Vera - 01.10.1997, Page 50

Vera - 01.10.1997, Page 50
Islenskar fornsögur hafa oftar en ekki verið hrunnur hug- mynda fyrir íslenska rithöfunda og handritshöfunda kvikmynda. Brennunjálssaga, eða Njála eins og hún er oftast kölluð, er lík- lega sú bók sem flestar tilvitnan- ir og hugmyndir hafa verið sótt- ar til í gegnum tíðina og margir vilja meina að Njála sé í raun dýmcetasta bókmenntaverk Is- lendinga og eitt merkasta inn- legg norrcenna þjóða til heims- bókmenntanna. Hópur leikhúslistafólks vinnur nú að uppsetningu leiksýn- ingar þar sem efniviðurinn er að miklu leyti sóttur í þenn- an menningararf okkar ís- lendinga. Sýningin hefur hlotið nafnið Gall- erí Njála en höfundur handrits og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir sem í fyrra færði okk- ur leikritið Konur skelfa. Það er Nótt & Dagur sem stendur að framkvæmd uppsetn- ingarinnar og frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu 6. nóvember næstkomandi. Gallerí Njála er tvíleikur sem segir frá dramatísku ástarsambandi menntakonu og rútubílstjóra. Júlíus Sveinsson, 37 ára rútu- bílstjóri og listamaður í frístundum, og Haf- dís Hafsteinsdóttir, 31 árs leiðsögumaður og bókmenntafræðingur á leið í doktorsnám, kynnast á ferð sinni á Njáluslóðir. Með þeim takast spennandi kynni sem leiða okkur inn í dularfullan myndaheim Njálssögu. Hafdís hefur óvænt áhrif á Júlíus sem er, eins og svo margir aðrir íslendingar, forfallinn áhuga- maður um Njálu og kann því bókina utan að. Með hlutverk Júlíusar rútubílstjóra fer Stefán Sturla Sigurjónsson (Brjánsi í Sódómu Reykjavík) og Hafdís Hafsteinsdóttir er leik- in af Sigrúnu Gylfadóttur. Sýningin verður mikið sambland þeirra sjónrænu þátta sem leikhúsið býður uppá og hefur verið unnið meira að hverjum þætti en gengur og gerist í leikhúsinu. Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur skapað tólf myndverk sem notuð verða í sýningunni og Guðni Franzson tón- listarmaður semur sérstaklega tónverk sem flutt verður undir senum eins og um kvik- myndatónlist væri að ræða. Leikmyndin er Gallerí Njála fjallar um samskipti Júlíusar rútubílstjóra og listamanns og Hafdísar leiösögumanns og bókmenntafræðings. unnin af Vigni Jóhannssyni myndlistar- manni og búninga gerir Aslaug Leifsdóttir. Lýsing er í höndum jóhanns Bjarna Pálma- sonar og um brellur sér Björn Helgasoti. Aðstoðarmaður leikstjóra er Þórný Jóhannsdóttir og framkvæmdastjóri er Sig- urður Kaiser. Gallerí Njála er fyndið, erótískt og ramm- íslenskt nútímaleikrit, fullt af magnaðri tón- list og leikhúsbrellum, spunnið upp úr einu merkasta bókmenntaverki Islendinga, Brennunjálssögu. Gallerí Njála er nýjasta galleríið í Reykja- vík. Þar logar list, brennur ást og svíður sorg. Komið í Gallerí Njálu og látið tendrast! i9w 1 654 2J ísland í tölum Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræði- upplýsingar um íslenska hagkerfið. Reglulega birtast upplýsingar um m.a.: • Peningamál • Greiðslujöfnuð • Ríkisfjármál • Utanríkisviðskipti • Framleiðslu • Fjárfestingu • Atvinnutekjur Waoo s. , tí5941lÍ 318» 16 808 18 969 Einnig eru birtar yfirlitsgreinar , 059 1602 um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðauÉ||l|| 3.754 5. " Túlkið tölurnar sjálf. Pantið ^^^^376 21 áskrift að Hagtölum mánaðarins. ^H#25 Áskriftarsíminn er 569 9600. *' 1 334 1 SEÐLABAN ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1,150 REYKJAVÍK, SÍMI 569 9600 372 409 2 728 3 312 v>0- 4.346 1 f *4 457 68t 834 901 301 * 716 1-164 957 ^ TSS 1 425 1 430 S ^ 1.098 1 014 1 5-- 410 730 1. 738 8B» 9.015 13.266 437 17.879 19.020 133 386 05 5198 8.®v. % 1.037 996 4 1.692 _L6 ‘ J

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.