Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 48

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 48
Mamos indjánarnir segja aö ef mannkyniö fari ekki aö hægja á sér og skilja aö jöröin er lifandi vera, muni verndarar hennar ekki geta staöiö aögeröarlausir öllu lengur. tíð því þeir voru með einföld hljóðfæri í skjóðunum sínum. Eg stóð við hliðina á þeim og fannst eins og ævintýrið væri byrj- að. Tekið var á móti mér á flugvellinum í Meddelín með risastóru flaggi og hlýjum faðmlögum. Með mér í bíl var indjána seið- maður frá Venuzuela sem var kallaður blái fuglinn. Hann var eitt af skáldunum. Þetta varð sífellt ævintýralegra. Það var skemmti- legt að keyra niður að borginni. Kræklóttur vegur hátt upp í fjöllunum og Medellín í dalbotninum í ljóshafi, léttklætt fólkið við jaðar hennar, hraðinn í umferðinni og loks inngangurinn að hótelinu. Þar tók Fern- ando Renando á móti mér, maðurinn á bak við hátíðina. Þétt faðmlög við fólkið á bak við tölvupóstinn, bros og handapat. Eg fór upp í herbergið mitt, losaði mig við töskur og stress, gat ekki lagt mig, hélt upp í mat og til að sjá eitthvað af skáldunum sem voru komin. Það var greinlegt að við vorum búin að yfirtaka nokkrar hæðir af hótelinu. Veitingastaðurinn var fullur af allskonar fólki og mér varð ljóst að þetta voru allt skáld frá hinum ýmsu heimshornum. Fyrsti maðurinn sem ég spjallaði við var frá Frakklandi og við töluðum sænsku. Þegar hann heyrði að ég væri frá Islandi spurði hann mig hvort ég vissi hver Erró væri. Eg sagði að það væri erfitt að vera Islendingur og komast hjá því að vita hver Erró væri. Þá sagði hann mér að þeir væru vinir frá fornu fari og að þeir hefðu rétt í þessu gefið sam- an út bók. Heimurinn skrapp stöðugt sam- an fyrir augum mér. Allt í einu breyttist allt í salnum. Indjánarnir sem ég stóð við hlið- ina á í Bogota voru komnir í salinn og ég spurðist fyrir um hverjir þeir væru og hvað þeir væru eiginlega að gera hér! Týnda þjóðin Þeir eru kallaðir the Mamos og teljast til hinna týndu þjóða af fjallinu Sierra Nevada. I 400 ár vissi enginn af tilveru þeirra nema fjallið, fuglarnir og móðir jörð. Þeir voru að koma í fyrsta sinn út úr þorp- inu sínu til að kynna goðsagnir sínar og trú. Að þeirra mati hefur mannkynið aldrei staðið eins höllum fæti gagnvart móður jörð og er ójafnvægið orðið svo mikið að jafnvel þeir sem kosið hafa að lifa fjarri skarkala hins vestræna lífs hafa fundið sig þvingaða til að flytja okkur boðskap sinn. Með þeim í för var seiðmaður þorpsins og skrifari, túlkurinn Toto og tveir aðrir. Mér var sagt að þeir ætluðu að fara með seið og flytja okkur ljóð á sinn máta í tónum og orðum. Hátíðin hefst Næsti dagur kom með ys og þys stórborgar og undirbúningur hófst fyrir upplestra. Ég átti að lesa upp á fjórum ólíkum stöðum. Morgunmatur með fjölmiðlafólki og viðtöl í morgunmat. Hitti leikkonuna sem átti að flytja ljóðin mín. Við æfðum nteð túlkinum mínum við sundlaugina. Um kvöldið var hátíðin sett með pompi og prakt í stærsta leikhúsi borgarinnar. Húsið var troðfullt og 300 manns stóðu fyrir utan og komust ekki inn. Þrjú skáld örkuðu út til að flytja þeim ljóð. Sjónvarpið sendi setningarathöfnina út beint og ég komst að því að ég var umvafin stórskáldum frá öllum heimshornum. Þjóð- skáld Mosambique og Egyptalands snertu strengi. Ég skildi ekki orðin, enda fluttu öll skáldin ljóðin á móðurmáli sínu, en ég sá myndirnar. Næsta dag var fyrsti upplesturinn minn. Upplesturinn gekk vel, ég kynnti goðaljóðin mín og hélt ör-fyrirlestur um goðafræði okkar Norðurlandabúa. Fann engan skjálfta þó að ég væri að lesa fyrir fleira fólk en nokkru sinni fyrr, annað en hérna heima þar sem maður nötrar eins og lauf í suðvest- anátt í hvert sinn sem maður les upp fyrir handfylli af fólki. Fólkið í Kólumbíu hafði brennandi áhuga á að fá að vita meira um norræna goða- fræði og ég hitti mann sem var búinn að lesa allt sem hann gat komið höndum yfir um goðafræðina okkar. Forráðmenn hátíð- arinnar buðu mér að halda námskeið í tenglsum við hátíðina næsta ár um norræna goðafræði með ljóðin sem þema. Ég fór á flest alla upplestrana til að fá smjörþef af því hvað heimsskáldin væru að föndra við. Það var heillandi að sjá hvað ljóðið er enn lifandi og sjá hve fjölbreyttir áhorfendahóparnir voru. Ég hef aldrei upp- lifað eins heiðarlega áhorfendur, ekkert kurteisisklapp, annað hvort voru þeir snortnir eða ekki. Hátíðin var sérstök fyrir það að upplestrar voru haldnir út um alla borgina. I sárustu fátæktarhverfunum, í fangelsinu, á neðanjarðarbrautarstöðinni, í leikhúsum, háskólanum, að ógleymdu úti- leikhúsinu. Útileikhúsið að kveldi og morgni Ég las upp í litlu útileikhúsi þar sem fátæka fólkið bjó. Við vorum fjögur sem lásum upp, litlar stelpur vildu mynd af mér með sér. Þær gáfu mér líka bréf eftir upplestur- inn með Ijóði eftir sig. Fólk dreif að úr öll- um áttum, lítil börn og löggumenn, konur og karlar. Dauðaþögn ríkti á meðan við lás- um upp. Smá stress bærðist í mér því allt gekk aðeins seinna fyrir sig, eins og gengur, og ég átti að vera mætt í stóra útileikhúsið sem var einhvers staðar í hinum enda borg- arinnar. Við brunuðum á afar ólöglegum hraða í átt að litlu fjalli og þegar við vorum komin þangað sá ég eitthvað sem ég hefði aldrei trúað að væri mögulegt - úti undir heitum himni sátu 5000 manns að hlusta á Ijóð! Þegar ég var að koma að sviðinu heyrði ég að ég ætti að lesa næst..enginn tími til að setja spóluna í tækin, bara beint upp á svið að horfast í augu við 10.000 augu. Og fólkið var á öllum aldri, af öllum stéttum og á einhvern hátt tókst mér að lauma mér inn í sál þeirra og snerta þau. Aldrei fyrr hef ég séð fólk standa upp og hrópa bravó fyrir ljóðunum mínum. Ég brosti svo mikið að ép gat varla haldið áfram að lesa næsta ljóð. A eftir þusti til mín fólk úr öllum áttum og vildi eiginhandaráritanir, skáld fengu á sig mynd poppstjörnunnar eitt andartak. Ég heillaðist upp úr skónum að flutningi skáld- anna frá Indónesíu og Japan. Og Blonk frá Hollandi, sem sérhæft hefur sig í hljóðljóð- um, var ógleymanlegur. Rúsínan í pylsuendanum voru svo Mamos indjánarnir. Þeir stigu á svið og gerðu seið sem mér fannst enda án enda. Ég sagði við túlkinn minn að það væri eins og þeir hefðu ekki klárað. Fólkið tók ekki eft- ir neinu og svo var haldið heim á hótel. Þeg- ar liðið var framyfir miðnætti fékk ég boð um að ég hefði verið valin til að taka þátt í hinum eiginlega seið klukkan sex næsta morgun. Ég var snortin - fannst eins og ég ætti ekki slíkan heiður skilið. Nóttin var fyllt sýnum og mér leið eins og ég væri á mörkum einhvers sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Morguninn kom og við vorum fjögur skáld sem höfðum verið beðin um að taka þátt í seiðnum með þeim. Hin voru frá Japan, Indlandi og Rússlandi og við áttum það sameiginlegt að hafa fjallað um þjóðtrú í kvæðum okkar. Ástæðan fyrir þessum fá- 48 vsra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.