Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 45
Mæðraveldi á Indlandi Hjá Khasi-ættbálknum í Shillong, í norðaustur hluta Indlands, hefur mæðraveldi tíðkast frá fornu fari og ríkir þar enn, en það er eitt örfárra slíkra. Þetta samfélag var einangrað allt til ársins 1841 þegar prestur nokkur tók að boða innfæddum kristna trú og síðan hafa vestræn áhrif farið vaxandi. Fjöldi Khasi- manna er nú um 400.000 og 80% þeirra er kristinnar trúar, en þrátt fyrir það hefur mæðraveldið haldið velli. Ekki eru allir karlmenn ættbálksins ánægðir með kven- veldið í dag og margir einhleypir karlar hlakka ekki til brúðkaupsins. Þeir kvíða því að festast í barnauppeldi innan hjónabands- ins og finnst korninn tími til að breyta sið- venjum samfélagsins. Meðal Khasi-manna tíðkast það að börn fá ættarnafn móður sinnar og rekja menn ættir sínar í kvenlegg. Eignir fjölskyldunnar ganga frá rnóður til yngstu dóttur hennar, en nú færist það í aukana að eignum sé skipt jafnt milli systra. Hjón skipta með sér heimilisverkum en konurnar hefja gjarnan sjálfstæðan atvinnu- rekstur og vinna iðulega utan heimilis allan daginn, meðan karlar gæta bús og barna. Leiðtogar Khasi-ættbálksins glílma við ýmis vandamál. Ógrynni fíkniefna rennur í gegn- um land þeirra og karlmenn utan samfélags- ins sækjast gjarnan eftir kvonfangi þarna vegna arfsins. Aukin vestræn áhrif, sem ber- ast m.a. með gervihnatta-sjónvarpi sem hóf göngu sína 1991, hafa líka aukið óánægju karla með hlutskipti sitt og komið af stað erjum milli kynjanna. Konurnar eru ófúsar að láta af rétti sínum, en játa þó sumar að það sé þreytandi að vera eina fyrirvinnan, meðan karlinn liggi í makindum. Reuter, VSV Bólur ckkcrt mál. Iitex 2 krem og maski Icysa mál ð. Ella Baché útsölustaðir: Greifyujan, Árbæ Gullsól, Mörkinni Gullsól, Smiðjuvegi Hilma, Húsavík Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Ámes Apótck, Selfossi Lyfsalan, Kirkjubæjarklaustri Snyrtistofan Tara, Akureyri Heildsöludrcifing: Iljölur, Spítalastíg 10, Reykjavík, Sími 551-3546, ráðgjafaþjónusta og upplýsingar SPARISJÓÐUR YÉLSTJÓRA Öryggi í fjármálumjer mikilvægt til þess aö fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin.|Þú getur valið milli þriggja lciðaTj Greiðsluþjónustu Sparisjóðanna: ^Greiðsludreifing: jViö gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgar jafnar mánaðarlegargreiðslur. [ Stakar greiðslur-.jSparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. [ Greiðslujöfnun:|Komi til þess að greiðslur einstakra mánaöa séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismuninn. [ Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna|er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimilisins.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.