Vera - 01.10.1997, Page 24

Vera - 01.10.1997, Page 24
eftir Evu Mínervudóttur Dlddð-s/cr/far Etía um „Það kom strákur í heimsókn til mín um daginn og vildi fá að sjá bókina. Hann gluggaði aðeins í hana og vildi svo ekkert lesa hana. Vildi ekki sjá meira. „Lentirðu í þessu öllu,“ spurði hann bara. Fannst ég sennilega svo vcen manneskja og kom því ekki heim og saman að svona ruddaskapur gceti komið frá mér, “ segir Didda þegar ég rek augun í Ijóðabókina á stofuborðinu, Lausar skrúfur og lostafans sem kom út í hitteðfyrra, fyrsta bók skáldkonunnar Diddu. En hin hókin, skáldsagan, þessi sem er verið að prenta einmitt núna? „Hún heitir Erta og er mjög innileg dag- bók konu sem heitir Erta. Titillinn er við- eigandi því bókin er mjög ertandi. Innstu hugsanir annarra eru alltaf mjög ertandi, hvort sem er í jákvæðri eða neikvæðri merkingu. Enda á maður ekkert að vera að hnýsast í dagbækur aðrar en sínar eigin. Hún fjallar svolítið um dómstólinn í höfð- inu á okkur öllum, sem setur okkur höft og bannar okkur, leyfir okkur, fær okkur til að skammast okkar og fela okkur og gera allskyns skynsamlega og óskynsamlega hluti.“ Er hún sönn? „Það má ekki alltaf dæma mig út frá fyrstu bókinni minni sem var mjög per- sónuleg. Auðvitað er hún sönn. En nei, hún fjallar ekki um mig. Fyrir utan það að hún skapar sig mest sjálf og mun endurskapa sig í höfði lesandans. Hún er skemmtileg af því að lesandinn fær að búa sjálfur til at- burðarás. Það eina sem hann fær skammt- að á diskinn sinn eru hugsanir Ertu, lang- anir hennar og þrár en ekki þessaheimsleg- ar aðstæður hennar og engan eiginlegan söguþráð.“ Er hún skemmtileg? „Já, mér finnst margt fyndið og skemmti- legt í henni. Annars held ég að hún snerti fólk eins og það vill láta snerta sig. Hvar viltu láta erta þig? Sumir sem lesa hana yfir upplifa einhverja ógurlega reiði sem ég upplifi ekki sjálf. Aðrir upplifa einhverja pólitík sem ég hef ekki nennt að setja mig inn í. Hef aldrei pælt í pólitík í kringum skrifin mín. En ég veit hins vegar að þarna er ég með sögupersónu sem gerir mikið af því að skoða mannlífið gagnrýnum augum. Hún sér hlutina svolítið utanfrá af því hún lifir ekki í þessu venjubundna munstri. Hún er svolítill vandræðagemlingur því hún sættir sig ekki við „sjálfsagða“ hluti. Það er uppreisn í henni.“ Fuck the system! Er þetta þá pönkbók? „Það getur svo sem verið að allt sem ég geri sé óvart eitthvað skylt pönki. Lúkkið er upprunnið í hörðu vændi og eins þetta attitjúd: ég má vera og gera og segja það sem mér sýnist! Annars er ég á því að alvöru pönk sé hugarfar frekar en framkoma. I þeim skiln- ingi má bókin vel heita pönkbók ef þú vilt. Ég ber náttúrulega, hvort sem mér líkar betur eða verr, heiðursnafnbótina pönk- skáld. Ég er ýmist kölluð Didda pönkskáld eða Didda klámskáld. Ég sem er ekki einu sinni búin að ná utanum þá tilhugsun að ég sé skáld. Ef ég mætti ráða þá héti ég skrif- ari en ekki skáld. Ég geri bara það sem ég vil gera, algerlega óháð nafnbótinni sem fylgir. Þau vinnubrögð eru svo sem nógu mikið í anda pönksins. Ég get ekki séð að í sjálfu sér sé einhver móðg- un falin í því að vera köll- uð pönkskáld. Eða klám- skáld ef út í það er farið.“ Kvennabókmenntir? „Hvað er nú það? í mín- um huga eru það rauðu ástarsögurnar. Bar- bara Cartland. Mér finnst eiginlega bara flækja málin að vera alltaf að tala um kvenna þetta og kvenna hitt. Mér finnst það bara ruglingslegt. Ég hef verið að glugga í svona „kvennablöð“, Cosmopolit- an og álíka snepla. Þar rekst maður á þess- ar óskiljanlegu greinar um það hvort konur fái það og hversu oft. Jafnvel lagðar á borð fyrir mann kenningar eins og að konur fái það bara einu sinni á æfinni. Þetta er auð- vitað bara bull. Við getum fengið það eins oft og við viljum en við þurfum hinsvegar að hafa svolítið fyrir því. Maður fær ekkert fyrir ekkert. Fyrsta skrefið er að viður- kenna að maður vilji fá það og þá ætti hitt að fylgja á eftir. Svo þýðir ekkert að bíða eftir þessari einu allt sitt líf. Erta er auðvitað svolítið upptekin af því að skoða sig sem konu. Hún tekur líka fyr- ir kvennabaráttuna og einstæðar mæður og hún rífur í sig ýmislegt. Svo á hún í baráttu við sjálfa sig af því að skilaboðin úr menn- ingunni eru svo skýr. Annað hvort ertu jómfrú eða hóra, það er ekkert til þar á milli. Erta er semsagt svolítið klofin. Það er annars vegar HÚN og svo er það HIN. HÚN uppfyllir þessa mynd sem rnargar Didda er fastagestur á Prikinu á Laugavegi. Þar drekkur hún morgunkaffið sitt og les blöðin. hin: Pað bauð mér einn á tónleika og ég sá annan og Iwíslaði að hon- um að koma tneð mér á klósettið, og þar inni, á karlaklósettinu, gerð- utn við það og heyrðum í öllum hinum mönnunum að tala satnan, og það truflaði tnig ekki neitt, en það truflaði hatin soldið, svo að hann flýtti sér að fá það. hún: og svo horfði og horfði hatm á mig, og ég roðnaði og bað hatin að hœtta þessu og þá sagði hann: hœtta hverju? og ég sagði: þú veist það. og þá sagði hann: nei'. hin: ég klceddi einn mann í ömmu-náttkjól og setti á hann hámet og svo lék ég manninn, fruntalegan fant og ég rispaði hann í fratnan tneð fínum sandpapþír og sagði honum sífellt að hann vxri hóra og tussa og að hann vxri Ijótasta skuðið á svœðinu. sá tnaður hefur aldrei þor- að að horfast í augu við mig aftur. hún: og svo horfðutn við á sjónvarpið og hattn sofnaði, hraut. þriðjudagur ttei, tttig langar ekkert í þrekstiga og fitubrennslu, sex viktta aðhald og tröppuhopp, úthverft appelsínunudd og innhverfa megrun. tnig langar í karlasturtu.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.