Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 21
Vera/^ áni/ kosningar, en auðvitað tók þetta lengri tíma og fyrir- höfn og þetta kostaði peninga sem ekki voru til. Blað- ið átti að höfða til kvenna almennt með því að fjalla um reynsluheim þeirra, það átti að vera kvennapóli- tískt en fjalla líka um bókmenntir, listir og fréttir af konum í útlöndum. Svo var fjallað um borgarmálefni út frá Kvennaframboðinu á sérstökum síðum. I fyrsta blaðinu er t.d. langt viðtal við heimavinnandi hús- mæður. Það átti að undirstrika að við litum ekki nið- ur á þær, en það orð fór af Rauðsokkahreyfingunni og við vildum tryggja að svo yrði ekki með Kvennafram- boðið. í fyrstu blöðunum er líka viðgerðaþáttur þar sem m.a. var kennt hvernig á að skipta um öryggi. Konur áttu jú að vera sjálfbjarga! Svo var tekið á ýms- um mikilvægum málflokkum sem snertu konur og ekki var fjallað urn í öðrum blöðum á þeim tíma. Vera braut mörg tabú í þjóðfélaginu með því að fjalla t.d. um klám og kynferðislegt ofbeldi. Einnig var rætt um viðkvæm mál, t.d. um það hvort kvenréttindakonur mættu vera sætar,“ segja þær og hláturrokurnar fylgja með. „Malla pældi rnikið í þessu og við ræddum hvort við mættum mála okkur, en það var alveg bannað að lita á sér hárið! Hér er þáttur um tísku. Sjáið þið myndina af Hlín,“ segja þær og skellihlæja. Var Klara Zetkin rússnesk eða þýsk? En hvað voru þessar ágætu konur að gera á þessum árum og hvað hafa þær verið að gera síðan? Hlín og Kristjana voru í Rauðsokkahreyfingunni á sínum tíma og skrifuðu í blað hreyfingarinnar Forvitin rauð. Þær urðu meira að segja svo frægar að blað sem þær höfðu umsjón með var gert upptækt vegna viðhorfa sem þar kornu fram. „Við sögðum að Klara Zetkin hefði verið rússnesk en hún var víst þýsk! Svo þótti konum líka koma fram hrokafullt viðhorf í blaðinu gagnvart konum úti á landi sem voru að afhjúpa minnisvarða um Auði Vésteinsdóttur,11 segja þær Hlín og Kristjana. „Á þessum árum var rnikil valdabarátta á milli Trot- skyista og Maóista í vinstri hreyfingunni. Við Maóist- ar töldum að kvennabarátta væri það sama og stétta- barátta og vorum því á móti femínismanum sem Trotskyistarnir töluðu um.“ Hlín var við nám í leikhúsfræðum í Svíþjóð á árun- um 1976 til 1981 og var því nýkomin heim þegar starfið í Kvennaframboðinu hófst. Kristjana var þá í námi í sálar- og uppeldisfræðum við Háskólann og fjallaði BA ritgerð hennar um kynþroskann. „Hvern- ig verður maður kona?“ hét hún og naut Vera góðs af þeirri vinnu í merkilegri grein sem Kristjana skrifaði um efnið. Jóhanna og Guðbjörg Linda voru í félags- fræði en BA ritgerð Lindu fjallaði einmitt unt Rauð- sokkahreyfinguna. Þær fóru síðan í framhaldsnám, Jóhanna í söngnám til Englands og Linda í fram- haldsnám til Svíþjóðar þar sem hún skrifaði masters- ritgerð um kynjaskiptan vinnumarkað og síðar dokt- orsritgerð unt kynjaskipt verkalýðsfélög. Það má því segja að allar hafi þær valið sér störf tengd konum og baráttu þeirra. Hlín hefur skrifað leikrit um konur og staðið fyrir kvennabaráttu á ýmsum vettvangi. Á næstunni verður t.d. sýnt eftir hana sjónvarpsleikrit í Ríkissjónvarpinu sem nefnist Aðeins einn og fjallar um samskipti þriggja kvenna við kvensjúkdómalækn- inn sinn. Eftir að Jóhanna kom frá námi stofnaði hún Óperusmiðjuna með fleiri söngkonum og hún er ein af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur og var radd- þjálfari hans frá upphafi. Nú stjórnar hún 120 kon- mm. BORGARMALIN ^ ÚR KVENNASÖGUSAFNI HÚSMÆÐUR OG ELDHÚS EFTIR MÁLI , TÓNLIST: FRA ^OLANDA T»L 6E RANPA FJÖLMIÐLARNIR í HITA OG ÞUNGA DAGSINS HVAÐ?! VERÐ KR. 40 Forsíöa 1. tölublaös Veru sem kom út í október 1982. Teiknarinn, ína Salóme, setti andlit sitt inn í myndina af konunni meö þvottaefnispakkann. Er það þetta sem viö viljum? var spurt í 6. tbl. 1987. Bókin „Women and Love, /\ Cultural Revoiution in Progress" eftir Share Hite var kveikja þemans en þar kemur fram að konur séu dauösvekktar og iangþreyttar á körlunum sínum. Ljósm: Rut Hallgrímsdóttir. um í Léttsveit Kvennakórsins, kennir söng í Nýja söngskólanum, sem starfræktur er í tengslum við Kvennakórinn, og er að gefa út fyrsta geisladiskinn sinn, Flau- elsmjúkar hendur. Af Kristjönu er það að segja að árið 1985 flutti hún til Seyðisfjarðar og gerðist kennari. Hún hefur verið forrnað- v ra 2i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.