Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 15
% o n u r í fjármálahe m i n u m Oddný Óskarsdóttir er aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vélstjóra. Hún hefur starfað hjá spari- sjóðnum frá því hún lauk stúdentsprófi árið 1969 og hefur gegnt stöðu aðstoðar- sparisjóðsstjóra frá 1986. brögð þegar fyrirtæki lentu í gjaldþroti og tjónið var gert upp. Ég var þeirrar skoðunar að það ætti ekki að leysa fyrirtækin upp, heldur meta þau og sjá hvort ekki væri betri lausn að selja þau í rekstrarhæfu formi. Það lágmarkaði tjón allra. Síðan hafði ég mikinn áhuga á rekstraruppgjöri bankans og því var mjög mikið breytt á þeim tíma sem ég sat í bankaráði. Annað var ýmis konar þjónusta við viðskiptavin- inn, til dæmis stofnun Vörðunnar sem er einstak- lingsþjónusta og var, til að byrja með, aðeins í boði fyrir ellilífeyrisþega en stendur núna öllum opin í öll- um bönkum. Þegar ég kom til Landsbankans var þjónusta tékkhefta líka þannig að þú gast bara feng- ið hefti í þínu útibúi. Ég hvatti eindregið til að breyta þessu og fljótlega voru allir orðnir sammála, en um þetta mál þurfti að ræða við ýmsa áður en það komst í framkvæmd, svo að lítil dæmi séu nefnd.“ Jöfn skipting í stjórnunarstöðum Oddný Óskarsdóttir, aðstoðarsparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra Hún vann fyrst í bókhaldi, síðan sem gjaldkeri. „Þetta var svo lítið fyrir- tæki fyrstu árin að við gengum í öll störf,“ seg- ir Oddný sem fór í stöðu skrifstofu- stjóra eftir að hún gegndi starfi gjald- kera. „Þegar staða aðstoðarsparisjóðs- stjóra var auglýst, sótti ég um og fékk starfið,“ segir hún. Þegar Oddný hóf störf hjá spari- sjóðnum var hún ein þriggja starfs- manna en í dag eru þeir fimmtíu og tveir. Þeir tveir einstaklingar sem þá unnu með henni, starfa enn við fyrir- tækið. „Okkur helst mjög vel á starfs- fólki,“ segir Oddný. „Hér er gamall kjarni og fyrirtækið hefur smástækkað - eins og stór fjölskylda. Það hafa alltaf allir unnið saman og við höfum ekkert verið að skipa fólki á bása. Það er núna fyrst sem byrjað er að raða fólki í deildir." Oddný segir að konur séu í stórurn meirihluta hjá Sparisjóði vélstjóra, eins og almennt í bankakerfinu. „Það eru örfáir karlar hjá okkur og við erum til dæmis með útibú, þar sem allir starfs- mennirnir eru konur. En það er jöfn skipting á milli kynja í stjórnunarstöð- um. Þetta er ekki svo stór stofnun að hér séu margir stjórnendur en í rnilli- stjórnun eru konur í miklum meiri- hluta." Hefur fyrirtcekið jafnréttisstefnu? „Nei. Það er engin jafnréttisstefna hjá okkur. Ef við auglýsum eftir fólki, erum við ekkert að leita að konu eða karli. Þetta hefur bara komið af sjálfu sér.“ Finnst þér mikilvcegt að konur stjórni fjármálastofnunum? „Já. Ég vil sjá bæði kynin þar. Surnir viðskiptavinanna vilja ráðgast við karla, aðrir við konur og við erum alltaf að reyna að þjóna viðskiptavin- inum sem best.“ Er einhver sérstök verkefnaskipting milli þín og sparisjóðsstjóra? „Já og nei. Ég leysi hann af þegar hann er fjarverandi og hann mig. Ég hef meira séð um bókhaldið, hef reyndar yfirumsjón með því og hann er kannski meira út á við í stjórnun fyrir- tækja. Við erum síðan bæði í daglegum rekstri og viðtölum við viðskiptavin- ina; skiptum þeim þætti á milli okkar. Við erum jafnt í lánveitingum og kaup- um á pappírum og slíku.“ Hvað með ávöxtun? „Við reynum auðvitað að ávaxta peninga fyrirtækisins án þess að taka áhættu og eftir þeirn reglum sem okkur eru settar, jafnframt því sent við sjáuin um kaup á verðbréfum fyrir viðskipta- vinina. I því vinnum við jöfnum hönd- um.“ Fyrir konur sem vilja klæöast vel; í vinnunni, áfundum og í samkvæmum: Vandaður þýskur og ítalskur fatnaður. kvenfataverslun Hverfisgötu 108, s: 551-2509, kt: 580996-2569 Man v ra i5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.