Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 9

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 9
en nú er verið að afdjassa hana á Húsavík. Síðan flutti Linda til Englands en kom aftur heim og var að vinna í gestamóttöku á Borg- inni í fyrra - og ætlar að flytja til Reykjavíkur aftur þegar hún hefur efni á því: „Annars hefur mér aldrei liðið eins vel og akkúrat núna á Húsavík11, segir trommarinn fyrrverandi sem reyndar tók líka lagið með Grýlunum, aðallega í bakröddum, en leysti líka af sem aðalsöngvari á böllum þegar röddin gaf sig hjá hinum. HUÓMSVEnr JARJÞRÚÐAR 1989' 1994 Ótukt. Kidda rokk, Stína bongó, Kristín Eysteins, Elíza og Anna Magga. Ljósm: Bára. Skilja eftir sig tvö lög, hvort á sínutn safndiskinum - kannski meira síðar. Hljómsveit Jarþrúðar byrjaði sem dúó vin- kvennanna Ólafíu Hrannar Jónsdóttur gítarleikara, söngkonu og nú leikkonu, og Lilju Steingrímsdóttur hljómborðsleikara og hjúkrunarfræðings. Þær fengu sér æfinga- húsnæði í garnla Stýrimannaskólanum vest- ur í bæ, ofan við Stýrimannastíginn. Þangað drösluðu þær gömlu Hammond-orgeli, hljóðnema á kústskafti, fátæklegum græjum til uppmögnunar - það eina nýja var raf- magnsgítarinn sem Lolla (ÓHJ) var nýbúin að fá í jólagjöf. Þær byrjuðu strax að semja eigin lög og texta en spiluðu líka gamla slag- ara sér til gamans og æfingar. Með Lönu K. Eddudóttur bassaleikara, nú líka útvarps- manni á Rás 1 og liðsmanni í Rúv-Tops, stækkaði dúóið í tríó: „Eg kannaðist við Lönu síðan í menntaskóla", segir Lolla. „Þá hafði ég reynt að stofna hljómsveit með henni og Kötu trommara, sem nú býr í Danmörku, en við komum græjunum aldrei í gang og gáfumst upp við svo búið. Við Lilja settum skilaboðantiða í póstlúguna hjá Lönu og hún mætti á æfingasvæðið með bassann. Þetta var 1991. Fyrst trommaði með okkur Gunni úr Frökkunum, en ég söng með þeirri hljómsveit í smátíma - Bjöggi Gísla gítar- leikari fékk mig í hljómsveitina eftir að hafa heyrt mig syngja í Síldin kemur, síldin fer. Jæja, svo kom Þórdís Claessen í sveitina með sín ásláttartól vorið 1992. Það ár spiluðum við í beinni útsendingu á Rás 2, í styrktar- átaki fyrir Kvennaathvarfið, og eftir það fórurn við að fá tilboð unt að koma fram hér og þar. Hljómsveitin var skírð í höfuðið á Guðrúnu Jarþrúði Baldvinsdóttur, hjúkrun- arfræðingi, ljósmóður og tæknimanni, en við æfðum oft heima hjá henni, í Gunnu-húsi. Hún var verndari sveitarinnar og byrjaði fljótlega að syngja með okkur og seinna að spila á gítar. Síðasta viðbótin við hljóm- sveitina var Soffía Theodórsdóttir, á bongó, 1994, en það ár spiluðum við rnjög mikið og víða og enduðum á að spila nokkur „gigg“ í Turku í Finnlandi, á Nordisk Forum, og fengum mjög góðar viðtökur“. Finnlandsferðin var skemmtileg en erfið, þannig að mikil þreyta bjó um sig í mann- skapnum og entist lengur í sumum en öðrum, þannig að erfitt reyndist að ná fólki saman á æfingar eftir hana, enda liðsmenn að vinna út og suður á mismunandi tímum sólarhringsins. Þó stóð til að korna efni sveit- arinnar inn á a.rn.k. almennilegt band: „Við vorum að byrja að vinna að því en þá missti Lilja pabba sinn og ég mömmu mína. Mér mun alltaf finnast ég eiga eitthvað ógert í sambandi við þennan tíma, nema þessu verði komið í verk - hver veit hvað gerist. Annars er ég komin í aðra kvennahljómsveit - með fleiri húsmæðrum í Þjóðleikhúsinu. Ég spila á trommur, Elva Ósk á bassa - hún lærði á hljóðfærið í Svíþjóð, Halldóra Björnsdóttir syngur og Vigdís Gunnarsdóttir spilar á píanó. Við æfurn hvern mánudag eftir leikæfingu. Við byrjuðum á að semja eitt lag en spilum aðallega gömul. Þetta er náttúru- lega bara leikur en við erum agaðar leikkon- ur og kunnum því að leika okkur í alvöru, þannig að samleikurinn gæti enst“, segir leikkonan. Fyrir utan Lollu og Lönu hafa fyrrum Jarþrúðir lítt haft sig í frammi á tón- listarvellinum, nema Þórdís Claessen sem hefur verið að læra á bassa í FIH-skólanum og spilar á bassa með nokkrum bílskúrs- böndum, t.d. með Jet-Black-Joe-mönnunum fyrrverandi, Hrafni Thoroddsen hljórn- borðsleikara og Jonna trommara. GRÍMA HÁRSTOFA Álfheimum 4«slml: 553 3133 /V*) \ • v?ra 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.