Vera - 01.10.1997, Síða 29

Vera - 01.10.1997, Síða 29
Frá fundi Kvennalistans á Hótel Vík. Ef eitthvað mikið var að gerast í þjóðfélaginu mættu konur niður á Vík að lokinni vinnu og réðum ráðum sínum. Guðrún við skrifborðið sitt á Víkinni. 4 þeim árum komst fylgi Kvennalistans upp í 30% í skoðanakönnunum. þessu verkefni voru stofnuð samtök norskra kvenna- athvarfa, sem eru 50 talsins, og mér boðið að vera framkvæmdastjóri. Eg gegndi því starfi í tvö ár ásarnt því að vinna að samtarfi kvennaathvarfa á Norður- löndum, frá Grænlandi til Finnlands. Hvatinn að verkefninu var að afla upplýsinga fyrir Kvennaat- hvarfið hér heima því ég var alltaf með það í huga að afla upplýsinga um aðferðir hinna landanna og koma þeim til skila heima. I þessari rannsókn komumst við að því að kvennaathvörfin höfðu þróast í mjög ólíkar áttir í þeim þremur löndum sem við skoðuðum, auk Islands. En eitthvað merkilegt var að gerast í hverju landi fyrir sig. I Svíþjóð voru kvennaathvörfin póli- tískt meðvituð, í Danmörku kunnu þau rnjög vel að annast börn og í Noregi fengu konurnar frábæra þjónustu en þar hafði pólitískur áhugi dofnað.“ I starfi sínu kynntist Guðrún norskri kvennahreyf- ingu, og reyndar á öllum Norðurlöndunum, rnjög vel. Það kom henni þægilega á óvart hvað reynsla hennar úr Kvennalistanum nýttist henni vel, þ.e. það viðhorf að ekkert sé sjálfsagt og ekkert sé ómögulegt. Guðrún stóð fyrir því að norskar konur fjölmenntu inn á Stór- þing og hún fór oft á fund „kvennapólitíska Stór- þingsins" eins og hópur þingkvenna úr öllunt flokk- um er kallaður, en þverpólitísk samstaða kvenna á norska þinginu er mikil. Guðrún naut virðingar inn- an norskrar kvennahreyfingar. Til marks um það má nefna að hún var valin sem fulltrúi norskra kvenna- samtaka á fund Evrópuráðsins í Strassborg. Hún ferðaðist víða í starfi sínu, fór til Kína og á ráðstefn- ur víða um Evrópu. „Eitt af mínum síðustu verkum í Noregi var að fá athvörfin til að sameinast unt kynningarviku undir yfirskriftinni „Leyniþjónusta kvenna“. Mér fannst vera kominn tími til að segja allan sannleikann. Um allan Noreg kynntu athvörfin starf sitt í bæjarblöð- um, svæðissjónvarpi og útvarpi. Við bentum m.a. á að það sem hefði áunnist í baráttunni gegn kynferðis- ofbeldi væri að fá það viðurkennt að konum væri nauðgað og þær beittar líkantlegu og andlegu ofbeldi. Þetta hefðu kvennaathvörfin gert sýnilegt, m.a. nteð tölum. Það sem mætti hins vegar ekki nefna væri hverjir beittu ofbeldinu. Enn þætti það karlhatur að segja hverjir væru hinir eiginlegu vinnuveitendur at- hvarfanna - þ.e. ofbeldismenn. I lok vikunnar héldum við ráðstefnu í Ósló og í tengslum við hana stóðum við fyrir aðgerðum framan við Stórþingið. Við settum upp heilmikið af þvottasnúrum á Austurvellinum þeirra Norðmanna og hengdum á þær alls kyns karl- mannaföt sem við höfðum viðað að okkur á flóa- mörkuðum og í kjöllurum heima hjá okkur. Þetta voru fleiri hundruð flíkur og á fötin skrifuðum við alls kyns staðreyndir um fjölda nauðgara og ofbeldis- manna og uni ofbeldið. T.d. stóð að við hefðum tek- ið á móti 35.000 neyðarsímtölum um ofbeldisverk karla s.l. ár; að ofbeldismenn hefðu gist einir heima hjá sér í 75.000 nætur á meðan aðrir fjölskyldumeð- limir voru í athvörfunum. Við sögðum nákvæmlega það sama og við höfðunt oft sagt, nema við nefndum ekki konur og börn. Þannig gerðum við karlana sýni- lega og ábyrga. Þetta þótti ögrun og sumum þótti við óþægilegar og herskáar. Eg stakk uppá því á norrænni kvennaathvarfaráðstefnu að næsta ár myndu athvörf- in nota þessa aðferð, þ.e. í stað þess að tala urn fjölda kvenna og barna nefndu þær bara það sem vitað væri um ofbeldismenn og verk þeirra. Nokkur athvörf í Svíþjóð gerðu þetta og í Malmö á að halda mikla ráð- stefnu í janúar urn karla sem hina eiginlegu vinnuveit- endur kvennaathvarfanna.“ Guðrún segist bafa fundið það t samskiptum sínum við norsk stjórnvöld að konur njóta miklu meiri virð- ingar en bér og þar er líka meiri virðing borin fyrir grasrótarhreyfingum. Af hverju cetli það sé? „Þær eru bara kornnar lengra en við og eru miklu sterkari, sem er auðvitað árangur af baráttu þeirra undanfarna áratugi. Konur voru t.d. formenn flestra stjórnmálaflokkanna þegar ég bjó úti. A Norðurlönd- um hefur „mainstreaming-hugmyndfræðin" (hefur verið þýtt sem samþætting en það er ekki nógu gott orð) átt vinsældum að fagna. Eg tel að hún hafi breytt miklu í þessum löndum. Hugmyndafræðin byggist á því að skipta kynblindum hugmyndum út fyrir kynj- aða hugsun. Grundvallaratriðið er að gera ráð fyrir því á öllurn sviðurn að það sé ekki sjálfsagt að staða kynjanna sé sú sama, enda eru mestar líkur á því að hún sé það ekki. Áður en ákvarðanir eru teknar - hvort sem það eru ákvarðanir um lög, niðurskurð, breytingar eða uppsagnir - er haft að leiðarljósi að það þarf að greina stöðu kynjanna og finna út hvaða áhrif aðgerðirnar gætu haft á þá stöðu. Þessar hug- rnyndir eru eiginlega fengnar að láni úr umhverfis- verndarfræðum. Þar þykir orðið sjálfsagt að fram fari faglegt umhverfismat áður en farið er út í verklegar framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Stað- reyndir urn þau áhrif sem framkvæmdirnar ntunu hafa á náttúruna vega síðan þungt við ákvarðanatök- una. I „mainstreaming-hugmyndfræði“ gildir það sama um áhrif ákvörðunar á stöðu kynjanna." „Finnst þér að þessi bugmyndafrœði gæti orðið leið- arljós í samstarfi félagsbyggjuflokkanna bér á landi?“ Hugmyndafræðin byggist á því að skipta kynblindum hugmyndum út fyr- ir kynjaða hugsun. Grundvallaratriðið er að gera ráð fyr- ir því á öllum svið- um að það sé ekki sjálfsagt að staða kynjanna sé sú sama, enda eru mestar líkur á því að hún sé það ekki. v ra 29

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.