fram sett. Það kemur enginn inn með einhvern pakka og ryður honum í gegn. Það þarf að laða fólk til samstarfs og selja hugmyndir. Ég hef haft áhuga á að opna aðgengi að bankan- um fyrir almenning, fá hann tengdan á alnet- ið. Ég hef beðið um það í tvö ár og það er núna að bresta á. Þarna verða aliar megin upplýsingar og talnagögn Seðlabankans að- gengileg öllum. Hvað Landsbankann varðar, voru upp- gjörsmál og tryggingar mér mikið þappsmál. Ég hafði áhuga á að taka upp breytt vinnu- 14 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.