Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 6

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 6
Kæru verur. i tilefni af 15 ára afmæli Veru var ég beöin aö setja saman grein um íslenskar kvennarokksveitir. Þetta er góö hugmynd og þarft verk, en þess ber aö geta aö öll vinna í sambandi við rokksögu landsins, sem stöðugt bætist viö sem betur fer, er ansi seinleg því aö uppflettirit um staöreyndir eru ekki til hér á landi. Því verö ég aö taka fram aö ég legg ekki líf mitt að veöi fyrir því aö öll ártöl hér séu nákvæm, jafnvel þótt hljómsveitarkonur hafi gert sitt besta til aö muna þau rétt, því að ekki gafst tími til aö hringja alveg um allan heim til aö fá hvert smáatriði staðfest. Því væri ekki illa þegiö aö fá leiöréttingar, ef einhver veit betur um þau eða annað sem hér er sagt og skrifað - svona til að eiga til taks ef nánar verður skráö síöar. Eins og sjá má á eftirfarandi eru aöeins þrjár af þeim sjö kvennasveitum, sem hér koma viö sögu, enn starfandi og tónlistarlega séö bara ein, ef viö takmörkum okkur viö hljómsveitir sem semja sitt efni sjálfar. Sú sveit er líka fantagóð, hvort sem þaö er nú af því aö hún er 80% kvenkyns, eöa þrátt fyrir þaö, og vel frambærileg á heimsmælikvaröa. Líka er rétt aö geta þess aö vel geta veriö til - og hafa verið til - fleiri kvennahljóm- sveitir en ég veit um, en þaö er þá þeirra aö koma sér á framfæri - þaö er nógu erfitt aö hafa upp á því sem maður veit um... En, eins og oft er sagt: Ég vona aö einhverjir hafi gaman og jafnval gagn af þessum samtíningi. SOKKABANDIÐ 1979-1983 Sokkabandið varð til heima hjá Ásthildi Cecil Þórðardóttur á Isafirði, svona sem nokkurs konar saumaklúbbur: „Það lá bet- ur fyrir okkur vinkonunum að syngja, spila og semja en að fást við hannyrðir. Við vor- um nú ekkert að hugsa um að gera þetta opinbert, ætluðum bara að vera bílskúrs- band, en það fréttist af þessu og við vorum beðnar að troða upp - líklega 1981 eða 1982, eftir að Grýlurnar komu fram. Um 20 árunt áður, þegar ég var 13, var ég reyndar í stelpna-tríói, svona Oskubuskna- tríói. Við sungum og spiluðum á gítara og skemmtum á árshátíðum og svoleiðis“, segir Ásthildur sem nú er garðyrkjustjóri ísafjarðarbæjar. Ásthildur hefur verið bassaleikari með mörgum hljómsveitum í sinni heimabyggð, t.d. Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar fyrir tíð Sokkabandsins, en nú síðast í Gömlu brýnunum: „En nú er ég hætt í hljómsveitabransanum held ég, ég nenni ekki lengur að fórna helgidögunum og gamlárskvöldi - vil eiga slíkar stundir fyrir mig og mitt fólk“. Ásthildur og Oddný Sigurvinsdóttir gítarleikari eru frumherjar Sokkabandsins, en síðar komu til sögunnar m.a. Bryndís Friðgeirsdóttir trommari, núverandi bæjarfulltrúi, Eygló Jónsdóttir gítarleikari, Ásdís Guðmunds- dóttir söngvari og Björk Sigurðardóttir hljómborðsleikari, sem nú fæst við klassískan píanóleik. GRÝLUR.NAR. 1/4 1981 '?/8 1983 Skilja eftir sig 11/2 breiðskífu - það efni komið út á geisladiski - Mávastellinu. Auk þess 2 lög á diskinum Með allt á hreinu. Grýlurnar eiga sér formlegan stofndag - 1. apríl 1981, og það var ekki verið að tvínóna við hlutina - hljómsveitin tróð upp í fyrsta skipti á stórhljómleikum í Austurbæjarbíói þann 10. sama mánaðar - illa æfðar og hræddar. „En“, segir stofn- andinn Ragnhildur Gísladóttir í símtali frá heimili sínu í Lundúnum með teppahreins- iryksugu á fullu á bak við sig: „þetta var gott tækifæri til að koma hljómsveitinni á framfæri. Við fengum að vísu vonda útreið í gagnrýni í DV, sem var alveg sanngjarnt, en þessi gagnrýni gerði mig bara enn þá ákveðnari, ef hægt var, í að vinna að því að gera Grýlurnar að góðri hljómsveit. Enda þótt stelpurnar væru leiðar eftir þessa frumraun og gagnrýnina ákváðum við, á æfingu sama dag og umrætt DV kom út, að bíta sameiginlega á jaxlinn og leggja

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.