Vera - 01.10.1997, Qupperneq 11

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 11
Hraundal á svæði sveitarinnar og var ráðin með það sama. Hún, eins og Inga Rún í Grýlunum forðum, hafði litla rokk- gítarreynslu en hafði verið í klassísku gítar- námi. Anna bjó í Kópavogi eins og Karl, en hafði ung að árum átt heima í Keflavík, án þess að nokkur þá verðandi Kolrassa hefði hugmynd um það - nema Anna sjálf. En Kol- rassa krókríður ekki svo á rósum að liðsmenn þurfi ekki að vinna með spilamennskunni: Elíza er á sjöunda stigi í Söngskólanum - getur sem sagt haft klassíkina í bakhöndinni ef hún „græðir ekki á bernskubrekinu“, eins og hún orðar það. Kalli vinnur í versluninni 17, Anna saumar í 66° norður og afgreiðir í íþróttaverslun, Sigrún vinnur á leikskóla og Bíbí bassaleikari vinnur í Hinu húsinu, meðfram því að vera nýbökuð móðir með öllu sem því fylgir. ÁTÚR 1996-1997 Fyrsta og síðasta platan í vinnsln. A Túr gæti ekki verið meiri kvennahljóm- sveit, þrátt fyrir Bibba trommara, sem með réttu heitir Birgir Örn Thoroddsen, öðru nafni Curver og aðalkallinn í Brimi. Auk hans eru nefnilega þrír miklir pilsvargar í sveitinni: Elísabet söngkona, Kristbjörg sellóleikari og Fríða Rós hljómborðsleikari. Hljómsveitin var stofnuð sex dögum fyrir Músiktilraunir 1996 og lenti þar í 2. sæti. Þá var byrjað að æfa. Stelpurnar eru þrjár bestu vinkonurnar í MS, að sögn Elísabetar, og voru fyrir löngu búnar að ákveða að ef þær stofnuðu hljómsveit þá skyldi hún heita Á túr og ekkert annað. „Við erum að taka upp okkar fyrstu og síðustu plötu“, segir Elísabet. „Við erum aðallega að skrásetja þetta tímabil fyrir okkur, því að nú skilja leiðir. Kristbjörg er að fara í sellónám, Fríðu Rós gæti dottið í hug að verða læknir - hún er á náttúrufræðibraut í MS. Eg er að læra að syngja og ætla líka í annars konar listnám. Og svo er ég komin í aðra hljómsveit, Emmet. Við tökum kannski upp þráðinn aftur að nýju eftir tíu ár. En ég er viss um að Á túr er kvenlegasta band sem um getur í sögunni, bæði textalega og tónlistarlega." ÓTUKT 1996 Verður með á vamtanlegum safndiski Veru. Ótukt ætlaði aldrei að verða hljómsveit. Hún tjaldaði til fjögurra laga uppákomu við opnun á samsýningu listamanna í Síðu- múlafangelsinu í nóvember í fyrra: Tukt '96. lllugi Eysteinsson bað Kristínu systur sína að hóa saman í hljómsveit og kallaði hún til Elízu, söngkonu í Kolrössu, til að syngja með sér gamla slagara við undirleik Önnu gítarleikara úr sömu sveit, Kiddu rokk i bassaleikara af Skaganum og Stínu bongó. Ótukt er yfirlýst „cover-band“, þ.e. þær setja gamlar lummur í sinn grínagtuga stíl og klæðast sama „hallærisstíl". „Eftir Tukt '96 bárust okkur stöðugt tilboð. Við auglýstum okkur aldrei, enda erum við allar í einhverju öðru - vinnu og eigin tónlist, nema Kidda er ekki í annarri hljómsveit í bili. Hún var t.d. í 1000 millibara lægð og Ástmeyjum Hamlets uppi á Skaga. En við skemmtum okkur kon- unglega í Ótukt. Þetta er eins og að leika í líflegu leikriti en maður má ekki týna sér í þessu... Manni finnst t.d. dálítið ósanngjarnt að hafa meira upp úr svona gríni en þeirri tónlist sem maður leggur allt sitt í“, segir Kristín.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.