Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 19
Honnuour heimasiou Veru, Birgitta Jónsdóttir, fylgist meö Ingibjörgu Sólrúnu svara spurningum um veiferöarborgina Reykjavík. Tryggvagötunni. Hvað varðar krár og veit- ingahús þá höfum við ekki enn þau stjórn- tæki sem þarf til að stýra fjölgun þeirra. Það er hins vegar nauðsynlegt að taka strangar á starfsemi þeirra og fylgjast betur um breytt vinnufyrirkomulag felur það ekki í sér neina kröfu um að lengja vinnu- tíma kennara. Eg er fyrst og fremst að hugsa urn að breyta því fyrirkomulagi sem nú er á starfsdögum kennara og er mörgum í munninum. Það má ekki gleyma því að það er líka sárt fyrir sveitar- stjórnarmenn að sitja undir því að þeir hafi engan metnað fyrir hönd skólanna, þeir skilji ekki rnikil- vægi skólastarfs o.s.frv. Það er ein- faldlega ekki rétt enda fjölmargir skólamenn sem sitja í sveitar- stjórnum úti um allt land og sinna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélögin.“ Og hélt síðan áfram: „Við sem störfum í sveitar- stjórnum erurn svolítið á milli steins og sleggju. Við skynjum það að fólk vill bæta kjör kennara - það er almennur vilji til þess núna að mínu mati. Hins vegar er lítill vilji til þess hjá fólki að hækka skatta eða álögur. Við höfum aftur á móti ekki yfir neinum öðrurn fjármunum að ráða en útsvarinu og fasteignagjöldunum. Við fáum ekkert auknar tekjur þó að veltan aukist í samfélaginu, eins og gerist hjá ríkinu. Eini staðurinn sem við getum borið niður eftir fjármunum er hjá íbúun- um sjálfum og þá vaknar spurningin; hvað vilja þeir leggja á sig til að hægt sé að borga kennurum betri laun?“ i í með hvernig staðirnir fylgja setturn reglum um hávaða og aldursmörk." Malefni kennara Næsta spurning hljóðaði svo: „Fyrir mér er skólinn mikið velferðarmál og ég hef áhyggjur af kennaradeilunni. Veit líka að margir foreldrar hafa samúð með málstað kennara. Þarf R-listinn ekki að sýna í verki í þessari viðkvæmu deilu að hann sé val- kostur við Sjálfstæðisflokkinn?“ Svar borgarstjóra var eftirfarandi: „Mér finnst mjög mikilvægt að meta störf að uppeldis- og menntamálum að verðleikum og tel að það þurfi að bæta kjör kennara. En ég ber líka ábyrgð á sameiginlegum sjóðum allra borgarbúa og verð eins og aðrir sveitarstjórnarmenn að gæta þess að ofbjóða þeim ekki. En það er skilningur á því að það þurfi að bæta kjör kennara - sá skilningur hefur ekki alltaf verið fyrir hendi - og við verðum að finna leiðir til að bæta kjör þeirra. 1 því sambandi er inikilvægt fyrir sveitarfélögin og skólastarfið ef hægt er ná einhverjum áföngum í breyttu vinnu- fyrirkomulagi í skólunum. Aukinn sveigj- anleiki í starfsemi skapar aukna möguleika á því að nýta fjármuni vel.“ Og svarið hélt áfram: „Þegar ég er að tala foreldrum ntikill þyrnir í augum. Þá finnst mér líka of ströng skilgreining á kennslu- skyldu kennara. Víðast hvar á Norðurlönd- unum er kennsluskyldan ekki jafn stíft skil- greind og hér á landi. Hér ræður hún úrslit- um um það hvort kennari er í 100% starfi eða ekki, þrátt fyrir að það séu rnörg önn- ur störf sem þurfi að vinna í skólunum og lúta að menntun barnanna. Þess vegna mætti vel hugsa sér að sumir kennarar kenndu rninna en 28 kennslutíma, sem er hin almenna kennsluskylda, og sinntu í staðinn öðrum störfum en væru samt í 100% starfi.“ Fyrirspyrjandinn bætti við: „Það er auð- vitað flókið að sentja og ekki meining mín að fara út í tæknileg atriði. Mér finnst bara að borgin hverfi dálítið á bak við launa- nefnd sveitarfélaga, þar á bæ hafa menn verið stórir í munninum í garð kennara, sem eru eins og við vitum mikil kvenna- stétt. I mínum huga eru þessi mál líka póli- tísk, launapólitísk, ekki bara tæknileg. Mér finnst samfélagið skulda þessari kvenna- stétt eitthvað réttlæti, kannski gæti R-list- inn viðurkennt að svo væri og sagst ætla að leiðrétta það í áföngum eða hænuskref- um.“ Svar Ingibjargar Sólrúnar var á þessa leið: „Mér finnst þeir ekki hafa verið stórir Síðasta innleggið á Rásinni átti nemandi í Ölduselsskóla sem sagði að krakkarnir þar væru mjög ánægðir með skólann sinn. Ingibjörg Sólrún kvaðst ekkert hissa á að heyra það, enda væri mjög vel búið að þeim skóla. „Hann er t.d. einsetinn en það vant- ar enn talsvert upp á að það eigi við í öllum skólum borgarinnar. Þess vegna er Reykja- víkurborg í miklu byggingarátaki í skóla- málurn og ver núna 800-1000 milljónum á ári í skólabyggingar.“ GREINILEGA DENBY Laugavegi • Suðurveri

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.