Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 33
kvæmd íslenskra stjórnvalda hefur sætt gagnrýni og því verið haldið fram að þau hafi ekki með fullnægjandi hætti framfylgt þessari tilskipun. Það er því áhugavert að kynna innihald hennar. Mörg ákvæði snúa að vinnuvernd barns- hafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti. Ákvæði er um skyldu atvinnurek- enda til að breyta tímabundið vinnuskil- yrðum og vinnutíma konu við þessar að- stæður vegna öryggis hennar og heilbrigðis eða til að gera viðeigandi ráðstafanir til að fela henni önnur störf. Verði ekki við komið slíkum breytingum skal konan eiga rétt á leyfi frá störf- um. Þessi ákvæði taka ekki einungis til barns- hafandi kvenna heldur einnig ef öryggi konu og heilsu er hætta búin í starfi sínu að afloknu fæðingarorlofi. Öll rétt- indi samkvæmt kjara- samningi skulu haldast, þ.m.t. launa- greiðslur eða bætur í samræmi við innlenda löggjöf og/eða venjur. Settar hafa verið við- miðunarreglur hér á landi um það hvenær vinnuaðstæður teljast ógna öryggi og heilsu konu. Þessar reglur, sem því miður eru ekki mjög skýrar, geta verið mikilvægur stuðn- ingur við konur sem starfa við erfið, slít- andi störf. Kynning reglnanna á meðal kvenna, forystumanna stéttarfélaga og at- vinnurekenda er því ákaflega brýn. I tilskipuninni er að finna ákvæði er varða fæðingarorlof sem eru nýmæli fyrir okkur. Á síðastliðnum árum hafa nefndir á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra unnið að heildarendurskoðun laga og reglna um fæðingarorlof hér á landi en breytingar ekki náð fram að ganga. Itrekað hefur verið bent á að þessi mál séu í mikl- um ólestri hér á landi, m.a. að því er varð- ar rétt feðra og þann mun sem er á greiðsl- um til kvenna eftir því hvar þær starfa. I framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára, um aðgerðir til að koma á jafnrétti kynja tímabilið 1993 til 1997, kemur fram sú stefna að jafna eigi þennan mun. Eitt af því sem veldur áhyggjum er hve ákvæði um fæðingarorlof eru dreifð í mörgum lögum og reglugerðum hér á landi. Með því er erfitt fyrir bæði konur, stéttarfélög þeirra og atvinnurekendur að þekkja rétt sinn og skyldur. Ég tel því brýnt að á þessum málum verði tekið og eru þau nýmæli sem er að finna í þessari tilskipun enn eitt tilefni heildarendurskoðunar. Full laun eða sambærileg við sjúkrabætur almanna- trygginga? En liver eru þá þessi nýmæli? Nefna má ákvæði eins og rétt kvenna til fjarvista frá vinnustað vegna mæðraskoðunar. Þegar eru nefnd ákvæði um tilflutning í starfi og bann við tilteknum störfum. Tilskipunin leggur á aðildarríkin að ákveða hvort hluti orlofs skuli tekinn fyrir áætlaða fæðingu barns. Hér á landi er heimilt að taka allt að einum mánuði fyrir áætlaða fæðingu barns gegn samsvarandi skerðingu á orlofi eftir fæðingu. I Iangflestum ríkjum Evrópusam- bandsins eru konum tryggðar ein til fjórar vikur fyrir áætlaða fæðingu barns sem hef- ur engin áhrif á lengd or- lofsins. Islensk löggjöf fullnægir vissulega ákvæðum tilskipunar- innar að þessu leyti en er mun veikari en hjá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það atriði sem hins vegar hefur verið hvað mest til umfjöllunar í fjölmiðlum er 11. gr. til- skipunarinnar sem fjallar um greiðslur í fæðingar- orlofi. Þar segir að greiðslur til kvenna í fæðingarorlofi teljist hæfilegar ef þær tryggja a.m.k. jafnmiklar tekjur og kona fengi í veikndafríi, hugsanlega bundið við eitthvert hámark í samræmi við innlenda löggjöf eða venjur. Islensk stjórnvöld hafa túlkað ákvæðin svo að nægilegt sé að tryggja greiðslur sem séu sambærilegar sjúkrabótum almannatrygginga. Aðrir telja að túlka beri ákvæðin þannig að greiðsl- urnar eigi að vera sambærilegar þeim sem starfsmaður nýtur vegna veikinda, en sam- kvæmt löguin nr. 19/1979 skal starfsmaður njóta fullra launa í veikindum í einn til þrjá mánuði eftir lengd ráðningar. Kona eigi því rétt á að halda fullum launum þær 14 vik- ur fæðingarorlofs sem tilskipunin tilgreinir, eða að vissu hámarki verði slíkt hámark sett. Hér verður ekki lagt mat á hvort framkvæmd til- skipunarinnar telst full- nægjandi. í mínum huga er túlkun stjórnvalda a.m.k. eins þröng og nokkur kostur er og ég tel hana ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórn- valda eins og hún birtist í framkvæmdaáætlun rík- isstjórnarinnar. 1 skýrslu frá árinu 1995 um frant- kvæmd tilskipunar 92/85, sem unnin var af sérfæðingahópi skipuðum lögfræðingum frá öllum aðildarríkjum Evrópusambands- ins, kemur fram að öll ríkin taka mið af laununt konu við ákvörðun greiðslu en greiða ekki bætur tengdar fjölda vinnu- stunda sem kona hefur unnið fyrir fæðingu, eins og gildir fyrir stóran hóp kvenna hér á landi. Réttur íslenskra kvenna þessar 14 vikur sem tilskipunin tryggir og ekki njóta launa frá vinnuveitenda er því lakari en í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Tilskipun um foreldraorlof í júní 1998 mun koma til framkvæmda til- skipun Evrópusambandsins um foreldraor- lof. Félagsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til að þessi tilskipun verði hluti EES samningsins en málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum. Með henni verður báðum foreldrum tryggður sjálfstæður réttur í þrjá mánuði til fjarveru af vinnustað vegna um- önnunar barns undir vissum aldri. Hvert ríki þarf að útfæra tilskipunina nánar en ekki eru tryggðar greiðslur í leyfinu, ein- ungis leyfi. Verði þessi tilskipun lögleidd hér á landi er kornið enn eitt tilefni þess að sett verði löggjöf um leyfi frá störfum vegna meðgöngu og fæðingar barns sem er í samræmi við þá réttarþróun sem er í ná- grannaríkjuin okkar. Tillaga að tilskipun um sönnun í jafnréttismálum. Að lokum örfá orð um tillögu að tilskipun um sönnun í málum er varða mismunun vegna kynferðis og um óbeina mismunun. Rök framkvæmdastjórnarinnar fyrir því að leggja fram tillöguna eru þau, að þrátt fyr- ir skýran lagatexta Evrópusambandsins og aðildarríkja þess þá sé kynbundið misrétti enn til staðar. Þekking einstaklinga á rétti sínum sé enn takmörkuð og því mörgum ekki tryggð þau grundvallarrétdndi sem Iöggjöf Evrópusambandsins byggir á. Hér skipti sönnun miklu, ekki síst vegna þess að oft væri það einungis á færi atvinnurek- anda að leggja fram nauðsynlegar upplýs- ingar og gögn. Annað mikilvægt vandamál væri skilningur og notkun á hugtakinu óbein mismunun sem er að finna í ýmsum tilskipunum Evrópusainbandsins. Þá væri tilskipun um sönnun í samræmi við þá stefnu sambandsins að tryggja samræmda laga- túlkun í aðildarríkjun- um og til þess fallin að auðvelda beitingu meg- inreglunnar um jafna stöðu óháð kyni. Til- skipunin myndi einnig tryggja að þau dómafordæmi sem dómstóllinn hefur mót- að, skili sér til dómstóla aðildarríkjanna. Verði tilskipunin sam- þykkt mun hún skylda aðildarríkin til að gera nauðsynlegar ráð- stafanir í samræmi við innlent dómskerfi sem tryggi ákveðnar reglur um sönnun og stöðu hvors málsaðila. Málum þar sem reynir á óbeina mismunun hefur fjölgað mjög fyrir Evrópudómstólnum og því skil- greining hugtaksins mikilvæg. Ekki er vafi á að samþykkt þessarar tillögu muni auð- velda nteðferð þessara mála, bæði fyrir kærunefnd jafnréttismála og dómstólum. Oll ríkin taka miö af laun- um konu við ákvörðun greiðslu en greiða ekki bætur tengdar fjölda vinnustunda sem kona hefur unnið fyrir fæðingu, eins og gildir fyrir stóran hóp kvenna hér á landi. Réttur íslenskra kvenna þessar 14 vikur sem til- skipunin tryggir og ekki njóta launa frá vinnuveit- enda er því lakari en í öðrum ríkjum Evrópusam- bandsins. tfcra 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.